Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Bloggsíða Þorvaldar Gylfasonar

Borat á Ís­landi

Þetta var 2006. Banda­ríkja­stjórn hafði geng­ið svo fram af mikl­um fjölda fólks um all­an heim, einnig vin­um og banda­mönn­um, að brezki háð­fugl­inn Sacha Baron Cohen fór á stúf­ana til að þakka fyr­ir sig. Þið mun­ið hvernig þetta byrj­aði. Í for­seta­kjör­inu 2000 var Geor­ge W. Bush að því kom­inn að tapa taln­ingu at­kvæða í Flórída þar sem bróð­ir hans var rík­is­stjóri....

Veiru­tíð­indi

Nú er fjöldi dauðs­falla af völd­um veirufar­ald­urs­ins í Banda­ríkj­un­um kom­inn upp fyr­ir 200.000. Tal­an jafn­gild­ir gervöll­um íbúa­fjölda Ís­lands 1967. Tíu þús­und dauðs­föll eða þar um bil bæt­ast við í hverri viku. Því má reikna með að fjöldi fall­inna verði kom­inn upp í eða upp fyr­ir 250.000 á kjör­dag þar vestra 3. nóv­em­ber – og þá er­um við kom­in til...

Trump og Ís­land

Ástand­ið í Banda­ríkj­un­um nú á sér eng­an líka í sögu lands­ins. Aldrei áð­ur hef­ur það gerzt að fv. for­seti – og ekki bara hann! – saki sitj­andi for­seta um að ógna lýð­ræð­inu í land­inu. Fræði­menn og aðr­ir hafa all­ar göt­ur frá 2017 sent frá sér við­var­an­ir um skríð­andi fas­isma í boði Trumps for­seta. Sjálf­ur hef ég birt

Veir­an í tveim vídd­um

Sum fyr­ir­bæri mann­lífs­ins eru þannig vax­in að ein mæl­ing dug­ir, a.m.k. til hvers­dags­nota. Hversu há er Esj­an? Hver var hit­inn í Reykja­vík í há­deg­inu? Hvað sagði vigt­in í morg­un? Önn­ur fyr­ir­bæri þarf að skoða í tveim vídd­um eða fleiri. Þetta á við með­al ann­ars um ástand og horf­ur í heims­far­aldr­in­um. Fjöldi greindra og skráðra smita hrekk­ur skammt í sam­an­burði milli...

Kannski lög­legt en klár­lega sið­laust

Al­þingi verð­ur sér til æ frek­ari minnk­un­ar með hverri nýrri við­bót við frum­varp formanna stjórn­mála­flokk­anna til nýrr­ar stjórn­ar­skrár. Kjarni máls­ins er þessi: Al­þingi setti löngu tíma­bæra end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar í heil­brigð­an og við­eig­andi far­veg 2009 með því að fela þjóð­kjörnu og þing­skip­uðu stjórn­laga­ráði að vinna verk­ið 2011 og leggja afrakst­ur­inn í dóm kjós­enda 2012. Allt gekk þetta eins og í sögu,...

Veir­an af­hjúp­ar mun­inn á Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu

Veir­an æð­ir áfram. Fjöldi greindra smita um heim­inn nálg­ast nú 11 millj­ón­ir og fjöldi dauðs­falla nálg­ast 520.000. Banda­ríkja­menn telja að­eins um 4% af íbúa­fjölda heims­ins en greind smit og dauðs­föll þar vestra eru samt um fjórð­ung­ur greindra smita og dauðs­falla um heim­inn all­an. Nán­ar til­tek­ið eru 131.000 manns fall­in í val­inn af völd­um veirunn­ar í Band­ríkj­un­um. Smit­um og dauðs­föll­um fer...

Dauðs­föll og dval­ar­heim­ili

Sví­þjóð hef­ur vak­ið heims­at­hygli fyr­ir þá stað­reynd að þar hafa greinzt mun fleiri smit af völd­um kór­ónu­veirunn­ar en í Dan­mörku, Finn­landi, Ís­landi og Nor­egi og lang­flest­ir hafa lát­izt af völd­um veirunn­ar í Sví­þjóð. Hverju sæt­ir þetta? Hag­fræð­ing­ar í há­skól­an­um í Tel Aviv í Ísra­el telja sig geta svar­að spurn­ing­unni að hluta. Byrj­um sunn­ar í álf­unni. Grikk­land og Spánn eru um...

Frek­ari fróð­leik­ur um far­ald­ur­inn

Kór­ónu­veir­an æð­ir áfram úti í heimi en ekki leng­ur hér heima. Héð­an virð­ist hún vera svo að segja horf­in en þó kannski ekki al­veg því um 800 manns eru enn í sótt­kví. Veir­an hef­ur einnig dreg­ið úr um­svif­um sín­um í Evr­ópu og sums stað­ar í Banda­ríkj­un­um. Þess vegna eru menn þar nú tekn­ir að fikra sig áfram í átt að...

