Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Enn fullt af plasti þrátt fyrir fullyrðingar um hreinsun - Terra bregst við og fjarlægir moltuna

Enn er mik­ið plast að finna á svæði sem Terra dreifði plast­meng­aðri moltu á í Krýsu­vík þrátt fyr­ir að starfs­menn Terra hafi full­yrt að bú­ið sé að hreinsa það. Mik­ið af plasti fannst grunnt of­an í jörð­inni, í um­ræddri moltu. Terra ákvað í gær­kvöldi, eft­ir ábend­ing­ar Stund­ar­inn­ar, að hreinsa alla molt­una burt.

Mikil plastmengun Mikið plast var enn í jörð í Krýsuvík þegar blaðamaður Stundarinnar fór þangað í vettvangsferð, þrátt fyrir að Terra hafi fullyrt að svæðið hafi verið hreinsað. Terra hefur nú hafist handa við að fjarlægja alla plastmenguðu moltuna af svæðinu.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem dreifði plastmengaðri moltu á svæði við Krýsuvík í sumar, hefur sagt að það hafi brugðist við ábendingum þess efnis að plast væri á svæðinu og hafi sent mannskap til að hreinsa það upp. Athuganir Stundarinnar sýna þó að verulegt magn smárra plastagna eru enn á umræddu svæði og þegar grafið er grunnt ofan í moltuna má finna mikið magn af plasti þar, stóru sem smáu.

Þá fann blaðamaður Stundarinnar sem fór á svæðið í gær einnig leyfar af blámáluðum trébrettum, sem höfðu verið tætt niður og notuð í stoðefni við gerð moltunnar. Mjög óæskilegt er að málað timbur sé notað í moltugerð þar eð málningin getur innihaldið ýmis efni sem ekki ættu að berast út í náttúruna.

„Þetta var hálfur plastpoki sem við týndum“

Terra, sem var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins nú rétt á dögunum, dreifði 1.500 rúmmetrum af moltu á um 50 hektara svæði í Krýsuvík, í samvinnu við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Ætlunin var að græða upp gróðursnautt land með moltunni sem gerð er úr lífrænum úrgangi. Moltan var hins vegar menguð af plasti og sagði Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, í samtali við Stundina fyrir helgi að ástæðan hefði verið þekkingarleysi. Hann harmaði mistökin mjög.  

Segjast hafa farið vandlega yfir svæðið

Freyr Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Terra, hefur lýst því að fyrirtækið hafi brugðist við ábendingum um mengunina með því að fara á svæðið og hreinsa það. „Ég fór sjálfur á svæðið, við vorum þar í tvo daga og fórum vel og vandlega yfir svæðið eftir að hafa fengið ábendingu um þetta á Facebook fyrir um tveimur vikum. Við vorum þarna sjö manns, og afraksturinn var nú ekki meiri en svo að þetta var hálfur plastpoki sem við týndum, sem eru nú ekki gríðarleg afköst í plokki. En það var fínt að þessi ábending kom og við bara hreinsuðum svæðið,“ segir Freyr í samtali við Stundina.

Þannig að svæðið er núna hreint?

„Við höfum farið mjög vandlega yfir þetta og reynt að hreinsa allt upp.“

Við sendum blaðamann á svæðið og sá var ekki sammála því að búið væri að hreinsa það. Hann stakk til að mynda niður skóflu og upp með moltunni kom hreinlega alls konar plast, misstórt. Það virðist því vera að þó þið hafið hreinsað það sem var á yfirborði jarðar þá sé ljóst að jörðin undir sé verulega plastmenguð.

Mikið plastruslEins og sjá má er enn mikið plastrusl í moltunni í Krýsuvík.

