Áhrifaríkustu aðgerðirnar falla ekki undir skuldbindingar Íslendinga
Um sextíu prósent losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er tilkomin vegna landnotkunar sem ekki fellur undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að draga úr losun. Helstu leiðir til að draga þar úr væru aukin skógrækt og endurheimt votlendis. Áhrifamesta aðgerðin til að draga úr losun á ábyrgð Íslands væri að loka stóriðjum og fara í orkuskipti í samgöngum.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Gögn úr Pandóruskjölunum sýna að Bernard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnarisanum á meðan sótt var að fyrirtækinu fyrir að menga grunnvatn á Ítalíu og í Bandaríkjunum.
Fréttir
Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Reykjanesbær hefur ákveðið að flýta endurnýjun á vatnslögnum í Háaleitisskóla á Ásbrú, þar sem Stundin mældi blýmengun í drykkjarvatni í síðasta mánuði. Bæjarstjórinn og skólastjórinn segja aðgerðirnar ekki tengjast umfjöllunar Stundarinnar. „Þær framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir bæjarstjórinn.
Rannsókn
Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Sýni sem Stundin tók sýndi meira en níu sinnum meira magn þungmálmsins nikkels en leyfilegt er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Viðtal
Alvarlegt að ekki sé vitað hvar íslenskt plast endar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrir misbresti í endurvinnslu plasts og glers á Íslandi. Hann kallar eftir ítarlegri skoðun á endurnýtingu og endurvinnslu plasts í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar sem sýnir ágalla á tölfræði um endurvinnslu og villandi upplýsingar um afdrif plasts. „Ég tel að það þurfi umbyltingu í úrgangsmálum á Íslandi,“ segir hann.
Fréttir
Terra dreifir enn plastmengaðri moltu í Krýsuvík - Gler og skrúfur í efninu
Nýjir farmar af moltu sem Terra hefur flutt í Krýsuvík reyndust mengaðir af plasti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það ekki viðunandi. Hann segir jafnframt að koma þurfi á eftirliti með moltugerð. Stjórnarmaður í Landvernd segir ekkert eðlilegt við það að setja efni sem inniheldur plast, gler og skrúfur út á víðavang.
Fréttir
Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“. Terra dreifði mörgum tonnum af plastmengaðri moltu í Krýsuvík í sumar. Vankunnátta á eigin ferlum var ástæða þess. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir Terra hafa gefið sér greinargóðar skýringar.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Plastleyndarmál Íslands
Tölur um endurvinnslu á plasti íslenskra neytenda eru sagðar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Stór hluti þess er brenndur af umdeildu sænsku fyrirtæki. Plastmengun er mikil á ströndum Íslands og vísbendingar eru um að veiðarfæri séu skilin eftir í hafi eða urðuð.
Fréttir
„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna
1.500 rúmmetrar af moltu sem fyrirtækið Terra dreifði til uppgræðslu í Krýsuvík voru allir plastmengaðir. Plast og rusl mátti sjá vítt og breitt um svæðið. Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“ fyrr í mánuðinum. Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, segist taka málið mjög nærri sér.
Fréttir
Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
Fimm manna fjölskylda á Hofsósi hraktist að heiman í byrjun desember og hefur enn ekki treyst sér til að snúa til baka vegna bensínlyktar. N1 neitar að staðfesta hversu mikið magn hefur lekið úr tanki fyrirtækisins.
Fréttir
Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu
Samkvæmt New York Times var tvöfalt meira magn svifryks í loftinu á gamlárskvöld í Reykjavík en við skæðustu skógarelda í sögu Kaliforníu sem geisuðu í fyrra. Versti klukkutíminn var verri en í Beijing. Fjórar milljónir létust á heimsvísu árið 2015 vegna mengunarinnar.
Þekking
Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins
Umræðan um örplast skýtur reglulega upp kollinum. Nú er ljóst að þessar litlu plastagnir er að finna á dýpstu svæðum hafsins sem og í líkömum okkar sjálfra og er alls óvíst að okkur takist að leysa vandamál sem því fylgja.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.