Hér fer á eftir í einni bendu fimm greina flokkur okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis um auðlindamálið og stjórnarskrána. Greinarnar birtust fyrst í Fréttablaðinu 24. september, 20. október, 19. nóvember og 23. desember 2020 og loks 26. febrúar 2021. 1. VITUNDARVAKNING UM MIKILVÆGI AUÐLINDAHeimsbyggðin er að vakna til vitundar...
Vanhæfi í Hæstarétti
Þessi grein okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Þórðar Más Jónssonar landsréttarlögmanns birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var, 18. febrúar. Þar eð hún hefur ekki enn verið birt á vefsetri Fréttablaðins þykir okkur rétt að birta hana hér svo að lesendur geti deilt henni og dreift að vild. Greinin hljóðar svo: Hæstiréttur hefur undangengin 20 ár fellt nokkra dóma...
Hámark misskiptingarinnar
Þótt misskipting auðs og tekna hafi ágerzt í mörgum löndum hverju fyrir sig síðustu ár, hefur jöfnuður aukizt um heiminn á heildina litið. Þetta er engin þversögn heldur á þetta sér eðlilegar skýringar. Mest munar um þau hundruð milljóna Indverja og Kínverja sem hefur tekizt að hefja sig upp úr sárri fátækt fyrri tíðar í krafti framfara í hagstjórn og...
Hvorn kysir þú heldur?
Þeir eru af svipuðu sauðahúsi. Þeir stunduðu báðir fasteignaviðskipti og fóru þaðan yfir í skemmtibransann, sjónvarp og stjórnmál. Þeir ganga báðir fyrir smjaðri, glæsihýsum með gylltum mubblum og gullklósettum, smástelpum, sólbrúnku og lituðu hári. Annar söng dægurlög á súlustöðum og bauð gestum sínum í kynsvall á setri sínu í Sardiníu. Hinn gekk inn og út úr búningsklefum keppenda í...
Borat á Íslandi
Þetta var 2006. Bandaríkjastjórn hafði gengið svo fram af miklum fjölda fólks um allan heim, einnig vinum og bandamönnum, að brezki háðfuglinn Sacha Baron Cohen fór á stúfana til að þakka fyrir sig. Þið munið hvernig þetta byrjaði. Í forsetakjörinu 2000 var George W. Bush að því kominn að tapa talningu atkvæða í Flórída þar sem bróðir hans var ríkisstjóri....
Veirutíðindi
Nú er fjöldi dauðsfalla af völdum veirufaraldursins í Bandaríkjunum kominn upp fyrir 200.000. Talan jafngildir gervöllum íbúafjölda Íslands 1967. Tíu þúsund dauðsföll eða þar um bil bætast við í hverri viku. Því má reikna með að fjöldi fallinna verði kominn upp í eða upp fyrir 250.000 á kjördag þar vestra 3. nóvember – og þá erum við komin til...
Trump og Ísland
Ástandið í Bandaríkjunum nú á sér engan líka í sögu landsins. Aldrei áður hefur það gerzt að fv. forseti – og ekki bara hann! – saki sitjandi forseta um að ógna lýðræðinu í landinu. Fræðimenn og aðrir hafa allar götur frá 2017 sent frá sér viðvaranir um skríðandi fasisma í boði Trumps forseta. Sjálfur hef ég birt
Veiran í tveim víddum
Sum fyrirbæri mannlífsins eru þannig vaxin að ein mæling dugir, a.m.k. til hversdagsnota. Hversu há er Esjan? Hver var hitinn í Reykjavík í hádeginu? Hvað sagði vigtin í morgun? Önnur fyrirbæri þarf að skoða í tveim víddum eða fleiri. Þetta á við meðal annars um ástand og horfur í heimsfaraldrinum. Fjöldi greindra og skráðra smita hrekkur skammt í samanburði milli...