„Við erum búin að útskýra að þetta er ekki öll moltan, þetta er lítill hluti moltunnar á afmörkuðu svæði og það urðu mistök. Það er klárlega frétt og allt í lagi hjá þér að upplýsa um það og það er klárlega frétt að umhverfisfyrirtæki ársins sé í moltuverkefni og samstarfi með Landgræðslunni og það hafi farið einhver hluti moltunnar á þetta svæði plastmengað. Við höfum gengist við því og beðist afsökunar á því, við höfum reynt að fara þarna á svæðið og skoða og hreinsa þetta upp og við töldum að málinu væri lokið með því. Þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og við fórum þarna upp eftir með nokkrar tegundir af moltu því þetta er vísindaverkefni. Einn hluti moltunnar er grófsigtaður og við setjum meira trjákurl í hana og við treystum bara á að þetta væri gott og þar fór í gegn, því miður plast. Það er bara fínt að upplýsa um það, við erum ekkert yfir gagnrýni hafin og þó við séum eitthvað umhverfisfyrirtæki ársins þá erum við ekkert fullkomin.“

Þess ber að geta að það sem Freyr segir hér að framan er ekki í samræmi við það sem mátti skilja á Arngrími Sverrissyni, rekstrarstjóra Terra, þegar Stundin ræddi við hann fyrir helgi. Arngrímur talaði aldrei í því viðtali um að um lítinn hluta moltunnar hefði verið að ræða. Þá sagði hann að ástæðan fyrir því að svona fór hefði verið að net sem Terra notar til að sía moltuna, og grípa þar með aðskotaefni eins og plast, hefðu verið með of stóra möskvastærð og minnka þyrfti þá möskva.

Málað timbur notað sem stoðefni

Spurður um hversu lítinn hluta moltunnar væri þá að ræða svaraði Freyr:

„Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég get alveg sagt það að þetta nær ekkert yfir allt svæðið.“

Vitið þið þá hvar henni var dreift, þessum ákveðna hluta?

„Já, við vitum nákvæmlega hvar henni var dreift og fórum þangað.“

Er þá ekki ástæða til þess að fjarlægja þá moltu, í ljósi þess að það virðist vera plast um allt í moltunni?

„Við erum búin að fara þarna tvisvar eða eða þrisvar og hreinsuðum eins og við gátum. Mér þykir mjög leitt að heyra að þú hafir fundið eitthvað meira með því að grafa þarna niður.“

Blaðamaður Stundarinnar sem fór á staðinn í gær fann þar leifar af niðurtættum vörubrettum, máluðum með bláu. Slík vörubretti ætti alls ekki að nota til moltuframleiðslu þar eð í málningunni geta verið ýmis þau efni sem óæskilegt er að komist út í náttúruna. Spurður hvort þar hafi líka verið um mistök að ræða svaraði Freyr:

 „Þetta er gömul molta þar sem þetta var gert, en núna og síðastliðin ár höfum við eingöngu notað garðaúrgang og tré sem stoðefni. Þetta er akkúrat þessi litli hluti moltunnar sem ég er að tala um.“

Geturðu þá ekki sagt mér hversu mikill hluti þessara 1.500 rúmmetra af moltu sem þarna var dreift er þessi litli hluti moltunnar sem var mengaður, ýmist af bláum brettum eða plasti?

„Ég get ekki skotið á töluna núna en þetta er lítill hluti moltunnar, á afmörkuðu svæði.“

Hyggist þið bregðast á einhvern hátt við því að í jarðveginum hafi fundist töluvert magn plasts?

„Tókuð þið margar prufur, mörg sýni? Það er mjög erfitt að svara þessu.“

En tókuð þið sjálfir sýni og prufur úr jarðveginum?

„Ég get bara ekki alveg svarað þessu. Ég verð bara að sjá þetta og skoða þetta til að geta brugðist við þessu.“

En aftur, ættuð þið ekki að fjarlægja þessa plastmenguðu moltu af svæðinu?

„Ef þið hafið fundið meira plast þá þætti mér vænt um að þið mynduð vísa mér á staðinn og við bara bregðumst við því og hreinsum það upp.“

Ég verð að fá að ítreka þetta, er ekki ljóst að moltan sjálf, jarðefnið, er allt plastmengað og þarf ekki að fjarlægja hana fyrir vikið, þennan hluta?“

„Hún er ekkert öll plastmenguð.“

Nú, en vorum við ekki að ræða að svo væri áðan?

