Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Terra dreifir enn plastmengaðri moltu í Krýsuvík - Gler og skrúfur í efninu

Nýj­ir farm­ar af moltu sem Terra hef­ur flutt í Krýsu­vík reynd­ust meng­að­ir af plasti. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir það ekki við­un­andi. Hann seg­ir jafn­framt að koma þurfi á eft­ir­liti með moltu­gerð. Stjórn­ar­mað­ur í Land­vernd seg­ir ekk­ert eðli­legt við það að setja efni sem inni­held­ur plast, gler og skrúf­ur út á víða­vang.

Enn plast í moltunni Mikið plast er enn í moltu og á yfirborði lands í Krýsuvík, þangað sem Terra flutti plastmengaða moltu. Nýjir farmar af moltu sem fyrirtækið flutti á vettvang í dag reyndust einnig plastmengaðir.

Enn berst plastmenguð molta frá fyrirtækinu Terra á uppgræðslusvæði í Krýsuvík, þrátt fyrir fullyrðingar fyrirtækisins um að endurskoða eigi verkferla og koma þannig í veg fyrir að slíkt gerist. Verulegt magn af plasti er enn á svæðinu. Forsystufólk í Landvernd segir ekkert eðlilegt við vinnubrögðin. Umhverfisráðherra telur að Umhverfisstofnun eigi að skoða málið.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem Samtök atvinnulífsins útnefndu umhverfisfyrirtæki ársins fyrr í þessum mánuði, dreifði sem kunnugt er plastmengaðri moltu á svæði í Krýsuvík í sumar þar sem yfir stóð landgræðsluverkefni í samstarfi við Landgræðsluna, með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Umhverfisráðuneytið veitti 6 milljónum af svokölluðu Covid-fjármagni til verkefnisins.

Plast um allt

Stundin hefur rakið í fyrri fréttum síðastliðna viku að moltan sem Terra dreifði á svæðinu reyndist plastmenguð vegna þekkingarleysis og að þeir verkferlar sem notaðir voru við gerð hennar voru allsendis ófullnægjandi.  Þá greindi Stundin frá því að Umhverfisstofnun myndi taka málið til skoðunar. Það var áður en Stundin upplýsti að mikið magn plasts væri enn í moltunni en forsvarsfólk Terra hafði fullyrt að búið væri að hreinsa svæðið. Eftir að Stundin upplýsti um málið lýsti Terra því yfir að ráðist yrði í umfangsmiklar aðgerðir til að hreinsa svæðið og fjarlægja þá moltu sem væri plastmenguð.

„Þetta er alls ekki í lagi“

Blaðamaður Stundarinnar fór á vettvang fyrr í dag ásamt fulltrúum Landverndar, þeim Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Pétri Halldórssyni, stjórnarmanni. Við skoðun á vettfangi kom þá í ljós að mikið verk er enn óunnið við að hreinsa svæðið. Plast mátti sjá út um allt, stórt sem lítið. Þá mátti einnig sjá gler og skrúfur. Öllu verra var þó að í nýjum sendingum moltu sem Terra var að ferja á svæðið reyndist plast í töluverðu magni. Aðspurð um gæði moltunar sem þau sáu í Krýsuvík segir Auður: „Þetta er skárra hérna en þarna niðurfrá, þar sem nýja moltan er, þar sem þetta er mjög slæmt og við sjáum bara heila plastbita. Hérna er greinilega búið að fara yfir þetta en það er samt greinilega plast í þessu.“

Segja ástandið mjög slæmtÞau Pétur og Auður eru lítt hrifin af frammistöðu Terra.

Telur að hreinsunarstarf dugi ekki til að ná öllu plastinu úr moltunni.

Auður segir að ekki sé hægt að hreinsa allt plastið í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík eftirá. „Það er mjög erfitt, segir Auður. 

„Þetta er alls ekki í lagi, en kannski lýsandi fyrir hvernig samfélagið er í erfiðleikum með það að umgangast náttúruna í sínum víðasta skilningi,“ segir Pétur. Aðspurður hvort Terra hafi brugðist rétt við málinu segir Pétur að það sé ekkert eðlilegt við það að setja efni sem inniheldur plast, gler og skrúfur út á víðavang. 

Plast í nýjum förmumVerulegt plast var að finna í nýjum förmum af moltu sem flutt hefur verið á svæðið í Krýsuvík.

