Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur óskað eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, til þess að ræða afdrif íslensks plasts, endurvinnslu og önnur málefni sjóðsins, í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar. Þá hefur hann ákveðið að endurskoða sérsamning við sjávarútveginn sem veitir undanþágur frá kröfum um endurvinnslu.
Hvað verður um allt plastið?
Í síðasta tölublaði Stundarinnar var fjallað um að íslensk endurvinnslufyrirtæki senda mikið magn af plasti til sænska fyrirtækisins Swerec. Það fyrirtæki hefur verið undir rannsókn hjá lögregluembættum í þremur ríkjum ásamt því að tengjast einu stærsta umhverfisslysi í sögu Lettlands þegar yfir 23 þúsund tonn af plasti brunni á ólögmætu geymslusvæði. Þá þurfti fyrirtækið einnig að greiða háar skaðabætur vegna eins stærsta svindls í sögu endurvinnslu í Svíþjóð, en fyrirtækið sagðist vera að endurvinna allt að 80% af öllu plasti sem það fékk til sín. Raunin var hins vegar allt önnur og kom í ljós eftir rannsókn norska ...
Athugasemdir