„Ef það er einhver hluti þarna sem er enn óhreinn þá þarf að fara og hreinsa það betur og við munum sannarlega gera það. Það þarf ekkert að fjarlægja moltuna, við förum bara og hreinsum svæðið eins vel og við getum. Það er ekkert mál að fara þarna og plokka og tína þetta, það er það sem við gerðum.“

Er ekki augljóst að það er alls konar plast í moltunni sjálfri? Þarf þá ekki að fjarlægja hana?

„Það er mjög erfitt að fjarlægja alla moltuna, við getum alveg farið þarna upp eftir og hreinsað til eins og við höfum verið að gera.“

Já, en vandinn er sá að ef tilfellið er að það komi alltaf upp plast ef maður stingur niður skóflu þá er plastið þarna ofan í jörðinni með tilheyrandi mengun af, ekki satt?

„Þá er það bara vísbending um að við þurfum að fara þarna upp eftir og hreinsa betur og fara með hrífur og við gerum það þá bara. Takk fyrir ábendinguna.“

Segir lærdómsríkt að gera mistök

Freyr segir að hjá Terra þyki fólki mjög vænt um verkefnið og það sé mikilvægt. „Okkur þykir mjög vænt um þetta tilrauna og rannsóknarverkefni með Landgræðslunni. Þetta er mikilvægt verkefni til að fara að nota moltu og lífrænan áburð til landgræðslu og skógræktar. Við viljum að það takist, það hefur ákveðið fordæmisgildi þannig að við munum gera allt til að hreinsa upp svæðið.

„Stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki?“

Þetta hefur aldrei áður komið fyrir hjá okkur, í þrjátíu ára sögu moltuframleiðslunnar. Við höfum sett moltu í önnur landgræðsluverkefni, það er búið kaupa af okkur moltu, við höfum verið að gefam moltu til skógræktenda og aldrei áður hefur komið svona kvörtun.“

Finnst ykkur það þá bera ykkur gott vitni að það hafi komið upp í þessu mikilvæga verkefni?

„Það er mjög miður að þetta hafi gerst og við förum ekkert í grafgötur með það. Við gerðum mistök, þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og þarna fór ákveðinn hluti út sem ekki átti að fara út. Ákveðinn fasi í tilrauninni mistókst skulum við segja, eða það voru gerð mistök í ákveðnum hluta rannsóknarinnar, og stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki? Þá vitum við hvað við getum gert betur.“

Fundu plast og ætla að fjarlægja moltuna

Freyr Eyjólfsson hafði aftur samband við blaðamann eftir fyrra samtal og upplýsti að hann hefði farið að nýju í vettvangsferð í Krýsuvík. Í þeirri vettvangsferð hefði komið í ljós að skoðun blaðamanns Stundarinnar kom heim og saman, mikið plast væri enn í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík. Það væri mjög miður og því hefði verið brugðist við og Terra hafið frekari og umfangsmeiri hreinsun.

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum. Yfirborđshreinsun er búin ađ vera í gangi og mun halda áfram. Þetta verður mikil vinna og við verðum í þessu næstu daga. Við ætlum að hreinsa þetta upp og flytja þetta burtu. Við viðurkennum að við gerðum þarna mistök og ætlum bara að bæta fyrir það. Terra mun taka þetta svæđi í fóstur og fara reglulega yfir svæđiđ í allan vetur og næsta vor og tryggja þađ allt komist í gott ástand,“ sagði Freyr. Hann upplýsti einnig að mengaða moltan hefði verið um fimmtungur af þeirri moltu sem dreift var í Krýsuvík og hefði verið dreift á tvö svæði.  

Hreinsunarstarf hafiðTerra brást í gærkvöldi við, eftir að blaðamaður ræddi við Frey Eyjólfsson, og fóru á svæðið í Krýsuvík í vettvangsskoðun. Þá kom í ljós mikið plast í moltunni sem dreift var á svæðinu og hófst fyrirtækið handa við að fjarlægja hana.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
1
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
2
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
3
Fréttir

RÚV rak frétta­mann sem átti í deil­um um launa­greiðsl­ur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri seg­ir að deil­ur séu uppi um túlk­un á kjara­samn­ingi. Fleiri en einn frétta­mað­ur eigi í þeirri kjara­deilu og hún hafi ekk­ert með upp­sagn­ir að gera. Fé­lag frétta­manna gagn­rýn­ir nið­ur­skurð á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
4
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.
Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
5
Fréttir

Formað­ur Lækna­fé­lags­ins seg­ir Will­um flytja „trump­isk­ar fals­frétt­ir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.
Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar
6
Fréttir

Gjald­þrot Capacent hef­ur áhrif á starf­semi Trygg­inga­stofn­un­ar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.
Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
7
FréttirCovid-19

And­víg­ur grímu­skyldu og vill „hjálpa“ öðr­um

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.

