Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Borat á Íslandi

Þetta var 2006. Bandaríkjastjórn hafði gengið svo fram af miklum fjölda fólks um allan heim, einnig vinum og bandamönnum, að brezki háðfuglinn Sacha Baron Cohen fór á stúfana til að þakka fyrir sig.

Þið munið hvernig þetta byrjaði.

Í forsetakjörinu 2000 var George W. Bush að því kominn að tapa talningu atkvæða í Flórída þar sem bróðir hans var ríkisstjóri. Talningin var þá stöðvuð og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi Bush embættið með 5 atkvæðum gegn 4 eftir flokkslínum. Al Gore, helzti keppinautur Bush, hafði fengið mun fleiri atkvæði á landsvísu, munurinn var hálf milljón. Gore hefði næstum örugglega einnig fengið fleiri atkvæði í Flórída sem reið baggamuninn í kjörráðinu hefði talningin ekki verið stöðvuð.

Álit Bandaríkjanna beið hnekki um allan heim og hún óx ekki við innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak með liðsinni Íslands, eða réttar sagt forsætisráðherra og utanríkisráðherra helmingaskiptaflokkanna, sem eru nú ýmist kallaðir Panamaflokkar eða Tortóluflokkar, að öllum öðrum fornspurðum.

Aðferð háðfuglsins var einföld. Hann bjó til bíómyndina Borat 2006 þar sem hann þóttist vera blaðamaður frá Kasakstan, drullusokkur og fífl, og fékk suma kjósendur repúblikana til að líða vel í návist sinni og opna sig fyrir framan vélarnar. Útkoman varð ein eftirminnilegasta gamanmynd aldarinnar til þessa.

Cohen endurtók afhjúpunina með annarri formúlu í sjónvarpsþáttaröðinni Who is America 2018 þar sem jafnvel Dick Cheney fv. varaforseti Bush forseta beit á agnið og gerði sig að fífli. Nokkrir þingmenn flokksins neyddust til að segja af sér eftir að myndin birtist.

Og nú er Borat aftur kominn á stjá. Ný mynd um ævintýri hans í Bandaríkjunum verður frumsýnd á Amazon-veitunni á morgun, tíu dögum fyrir kosningarnar annan þriðjudag. Þar fær hann Rudi Guiliani, einkalögfræðing Trumps forseta, til að bíta á agnið með opna buxnaklauf, en það breytir í rauninni engu um það sem þegar er vitað um Guiliani.

Myndin er því sögð veita áhorfendum vægara stuð en fyrri myndin frá 2006. Það stafar af því að repúblikanarnir sem opnuðu sig í fyrri myndinni 2006 eru svona í raun og veru og reyna ekki lengur að leyna því. Þeir sjá ekkert athugavert. Við höfum núna greiðan aðgang að þeim á YouTube sem var ekki raunin 2006; þess vegna urðu margir áhorfendur svo hissa í fyrra skiptið. Við sjáum og heyrum Trump forseta og menn hans tjá sig í sama stíl á hverjum degi – og einnig hér heima, einkum í Morgunblaðinu. Nú verður enginn lengur hissa. En heimildar- og skemmtigildi myndarinnar er ekki minna þótti efnið komi minna á óvart nú en áður.

Staðan í Bandaríkjunum nú, skömmu fyrir kosningarnar annan þriðjudag, er þessi. Trump forseti virðist mun tapa, trúlega með allmiklum atkvæðamun. Flokkur hans mun samt reyna að troða einum dómaranum enn inn í Hæstarétt fyrir forsetaskiptin 20. janúar n.k. Þar eð um 30 dómsmál eru í gangi gegn forsetanum, mislangt á veg komin, verður að teljast líklegt að hann verði fundinn sekur um lögbrot á næsta ári eða þar næsta.

Litlar sem engar líkur eru á því að eftirmaður hans í forsetaembætti náði Trump. Raunar nær náðunarvald forsetans aðeins til brota gegn alríkislögum en ekki gegn lögum einstakra fylkja. Nýr forseti mun væntanlega líta svo á að óheftur framgangur réttvísinnar gegn Trump forseta sé nauðsynlegur liður í því að endurreisa traust og virðingu Bandaríkjanna úti um heiminn eftir allt sem á undan er gengið.

En það mun ekki leysa allan vandann. Eftir mun standa, ef kapallinn rekur sig eins og lýst er að framan, að í Hæstarétti Bandaríkjanna munu sitja níu dómarar, þar af tveir sem hafa sætt trúverðugum ásökunum um kynferðisbrot, og þrír sem voru valdir og skipaðir í réttinn af forseta sem verður þá kominn bak við lás og slá -- nema hann flýi land eins og hann hefur reyndar sagt sjálfur að hann kunni að þurfa að gera ef hann tapar.

