Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Bloggsíða Þorvaldar Gylfasonar

Kosn­inga­klúðr­ið og nýja stjórn­ar­skrá­in

Í grein hér í Stund­inni 19. júlí 2020 rifj­aði ég upp hversu ríkt til­lit Stjórn­laga­ráð tók með glöðu geði til gam­alla og góðra til­lagna sjálf­stæð­is­manna um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Til­lög­um sjálf­stæð­is­manna ár­in eft­ir lýð­veld­is­stofn­un­ina 1944 lýsti Bjarni Bene­dikts­son síð­ar for­sæt­is­ráð­herra vel á fundi í lands­mála­fé­lag­inu Verði í janú­ar 1953 (sjá Morg­un­blað­ið 22.-24. janú­ar 1953, end­ur­prent í rit­gerða­safni Bjarna, Land...

Um­sögn handa und­ir­bún­ings­nefnd

Til: Und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa Frá: Þor­valdi Gylfa­syni Efni: Um­sögn um „Fram­kvæmd kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Máls­at­vik.“ Ég þakka nefnd­inni fyr­ir að veita mér sem ein­um 16 kær­enda færi á að bregð­ast við upp­færðri lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar á mála­vöxt­um í NV-kjör­dæmi.Lýs­ing­in er að minni hyggju hald­in sömu göll­um og fyrri lýs­ing enda hef­ur nefnd­in í engu brugð­izt við at­huga­semd­um mín­um...

Lög­fest­um þjóð­ar­vilj­ann

12 Síð­ustu daga hef ég að marg­gefnu til­efni rak­ið mörg dæmi af ís­lenzkri stjórn­mála­spill­ingu, enda er spill­ing nú í fyrsta sinn til um­ræðu í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga. Fjög­ur fram­boð til Al­þing­is af tíu mæla gegn spill­ingu: Pírat­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, Flokk­ur fólks­ins og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Hin fram­boð­in sex ým­ist þræta fyr­ir spill­ing­una eða þegja um hana. Að­eins 22% fylg­is­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins...

Lát­um þau ekki ræna okk­ur áfram

11Auð­lind­in í sjón­um er sam­eign þjóð­ar­inn­ar sam­kvæmt lög­um svo sem hnykkt er á með enn skýr­ara móti í nýju stjórn­ar­skránni. Hún kveð­ur á um að út­vegs­menn greiði fullt gjald fyr­ir kvót­ann. Al­þingi held­ur samt áfram að búa svo um hnút­ana að út­vegs­menn fá enn að hirða um 90% af sjáv­ar­rent­unni. Rétt­um eig­anda, fólk­inu í land­inu, er gert að...

Mis­vægi at­kvæða

10­Kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber verða ólög­mæt­ar í þriðja skipt­ið í röð þar eð þær munu fara fram sam­kvæmt kosn­inga­lög­um sem 67% kjós­enda höfn­uðu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um nýju stjórn­ar­skrána 2012. Kosn­inga­lög­in draga taum dreif­býl­is á kostn­að þétt­býl­is. Við bæt­ist að regl­an sem er not­uð til að telja upp úr kjör­köss­un­um magn­ar hlut­drægn­ina. Vand­inn er ekki bund­inn við Fram­sókn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bar einnig oft­ast...

Brott­kast

9Marg­ir sjó­menn og aðr­ir hafa ár­um sam­an vitn­að, jafn­vel í sjón­varpi, um brott­kast og ann­að svindl í kvóta­kerf­inu. Glæp­a­starf­semi hef­ur sam­kvæmt þess­um upp­lýs­ing­um graf­ið um sig í sjáv­ar­út­veg­in­um og vænt­an­lega smit­að út frá sér. Lög­regla og sak­sókn­ar­ar láta vitn­is­burði um slík lög­brot eins og vind um eyru þjóta. Slík van­ræksla varð­ar einnig við lög. Nú loks­ins er einn angi...

Mokst­ur út úr bönk­um í miðju hruni

8Lög­brot voru fram­in í hrun­inu langt um­fram þau sem komu til kasta dóm­stóla. Guð­mund­ur Gunn­ars­son raf­virki og fv. stjórn­laga­ráðs­mað­ur lýsti mál­inu svo hér í Stund­inni 27. nóv­em­ber 2017: „… Í gagnaleka ... kom ... fram að áhrifa­menn úr fjár­mála- og stjórn­mála­heim­in­um fengu að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Seðla­bank­ans … frest­að fram á mánu­dags­eft­ir­mið­dag. Á mánu­dags­morg­un­inn hóf­ust strax við opn­un bank­anna um­fangs­mikl­ir...

Hæstirétt­ur og Seðla­bank­inn

7Hvað sem allri spill­ingu líð­ur í stjórn­mál­um og við­skipt­um þurfa Hæstirétt­ur og Seðla­bank­inn helzt að hafa sitt á þurru. Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar hafa þó sak­að hver ann­an um lög­brot og eiga í mála­ferl­um inn­byrð­is. Fjár­fest­ing­ar sumra þeirra hafa kom­ið til kasta er­lends dóm­stóls. Siða­ráð Dóm­ara­fé­lags­ins vík­ur sér und­an að fjalla um meint van­hæfi ein­stakra Hæsta­rétt­ar­dóm­ara í dóm­um um fisk­veið­i­stjórn­ar­kerf­ið með þeim...