Mest deilt

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
1
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
2
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
3
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.
Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
4
FréttirCovid-19

And­víg­ur grímu­skyldu og vill „hjálpa“ öðr­um

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.
Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
5
Fréttir

Formað­ur Lækna­fé­lags­ins seg­ir Will­um flytja „trump­isk­ar fals­frétt­ir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
6
FréttirHópsýking á Landakoti

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.
Alvarlegt að ekki sé vitað hvar íslenskt plast endar
7
Viðtal

Al­var­legt að ekki sé vit­að hvar ís­lenskt plast end­ar

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra svar­ar fyr­ir mis­bresti í end­ur­vinnslu plasts og glers á Ís­landi. Hann kall­ar eft­ir ít­ar­legri skoð­un á end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu plasts í kjöl­far um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar sem sýn­ir ágalla á töl­fræði um end­ur­vinnslu og vill­andi upp­lýs­ing­ar um af­drif plasts. „Ég tel að það þurfi um­bylt­ingu í úr­gangs­mál­um á Ís­landi,“ seg­ir hann.

Mest lesið í vikunni

Sigríður Andersen segir ekki óeðlilegt að gamalt fólk deyi úr „kvefi“
1
FréttirCovid-19

Sig­ríð­ur And­er­sen seg­ir ekki óeðli­legt að gam­alt fólk deyi úr „kvefi“

Fyrr­um dóms­mála­ráð­herra sagði mik­ið gert úr frétt­um af and­lát­um á Landa­koti á streymisvið­burði sam­tak­ana Út úr kóf­inu. Sig­ríð­ur sagði einnig að um­ræðu vanti um tak­mörk mann­legs lífs.
Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið
2
Viðtal

Vill tæki­færi til að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lag­ið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.
Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
3
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
4
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Karl Th. Birgisson
5
Pistill

Karl Th. Birgisson

Um sam­fé­lags­lega ábyrgð Hall­dórs og Dav­íðs

Vilja fyr­ir­tæk­in í land­inu græða á veirukrepp­unni? Von­andi sem fæst, en sum þeirra hafa sann­ar­lega reynt. Og ekki síð­ur sam­tök þeirra. Á kostn­að rík­is­ins og starfs­fólks.
RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
6
Fréttir

RÚV rak frétta­mann sem átti í deil­um um launa­greiðsl­ur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri seg­ir að deil­ur séu uppi um túlk­un á kjara­samn­ingi. Fleiri en einn frétta­mað­ur eigi í þeirri kjara­deilu og hún hafi ekk­ert með upp­sagn­ir að gera. Fé­lag frétta­manna gagn­rýn­ir nið­ur­skurð á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.
Ég var alltaf með samviskubit
7
ViðtalSögur af einelti

Ég var alltaf með sam­visku­bit

Dav­íð Þór Jóns­son, sókn­ar­prest­ur Laug­ar­nes­kirkju, var lagð­ur í einelti í nokk­ur ár í grunn­skóla. Hann ákvað á unglings­ár­un­um að ganga til liðs við gerend­urna til að sleppa við einelt­ið og fór að leggja í einelti. Þetta allt hafði mik­il áhrif á hann.

