Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jörðin eftir endalok mannkynsins, formleysi og búrlesk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 10.-30. júlí.

Jörðin eftir endalok mannkynsins, formleysi og búrlesk

Solastalgia

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 10. júlí–30. september
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Gestir úr óþekktri framtíð ganga inn í 250 fermetra innsetningu með höfuðbúnað sem heimilar þeim að sjá gagnaukinn veruleika (e. augmented reality) og kanna jörðina eftir endalok mannkyns þar sem dularfullt stafrænt ský, sem knúið er áfram af undarlegri vél, er það eina sem eftir stendur. Á meðan að gestir ganga um plánetuna þar sem mosi, brak, rústir og steingervingar hafa numið land birtast vofur mannfólks allt í kring og tjá hin gleðiríku, djúpstæðu og grimmu augnablik tilverunnar um alla eilífð. Innsetningin er eftir alþjóðlegt teymi listamanna úr ýmsum greinum leidda af þeim Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud. Mælt er með því að panta miða fyrirfram á netinu þar sem aðeins tíu manns geta skoðað hana í einu.

Lokahóf post-dreifingar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 11. júlí kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listræna kollektífið post-dreifing hefur verið með yfirtöku á Klúbbi Listahátíðar í Reykjavík og haldið fjölmarga þrusugóða og líflega tónleika, en þessi viðburður er sá síðasti í seríunni. Fram koma indírokkararnir í Skoffín, pönk-þríeykið Gróa, danska rafsveitin ZAAR, lágstemmda og tilraunakennda tríóið Dymbrá og fleiri.

Dömur og herra daðra af jaðrinum

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 11. júlí kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Búrlesk-hópurinn Dömur og herra hefur haslað sér völl á Íslandi með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum. Þetta er í 20. sinn sem hópurinn blæs til sýningar, með það að markmiði að bæta, hressa og kæta. Grín og fögnuður yfir líkamanum og undrum hans eru ofarlega á baugi í sýningunni.

Bíó Tvíó í beinni

Hvar? Röntgen
Hvenær? 15. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í hlaðvarpinu Bíó Tvíó rýna Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson í íslenskar kvikmyndir, en þátturinn hefur verið í gangi í tæp fjögur ár. Þáttur #180 fjallar um Stella í framboði frá 2002 sem var nýverið sýnd á RÚV, en áhorfendum býðst að vera viðstaddir og taka þátt er hann er tekinn upp.

Iceland Documentary Festival 2020

Hvar? Bíóhöllinni, Akranesi
Hvenær? 15.–19. júlí
Aðgangseyrir: 0–13.500 kr.

IceDocs er haldin í annað skiptið en á henni verða yfir 20 heimildarmyndir frá öllum heimshornum sýndar. Myndunum verður varpað í Bíóhöllinni, sem er með eldri og fallegri bíóhúsum landsins. Einnig verður til boðs fjölbreytt dagskrá af barnaviðburðum, tónleikum, pöbb kvissum og margt fleira. Frítt er á opna viðburði og í bíó.

Bríet

Hvar? Café Flóra
Hvenær? 17. júlí kl. 20.00 & 22.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Þúsaldarkynslóðapoppstjarnan BRíET hefur verið afkastamikil í dægurtónlistarlífi þjóðarinnar síðustu tvö ár og haldið dúndurtónleika á flestum hátíðum og tónleikastöðum landsins. Búast má við slíku á þessum nánu viðburðum sem fara fram tvisvar sama dag á Café Flóru í Grasagarði Reykjavíkur. Bríet kemur fram ásamt hljómsveit.

Special-K

Hvar? Mengi
Hvenær? 17. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Með bakgrunn í myndlist og klassískum píanóleik skapar Katrín Helga Andrésdóttir heim með ólíkum miðlum eins og tísku, myndum og textum í sólóverkefninu sínu Special-K. Heim þar sem há- og lágmenning mætast í post-internet fagurfræði, flóknum hljómasamböndum og amatör blokkflautusólóum. Þar kannar hún depurð og einmanaleika af fullri og engri alvöru.

Litla Eistnaflug

Hvar? Spot
Hvenær? 17. & 18. júlí
Aðgangseyrir: 6.900 kr.

Eins og flestar tónlistarhátíðir sumarsins féll Eistnaflug niður, en skipuleggjendur deyja ekki ráðalausir. Þess í stað efna þeir til rokkveislu með mörgum af efnilegustu sveitunum sem hefðu komið fram á hátíðinni. Má þar nefna til dæmis The Vintage Caravan, Une Misère, Misþyrming, Rock Paper Sister, Volcanova, Alchemia og Grafnár.

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 22. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson eru sjóaðir flytjendur sem hafa komið víða við. Í fyrra héldu þau vel sótta tónleika í Norræna húsinu og ætla þau að endurtaka leikinn. Ólöf er einstök söngkona, lagasmiður og fjölhæfur hljóðfæraleikari. Skúli er skapandi bassaleikari og hefur samið fjölda óvenjulegra tónverka.

Shapeless Vibrations

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 26. júlí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari samsýningu Claire Paugam og Valgerðar Ýrar Magnúsdóttur er til sýnis innsetning þar sem formleysið er kannað. Hið formlausa er síbreytilegt, óskýrt og erfitt að fanga. Allt sem lifir mun óhjákvæmilega rýrna og missa form sitt. Formleysa er inngangur inn í hið óþekkta, hlið á umhverfi okkar sem forðast að fara eftir reglum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár