Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Trump og Ísland

Ástandið í Bandaríkjunum nú á sér engan líka í sögu landsins.

Aldrei áður hefur það gerzt að fv. forseti – og ekki bara hann! – saki sitjandi forseta um að ógna lýðræðinu í landinu. Fræðimenn og aðrir hafa allar götur frá 2017 sent frá sér viðvaranir um skríðandi fasisma í boði Trumps forseta. Sjálfur hef ég birt grein eftir grein um málið.

Tilefnin eru ærin og halda áfram að hrannast upp þar eð Trump forseti reynir ekki að leyna þessum þætti stjórnarstefnu sinnar heldur sér hann sjálfur um að afhjúpa hálffasískar fyrirætlanir sínar. Hann styðst ekki einu sinni við blaðafulltrúa að heitið geti. Það sem aðrir í hans sporum myndu telja hyggilegt að þegja um segir hann upphátt, t.d. að hann ætli að grafa undan póstþjónustu – rífa niður póstkassa, fækka póstflokkunarvélum og starfsmönnum o.s.frv. – gagngert til að draga úr kjörsókn fram að kosningum. Póstatkvæði eru mikilvægari í komandi kosningum en endranær þar eð margir kjósendur vilja skiljanlega forðast þrengsl á kjörstað vegna faraldursins. Þegar póstmálastjórinn áttaði sig á alvöru málsins sagðist hann ætla að fresta aðgerðum fram yfir kosningar. Hann er stór hluthafi í fyrirtækjum sem keppa við póstþjónustuna, nema hvað. Umhverfisráðherrann er olíufursti og þannig er hægt að rekja kapalinn áfram í verst mönnuðu ríkisstjórn landsins í manna minnum. Mannvalið í ríkisstjórninni gaf tilefni til þess að grafið var upp orðið „kakistocracy“ úr enskum orðaforða 17. aldar sem þýðir stjórn hinna verstu í andstöðumerkingu við „aristocracy“, stjórn hinna beztu, sem hefur raunar ekki heldur gefið góða raun á heildina litið, en það er annað mál.

Kannski lýsir Trump forseti forkastanlegum fyrirætlunum sínum opinskátt einmitt til að ganga fram af fólki. Hneykslin í boði forsetans reka hvert annað svo ótt og títt að ekkert eitt hneyksli endist lengur manna á meðal en í nokkra daga eða vikur. Þannig hefur kjörtímabilið liðið frá 2017.

Nú birtast í löngum bunum bækur sem afhjúpa forsetann sem fábjána, gangster og siðblindingja, þar á meðal bók eftir fv. hægri hönd forsetans, Michael Cohen. Hann var framan af kjörtímabilinu, þar til hann var gómaður, fyrsti maðurinn sem forsetinn talaði við á morgnana og hinn síðasti á kvöldin. Cohen lýsir forsetanum sem lygara og svindlara og segist þekkja málið vel því hann hafi verið fullur þátttakandi í svindlinu. Enda situr Cohen nú inni líkt og nokkrir aðrir fv. samstarfsmenn forsetans. Og nú hefur þingnefnd í öldungadeildinni undir stjórn repúblikana gefið út 1000 blaðsíðna skýrslu sem staðfestir fyrri upplýsingar alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustunnar CIA um ólöglegt samráð manna Trumps við rússneska málaliða KGB sem heitir nú GRU fyrir og eftir kosningar 2016. En allt þetta er löngu þekkt svo kannski kippir enginn sér upp við nýjar uppljóstranir.

Víkur þá sögunni hingað heim.

Einnig hér reka hneykslin hvert annað svo ótt og títt og hafa gert árum saman að þau halda ekki athygli fólks nema skamma hríð í senn því alltaf gýs upp nýtt hneyksli sem feykir síðasta hneyksli út af borðinu. Þetta virðist þó ekki vera meðvituð strategía í stjórnmálum hér heima heldur bara gamalkunnugt fúsk og sjúsk. En áferðin er hin sama og einnig niðurstaðan.

Aðferðin er einnig að sumu leyti hin sama og í Bandaríkjum Trumps. Stjórnsýslan er veikt með því að fækka hæfum starfsmönnum til að rýma fyrir óhæfu fólki. Ríkið hefur með þessu háttalagi hvað eftir annað bakað sér bótaskyldu fyrir dómi. Ein birtingarmynd vandans er að hlaupið hefur vöxtur í fjölda pólitískra upplýsingafulltrúa sem á kaffistofunni í einu ráðuneytinu ganga undir nafninu upphafningarsveit ráðherrans, sjö eða átta manns þar sem einn dugði áður. Ráðherrum sem neyðast til að segja af sér, þá sjaldan það gerist, er bættur skaðinn með bitlingum í útlöndum. Annað er eftir þessu. Enda styður Morgunblaðið Trump, útgerðin styður Moggann, og ríkisstjórnin styður útgerðina og gagnkvæmt.

Og svo eru haldnar alþingiskosningar við og við með ójöfnu vægi atkvæða þótt 67% kjósenda hafi lýst stuðningi við stjórnarskrárákvæði um jafnt vægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 20. október 2012. Stjórnmálamenn og flokkar ganga til alþingiskosninga með fullar hendur fjár úr sjóðum útvegsfyrirtækja o.fl., gefa innstæðulaus loforð út og suður í trausti þess að einu hneykslin sem þeir þurfi að óttast séu þau sem ná að halda athygli kjósenda rétt fyrir kosningar.

Mun þeim takast þetta einu sinni enn 2021? Eða eigum við að taka Hvíta-Rússland á þetta? Það myndi létta róðurinn ef Trump nær ekki endurkjöri í nóvember, verður dreginn fyrir dóm 2021 og settur inn. Þá mun fara um ýmsa nær og fjær. Og þá mun létta til.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...

Nýtt á Stundinni

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Íslendingar eru ekki villimenn!
Menning

Ís­lend­ing­ar eru ekki villi­menn!

Jón Þorkels­son: Sýn­is­bók þess að Ís­land er ekki barbara­land held­ur land bók­mennta og menn­ing­ar Hér er kom­in — að mín­um dómi — ein skemmti­leg­asta bók­in í jóla­bóka­flóð­inu þó það verði kannski ekki endi­lega sleg­ist um hana í bóka­búð­un­um. Höf­und­ur er Jón Þorkels­son (1697-1759) sem var um tíma skóla­meist­ari í Skál­holti og síð­an sér­leg­ur að­stoð­ar­mað­ur danska bisk­ups­ins Ludvig Har­boe sem kom...
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.