Mest lesið í mánuðinum

Svona dreifist veiran í lokuðu rými
1
GreiningCovid-19

Svona dreif­ist veir­an í lok­uðu rými

Lík­urn­ar á því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni eru marg­falt meiri í lok­uðu rými en ut­an­dyra en erfitt get­ur ver­ið að átta sig á hversu mikla nánd þarf til og hversu mikl­ar lík­urn­ar eru á smiti. Eft­ir­far­andi sam­an­tekt er byggð á allra nýj­ustu upp­lýs­ing­um frá vís­inda­mönn­um og heil­brigð­is­yf­ir­völd­um á Spáni og er hér end­ur­birt með góð­fús­legu leyfi dag­blaðs­ins El País.
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
2
Fréttir

Leita svara vegna dul­ar­fulls and­láts í Mos­fells­bæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“
Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“
3
FréttirCovid-19

Fyrstu covid-mót­mæl­in á Ís­landi: „Segj­um nei við bólu­efni“

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an kom sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla sótt­varn­ar­að­gerð­um gegn Covid-19-far­aldr­in­um.
Heilunin snerist upp í andhverfu sína
4
Reynsla

Andrea Hauksdóttir

Heil­un­in sner­ist upp í and­hverfu sína

Andrea Hauks­dótt­ir leit­aði í óhefð­bundn­ar að­ferð­ir og of­skynj­un­ar­efni til að vinna úr af­leið­ing­um fíkn­ar og áfalla. Mað­ur­inn sem hún treysti til að leiða sig í gegn­um þetta ferli reynd­ist henni hins veg­ar verr en eng­inn, seg­ir hún. Þeg­ar þau slitu sam­skipt­um var hún dof­in, nið­ur­brot­in og barns­haf­andi að tví­bur­um sem hún ætl­aði sér ekki að eign­ast. Kór­ónu skamm­ar er tyllt á höf­uð kvenna, seg­ir hún, um druslu- og þung­un­ar­rofs­skömm.
Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
5
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.
Stórskuldugur, landflótta og lögsóttur: Það sem gæti beðið Trumps eftir valdaskiptin
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2020

Stór­skuldug­ur, land­flótta og lög­sótt­ur: Það sem gæti beð­ið Trumps eft­ir valda­skipt­in

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á yf­ir höfði sér fjölda lög­sókna og jafn­vel op­in­ber­ar ákær­ur sak­sókn­ara eft­ir að hann læt­ur af embætti. Þá skuld­ar hann mörg hundruð millj­ón­ir doll­ara sem þarf að greiða til baka á næstu ár­um og gæti þurft að selja stór­an hluta eigna sinna.
Skammaði starfsfólk fyrir grímuskyldu: „Þá verður að kalla til lögreglu“
7
FréttirCovid-19

Skamm­aði starfs­fólk fyr­ir grímu­skyldu: „Þá verð­ur að kalla til lög­reglu“

„Þetta er svo mik­ið kjaftæði,“ sagði Víð­ir Reyn­is­son við því að fólk þrá­ist við að nota grím­ur. Sama dag birti mað­ur mynd­band af sér í Bón­us þar sem hann sýndi dóna­skap vegna grímu­skyldu. Guð­mund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, seg­ir að ef fólk taki ekki rök­um verði að kalla til lög­reglu. Allt að 100 þús­und króna sekt get­ur varð­að við brot­um gegn notk­un á and­lits­grím­um.

Nýtt á Stundinni

DIEGO MARADONA (1960-2020)
Blogg

Stefán Snævarr

DIEGO MARA­DONA (1960-2020)

Rétt í þessu bár­ust þær frétt­ir að Diego Mara­dona hefði lát­ist úr hjarta­áfalli. Flest­ir þekkja sög­una um þenn­an litla arg­entíska strák sem fædd­ist  í fá­tækra­hverfi og sýndi ótrú­lega knatt­spyrnu­hæfi­leika þeg­ar á barns­aldri. Hann þótti of ung­ur til að fá að vera með í sig­urliði Arg­entínu í HM 1978 en tók þátt í 1982 við lít­inn orðstír. Nokkru síð­ar flutti hann...
Hvít blá fjöll
Mynd dagsins