Í þessu ljósi virðist líklegt að nýr forseti sjái sig tilneyddan til að grípa til þess ráðs sem Roosevelt forseti hugðist en hætti við að beita 1937 til að vernda fólkið í landinu fyrir gömlum dómurum sem reyndu fyrsta kastið að ógilda kreppuráðstafanir forsetans. Ráðið er að fjölga dómurum í réttinum til að bæta árangur og ásjónu réttarkerfisins. Roosevelt hvarf frá ætlan sinni þar eð Hæstiréttur gafst upp fyrir hótuninni og hætti að flækjast fyrir rústabjörgunarráðstöfunum forsetans.

Og þá víkur sögunni hingað heim þar sem ríkisstjórnin dansar enn eins og ekkert hafi í skorizt eftir pípu útvegsfyrirtækja þar sem forstjórinn í einu þeirra hefur stöðu sakbornings í víðfeðmu efnahagsbrotamáli sem teygir anga sína yfir mörg lönd og hefur leitt til langvarandi gæzluvarðhalds yfir ráðherrum og öðru stórmenni í einu þeirra.

Sacha Baron Cohen ætti að gera kvikmynd um Ísland og Panama.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Nýtt á Stundinni

„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Viðtal

„Hvarfl­aði aldrei að okk­ur að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið“

Ing­unn Unn­steins­dótt­ir Kristen­sen, sem var ætt­leidd frá Sri Lanka ár­ið 1985, seg­ir að margt bendi til að hún sé fórn­ar­lamb man­sals. For­eldr­ar henn­ar segja til­hugs­un­ina um að hafa óaf­vit­andi tek­ið þátt í man­sali hrylli­lega, aldrei hafi hvarfl­að að þeim að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið. Þau vilja að yf­ir­völd skipi rann­sókn­ar­nefnd sem velti öll­um stein­um við.
Búið að gefa út hryðjuverkaákæru
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Bú­ið að gefa út hryðju­verka­ákæru

Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur tveim­ur mönn­um fyr­ir skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Þetta stað­fest­ir sak­sókn­ari hjá embætt­inu. Enn á eft­ir að birta mönn­un­um ákær­una.
Fólkið sem efldi Strætó, lækkaði skatta og lagaði loftslagið
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fólk­ið sem efldi Strætó, lækk­aði skatta og lag­aði lofts­lag­ið

Bjarni Bene­dikts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir boð­uðu há­leita og skyn­sam­lega stefnu í mik­il­væg­asta máli sam­tím­ans fyr­ir kosn­ing­ar. Það sem gerð­ist næst kom á óvart.
Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Fréttir

Rík­ið út­hlut­aði fyr­ir­tækj­um norsks eld­isrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.
Stjórnvöld breyttu reglum eftir að vinur forsætisráðherra bað um það
Fréttir

Stjórn­völd breyttu regl­um eft­ir að vin­ur for­sæt­is­ráð­herra bað um það

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.
Fornar menntir í Úkraínu
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...
„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Karlmennskan#108

„Mað­ur er líka alltaf að gera grín að sjálf­um sér“ - Helga Braga Jóns­dótt­ir

Helga Braga Jóns­dótt­ir er lei­kona og grín­isti, leið­sögu­mað­ur, flug­freyja, maga­dans­frum­kvöð­ull og kvenuppist­ands­frum­kvöð­ull. Helga Braga hef­ur skap­að ódauð­lega karakt­era og skrif­að og leik­ið í ódauð­leg­um sen­um t.d. með Fóst­bræðr­um. Auk þess hef­ur Helga auð­vit­að leik­ið í fjöl­morg­um þátt­um, bíó­mynd­um, ára­móta­s­kaup­um og fleiru. Við spjöll­um um grín­ið, hvernig og hvort það hef­ur breyst, kryfj­um nokkr­ar sen­ur úr Fóst­bræðr­um og för­um inn á per­sónu­legri svið þeg­ar tal­ið berst að bylt­ing­um und­an­far­inna ára og mán­aða. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Fréttir

Vendipunkts að vænta í kjara­við­ræð­un­um í fyrra­mál­ið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.
Eldhringurinn minnir á sig á Jövu
Fréttir

Eld­hring­ur­inn minn­ir á sig á Jövu

Um 2.000 íbú­ar Aust­ur-Java hér­aðs­ins í Indó­nes­íu voru til­neydd­ir til þess að rýma hús­næði sitt og leita skjóls í op­in­ber­um bygg­ing­um eft­ir að eld­fjall­ið Mount Semeru gaus að­faranótt sunnu­dags. Mount Semeru er um 640 kíló­metr­um suð­aust­ur af höf­uð­borg­inni Jakarta á eyj­unni Java, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta eyja Indó­nes­íu.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
ViðtalHamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.