Hvar eru mút­urn­ar?

6Fyrst núna 2021 birt­ast fram­bjóð­end­ur til Al­þing­is sem vilja svipta hul­unni af meint­um mút­um til stjórn­mála­manna og annarra. Þetta ger­ist fyrst núna vegna þess að Sam­herji var ekki af­hjúp­að­ur í Namib­íu fyrr en 2019. Kristján Pét­urs­son toll­vörð­ur lýs­ir því und­ir rós í sjálfsævi­sögu sinni Marg­ir vildu hann feig­an (1990) hvernig reynt var að múta hon­um til að fella nið­ur rann­sókn...

Ár­ang­ur­s­teng­ing­ar­við­mið

5  Skýrsla RNA (7. bindi, bls. 314-321) og skýrsla sér­stakr­ar þing­nefnd­ar lýsa ber­um orð­um van­rækslu í skiln­ingi laga af hálfu fjög­urra ráð­herra og fjög­urra emb­ætt­is­manna í að­drag­anda hruns­ins. Hvað varð um þessa átta hirðu­leys­ingja? Fjög­ur þeirra drógu sig í hlé og hreiðr­uðu um sig í út­lönd­um, hinn óskamm­feiln­asti í hópn­um lagð­ist í faðm út­vegs­manna á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins, einn...

Rek­inn með hagn­aði

4Þeg­ar átta af níu lög­reglu­stjór­um í land­inu og Lands­sam­band lög­reglu­manna höfðu lýst yf­ir van­trausti á Har­ald Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóra var hann leyst­ur frá störf­um með starfs­loka­samn­ingi sem kostaði skatt­greið­end­ur 57 mkr. Á embætt­is­ferli hans hafði geng­ið á ýmsu. Hlið­stætt mál er nú til rann­sókn­ar í Finn­landi þar sem sak­sókn­ari íhug­ar að lok­inni lög­reglu­rann­sókn að höfða saka­mál...

Leyni­leg­ar af­skrift­ir

3 For­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar skuld­uðu bönk­un­um þeg­ar þeir hrundu sam­tals 1.857 mkr. Ekki hef­ur enn ver­ið greint frá því hvort eða hvernig skuld­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar voru gerð­ar upp. Skuld­ir Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og bónda henn­ar voru af­skrif­að­ar og skullu því af full­um þunga á sak­lausa veg­far­end­ur inn­an lands og ut­an. Þetta ligg­ur fyr­ir þar eð skuld­ir Þor­gerð­ar Katrín­ar...

Panama, Panama

2 Af þeim tíu flokk­um sem bjóða nú fram til Al­þing­is er tveim, Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um, stýrt af mönn­um sem voru af­hjúp­að­ir í Pana­maskjöl­un­um. Hvorki Bjarni Bene­dikts­son né Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur birt reikn­inga sína í Panama (eða Sviss). Hvers vegna ekki? Yf­ir­völd­in hafa ekki held­ur greint frá hreyf­ing­um á þess­um reikn­ing­um þótt fimm ár séu lið­in...

„Með hörð­um stál­hnefa“

1 Þeg­ar bank­arn­ir hrundu stóð skuld Óla Björns Kára­son­ar nú al­þing­is­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins við þá í 478 mkr. sam­kvæmt skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is (RNA, 2. bindi, bls. 201). Ekki hef­ur ver­ið greint frá því hvort eða hvernig þessi skuld þing­manns­ins var gerð upp. „Við eig­um að mæta þeim með hörð­um stál­hnefa“, sagði Óli Björn um hæl­is­leit­end­ur sem „ætla að mis­nota...

Við Styrm­ir

Styrm­ir Gunn­ars­son var lengi með­al nán­ustu sam­herja minna í fisk­veið­i­stjórn­ar­mál­inu. Flokks­bræðr­um hans mörg­um fannst hann hafa geng­ið úr skaft­inu. Það sem gerð­ist var að föð­ur mín­um tókst að sann­færa Matth­ías Johann­essen, hinn rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, um nauð­syn veiði­gjalds. Matth­ías sá um Styrmi. Þeir skrif­uðu leið­ara eft­ir leið­ara og Reykja­vík­ur­bréf eft­ir bréf um nauð­syn þess að stjórna fisk­veið­um á þann veg að...

Þrír heim­spek­ing­ar

Mér er minn­is­stæð heim­sókn banda­ríska heim­speki­pró­fess­ors­ins Rich­ards Rorty til Ís­lands fyr­ir mörg­um ár­um. Hann sagði þá sög­una af því hversu erfitt ný­bök­uð­um heim­spekidok­tor­um, jafn­vel frá Princet­on­há­skóla þar sem Rorty kenndi lengi, veitt­ist að landa störf­um við sitt hæfi í há­skól­um. Og þá gerð­ist það öll­um að óvör­um að einn nýbak­að­ur heim­spekidoktor frá Princet­on fékk starf á lög­reglu­stöðu­stöð í af­skekktri og...