Hvít blá fjöll

Það var fal­legt í Bláfjöll­um í morg­un (him­in­inn er ekki photosjopp­að­ur - var svona). Ekki er vit­að hvenær skíða­svæð­ið get­ur opn­að, ekki vegna snjó­leys­is held­ur vegna veirunn­ar sem herj­ar á heims­byggð­ina. Í fyrra var op­ið í Bláfjöll­um í 57 daga og mættu sam­tals rúm­lega 80.000 á svæð­ið. Þeg­ar mest gekk á mættu 6.000 manns á ein­um degi, þá auð­vit­að bæði í lyft­urn­ar og á göngu­skíða­svæð­ið sem hef­ur aldrei ver­ið vin­sælla en síð­ast­lið­inn vet­ur. Enda til fyr­ir­mynd­ar á all­an hátt.
Víðir Reynisson greindist með Covid
FréttirCovid-19

Víð­ir Reyn­is­son greind­ist með Covid

Yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, Víð­ir Reyn­is­son, hef­ur nú ver­ið greind­ur með Covid-19.
Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
FréttirCovid-19

And­víg­ur grímu­skyldu og vill „hjálpa“ öðr­um

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHópsýking á Landakoti

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.
Jón Kalman og Fjarvera þín er myrkur
StreymiMenning á miðvikudögum

Jón Kalm­an og Fjar­vera þín er myrk­ur

Jón Kalm­an Stef­áns­son les úr nýrri skáld­sögu sinni, Fjar­vera þín er myrk­ur, og spjall­ar um hana við Maríönnu Clöru Lúth­ers­dótt­ur, bók­mennta­fræð­ing og leik­konu. Streym­ið er á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi og hefst klukk­an 12:15.
Upplýsingafundur Almannavarna: Velferð og atvinnumál
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Upp­lýs­inga­fund­ur Al­manna­varna: Vel­ferð og at­vinnu­mál

Rögn­vald­ur Ólafs­son að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn stýr­ir fund­in­um, en gest­ir verða Regína Ást­valds­dótt­ir, svið­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, og Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. Streym­ið hefst klukk­an 11.
Risastór járnklumpur en ekki íshnöttur yfir Tunguska 1908? Var siðmenningin í stórhættu?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Risa­stór járnklump­ur en ekki ís­hnött­ur yf­ir Tunguska 1908? Var sið­menn­ing­in í stór­hættu?

Nýj­ar rann­sókn­ir rúss­neskra vís­inda­manna gefa til kynna að járnklump­ur 200 metr­ar í þver­mál hafi strok­ist við and­rúms­loft Jarð­ar yf­ir Síberíu 1908. Mik­il spreng­ing varð þar sem heit­ir Tunguska, en hing­að til hef­ur ver­ið tal­ið að þarna hafi ísklump­ur sprung­ið. Ef járn­steinn­inn hefði náð til Jarð­ar hefði það vald­ið ótrú­leg­um hörm­ung­um.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
213. spurningaþraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brother
Þrautir10 af öllu tagi

213. spurn­inga­þraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brot­her

Þraut­in frá í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Kon­an á mynd­inni varð móð­ir á síð­asta ári og hef­ur ýmsu að sinna af þeim sök­um, en á und­an­förn­um vik­um hef­ur líka kom­ið í ljós að póli­tísk áhrif henn­ar í heimalandi sínu eru meiri en menn höfðu áð­ur gert sér grein...
Leitið og þér munuð finna
Mynd dagsins

Leit­ið og þér mun­uð finna

Lög­reglu­mað­ur­inn Guð­mund­ur Fylk­is­son hef­ur und­an­far­in sex ár gegnt því erf­iða starfi að finna börn og ung­menni sem týn­ast. Það eru um 250 mál á ári sem koma inn á borð til hans og flest leys­ast þau far­sæl­lega. Á föstu­dag­inn fékk hann úr hendi For­seta Ís­lands við­ur­kenn­ingu Barna­heilla - Sa­ve the Children, fyr­ir störf sín í þágu barna og ung­menna í vanda. „Þetta er dag­vinna, frá átta á morgn­anna til sjö fimm­tíu­ogn­íu dag­inn eft­ir. Mað­ur þarf oft að hafa skjót­ar hend­ur, og sím­ann minn þekkja þau flest - hann er alltaf op­inn. Fyr­ir þau sem ekki vita er núm­er­ið: 843 1528," sagði Guð­mund­ur og rauk af stað.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.