Kannski löglegt en klárlega siðlaust
Alþingi verður sér til æ frekari minnkunar með hverri nýrri viðbót við frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna til nýrrar stjórnarskrár. Kjarni málsins er þessi: Alþingi setti löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskrárinnar í heilbrigðan og viðeigandi farveg 2009 með því að fela þjóðkjörnu og þingskipuðu stjórnlagaráði að vinna verkið 2011 og leggja afraksturinn í dóm kjósenda 2012. Allt gekk þetta eins og í sögu,...
Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu
Veiran æðir áfram. Fjöldi greindra smita um heiminn nálgast nú 11 milljónir og fjöldi dauðsfalla nálgast 520.000. Bandaríkjamenn telja aðeins um 4% af íbúafjölda heimsins en greind smit og dauðsföll þar vestra eru samt um fjórðungur greindra smita og dauðsfalla um heiminn allan. Nánar tiltekið eru 131.000 manns fallin í valinn af völdum veirunnar í Bandríkjunum. Smitum og dauðsföllum fer...
Dauðsföll og dvalarheimili
Svíþjóð hefur vakið heimsathygli fyrir þá staðreynd að þar hafa greinzt mun fleiri smit af völdum kórónuveirunnar en í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Noregi og langflestir hafa látizt af völdum veirunnar í Svíþjóð. Hverju sætir þetta? Hagfræðingar í háskólanum í Tel Aviv í Ísrael telja sig geta svarað spurningunni að hluta. Byrjum sunnar í álfunni. Grikkland og Spánn eru um...
Frekari fróðleikur um faraldurinn
Kórónuveiran æðir áfram úti í heimi en ekki lengur hér heima. Héðan virðist hún vera svo að segja horfin en þó kannski ekki alveg því um 800 manns eru enn í sóttkví. Veiran hefur einnig dregið úr umsvifum sínum í Evrópu og sums staðar í Bandaríkjunum. Þess vegna eru menn þar nú teknir að fikra sig áfram í átt að...
Milli skers og báru
Mongólía liggur klemmd milli tveggja stórvelda, Kína og Rússlands, en er eigi að síður lýðræðisríki. Stundum er sagt að dragi hver dám af sínum sessunauti, en það á ekki við um Mongólíu, strjálbýlasta land heims ef Grænland eitt er undanskilið. Kommúnistaflokkur Kína sýnir þessa dagana sitt rétta andlit með yfirgangi sínum gagnvart íbúum Hong Kong í blóra...
Umsögn um ríkistunguákvæði
Tilburðir þingflokka við endurskoðun stjórnarskrárinnar afhjúpa fyrirlitlega spillingu Alþingis eina ferðina enn. Fyrst var auðlindaákvæði sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 úrbeinað í þeim auðsæja tilgangi að festa í sessi óbreytt ástand fiskveiðistjórnarinnar til að tryggja hag útvegsmanna og erindreka þeirra meðal stjórnmálamanna gegn vilja fólksins í landinu. Þá voru umhverfisverndarákvæðin í frumvarpi Stjórnlagaráðs frá...
Ferskir fróðleiksmolar um faraldurinn
Færeyingar eiga nú aftur metið: þeir hafa nú prófað kórónuveirusmit í hærra hlutfalli heimamanna en gert hefur verið í nokkru öðru landi eða 18% mannfjöldans. Í Færeyjum (mannfjöldi 49 þús.) hafa greinzt 187 smit borið saman við 185 fyrir þrem vikum og enginn hefur látizt af völdum veirunnar. Annað sætið á listanum með næstflest smitpróf miðað við...
Sex fróðleiksmolar um faraldurinn
Íslendingar eiga metið: við höfum nú prófað kórónuveirusmit í hærra hlutfalli landsmanna en gert hefur verið í nokkru öðru landi. Einkafyrirtækið Íslensk erfðagreining hefur gert meiri hluta prófanna, en flest smitin hafa fundizt í prófum Landspítala Háskólasjúkrahúss þar eð þeir sem finna fyrir einkennum leita helzt þangað. Prófin eru ókeypis. Færeyingar skipuðu efsta sæti listans þar til í...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.