Milli skers og báru

Mong­ól­ía ligg­ur klemmd milli tveggja stór­velda, Kína og Rúss­lands, en er eigi að síð­ur lýð­ræð­is­ríki. Stund­um er sagt að dragi hver dám af sín­um sessu­nauti, en það á ekki við um Mong­ól­íu, strjál­býl­asta land heims ef Græn­land eitt er und­an­skil­ið. Komm­ún­ista­flokk­ur Kína sýn­ir þessa dag­ana sitt rétta and­lit með yf­ir­gangi sín­um gagn­vart íbú­um Hong Kong í blóra...

Um­sögn um rík­istungu­ákvæði

Til­burð­ir þing­flokka við end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar af­hjúpa fyr­ir­lit­lega spill­ingu Al­þing­is eina ferð­ina enn. Fyrst var auð­linda­ákvæði sem 83% kjós­enda lýstu sig fylgj­andi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 úr­bein­að í þeim auð­sæja til­gangi að festa í sessi óbreytt ástand fisk­veið­i­stjórn­ar­inn­ar til að tryggja hag út­vegs­manna og er­ind­reka þeirra með­al stjórn­mála­manna gegn vilja fólks­ins í land­inu. Þá voru um­hverf­is­vernd­ar­á­kvæð­in í frum­varpi Stjórn­laga­ráðs frá...

Fersk­ir fróð­leiks­mol­ar um far­ald­ur­inn

Fær­ey­ing­ar eiga nú aft­ur met­ið: þeir hafa nú próf­að kór­ónu­veiru­smit í hærra hlut­falli heima­manna en gert hef­ur ver­ið í nokkru öðru landi eða 18% mann­fjöld­ans. Í Fær­eyj­um (mann­fjöldi 49 þús.) hafa greinzt 187 smit bor­ið sam­an við 185 fyr­ir þrem vik­um og eng­inn hef­ur lát­izt af völd­um veirunn­ar. Ann­að sæt­ið á list­an­um með næst­flest smit­próf mið­að við...

Sex fróð­leiks­mol­ar um far­ald­ur­inn

Ís­lend­ing­ar eiga met­ið: við höf­um nú próf­að kór­ónu­veiru­smit í hærra hlut­falli lands­manna en gert hef­ur ver­ið í nokkru öðru landi. Einka­fyr­ir­tæk­ið Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur gert meiri hluta próf­anna, en flest smit­in hafa fund­izt í próf­um Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­húss þar eð þeir sem finna fyr­ir ein­kenn­um leita helzt þang­að. Próf­in eru ókeyp­is. Fær­ey­ing­ar skip­uðu efsta sæti list­ans þar til í...

Þríeyk­ið er á réttri leið

Í gær gerð­ist það að Banda­rík­in urðu þunga­miðja covid-19 veirufar­ald­urs­ins í þeim skiln­ingi að þar eru nú flest skráð smit, fleiri en í Kína þar sem far­ald­ur­inn hófst og hef­ur að því er virð­ist ver­ið stöðv­að­ur að mestu sé kín­versku töl­un­um treyst­andi. Banda­rísku smit­in eru einnig orð­in fleiri en á Ítal­íu þar sem hægt hef­ur á far­aldr­in­um þótt hann...

Traust á tím­um veirunn­ar

Þeg­ar far­sótt herj­ar á fólk og æð­ir yf­ir lönd­in og bólu­efni, skil­virk lyf og jafn­vel skimun eru ekki í boði og heil­brigð­is­þjón­ust­an á fullt í fangi með að sinna þeim sem sýkj­ast, þá skipt­ir miklu að rétt­ar upp­lýs­ing­ar um vána ber­ist al­menn­ingi hratt og vel. Sam­kvæm­ar, trú­verð­ug­ar og rétt­ar upp­lýs­ing­ar eru þá áhrifa­rík­asta vörn al­manna­valds­ins og al­menn­ings gegn vánni. Reynsl­an...

„Mitt er mitt, við semj­um um hitt“

Á fyrri tíð þeg­ar hlut­fall hæstu og lægstu launa var mun lægra en það er nú brut­ust átök um kaup og kjör eigi að síð­ur út ann­að veif­ið á vinnu­mark­aði. Kveikj­an að slík­um átök­um var iðu­lega við­leitni verk­lýðs­fé­laga til að lyfta kjör­um þeirra sem báru minnst úr být­um. Þeg­ar það tókst fóru aðr­ir laun­þeg­ar yf­ir­leitt fram á hlið­stæð­ar kjara­bæt­ur í...

Þverr­andi traust og virð­ing

Trump Banda­ríkja­for­seti flutti í gær­kvöldi ár­vissa ræðu for­set­ans í þing­inu. Ræða hans var í venju­leg­um öf­ug­mæla­stíl. Hann sagði með­al ann­ars að Banda­rík­in njóti nú aft­ur virð­ing­ar („highly respected again“). For­seti full­trúa­deild­ar þings­ins, Nancy Pe­losi, kall­aði ræð­una ósann­inda­ávarp („mani­festo of mistruths“) og reif hana í tætl­ur í aug­sýn þing­heims og at­hug­ulla sjón­varps­véla. Stöldr­um hér við þetta til­tekna at­riði: að Banda­rík­in njóti...