Mjög leiðinlegt mál, segir umhverfisráðherra

Stundin ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra í dag vegna málsins, en Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Spurður hvers vegna ekki hefði verið haft betra eftirlit með framkvæmdinni í Krýsuvík svaraði Guðmundur Ingi því til að um vinnslu á úrgangi yfir í vöru giltu ekki Evróputilskipanir hér á landi heldu væri leitað til Umhverfisstofnunar um ráðgefandi álit á starfseminni. Eins og áður hefur verið greint frá gaf Umhverfisstofnun út slíkt ráðgefandi álit sumarið 2018, en að sama skapi er tiltekið í álitinu að stofnuninni sé heimilt að fella það álit úr gildi. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði fyrr í vikunni að engar ákvarðanir hefðu þú verið teknar um slíkt og skoða ætti mál Terra eftir fjölmiðlaumfjöllun um það. Þegar Stundin ræddi við Sigrúnu fyrr í dag var skoðun á málinu ekki hafin hjá stofnuninni.

„Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi“

Guðmundur Ingi segir Terra starfa eftir því ráðgefandi áliti. „Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi. Umhverfisstofnun hefur síðan heimild til að afturkalla álit sitt, telji hún ástæðu til að gera það. Það er hinn formlegi ferill sem þessi mál eru í en auðvitað er það mjög leiðinlegt að mál hafi verið með þessum hætti. Þetta er eitthvað til að læra af, fyrir alla.“

Telur þú að það þurfi að auka eftirlit með þessum úrvinnslufyrirtækjum?

„Í ljósi þess að við erum vonandi að fara að sjá miklu, miklu meiri moltugerð í framtíðinni þá þarf að kanna það. Það sem við eigum náttúrulega að stefna á er að nýta þessi efni til að nota þau í landgræðslu, og ég veit að það hafa verið gerðar tilraunir með nýtingu moltu í landbúnaði líka, þannig að það þarf að passa ofboðslega vel upp á þessa vöru. Þá finnst mér vel koma til greina, og vil gjarnan gera það, að setjast yfir með hvaða hætti við getum tryggt þetta.“

Heppilegra að aðrir sinni eftirliti

Guðmundur Ingi segir jafnframt að verið sé að vinna að breytingum á úrgangslögum sem myndi hafa áhrif hér á. Um er að ræða upptöku á Evrópureglum að stærstum hluta og lagt er til að ákveðnum úrgangsflokkum, þar með talið lífrænt sorp, verði safnað sérstaklega. Með því verði vonandi dregið úr áhættunni á því að aðskotahlutir blandist saman við moltuna, strax í upphafi. „Það breytir því ekki að við þurfum að fylgjast með þessu og það held ég að sé eitthvað sem við verðum að skoða núna í framhaldinu.“

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi“

Telur þú sem umhverfisráðherra að það sé hægt að treysta fyrirtækjum til að sinna eftirliti með sjálfum sér? 

„Það er alltaf þannig að það er heppilegra að það sé einhver annar aðili sem sinnir eftirliti, fer og tekur stikkprufur, eins og er í mörgum öðrum kerfum. Þessi framleiðsla er bara ný af nálinni og við þurfum að læra af þessu. Ég held að það sé verkefnið framundan.“ Rétt er að geta þess hér að samkvæmt svörum frá Terra, hefur fyrirtækið um 30 ára reynslu þegar það kemur að framleiðslu moltu.

Hefur þú eða ráðuneytið spurt Terra hvað hafi farið úrskeiðis? Og ef svo er, eru þær skýringar fullnægjandi?

„Ég átti samtal við forsvarsfólk fyrirtækisins og hlustaði eftir þeirra útskýringum. Þær voru algjörlega þær sömu og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, og svo sem engu við þær að bæta.“

En þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur sagst ætla að ráðast í, eru þær fullnægjandi?

„Mér finnst vera skýrt að fyrirtækið vill bæta fyrir þessi mistök og hef enga ástæðu til annars en að ætla að það geri það.“

Nú fór blaðamaður Stundarinnar aftur í dag upp í Krýsuvík ásamt fulltrúum frá Landvernd til að skoða moltuna. Þegar þau mættu á svæðið var að koma ný sending af moltu upp í Krýsuvík. Þegar blaðamaður og fulltrúar Landverndar fóru að róta í moltunni kom í ljós að þar var plast. Er þetta viðunandi vinnubrögð að þínu mati?

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi.“

Kallar það á einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins?

„Ég myndi telja að það væri á hendi Umhverfisstofnunar að skoða þessi mál.“

Menguð moltaPlast af ýmsu tagi er að finna í moltunni.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu