Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar Mið­flokks­ins lýsa áhyggj­um sín­um af upp­gangi po­púl­isma í er­indi til Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Mið­flokk­ur­inn fell­ur að skil­grein­ing­um um po­púl­ista­flokka.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
Hafa áhyggjur af popúlisma Þau Tómas Ellert og Vigdís lýsa í erindi sínu áhyggjum af uppgangi popúlisma. Miðflokkurinn sjálfur uppfyllir hins vegar hefðbundnar skilgreiningar um popúlistaflokka og þau Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, uppfylla líka skilgreiningar sem popúlískir leiðtogar.

Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins hafa áhyggjur af uppgangi popúlisma og að ekki sé gætt að lýðræðislegum sjónarmiðum og valddreifingu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðflokkurinn sjálfur ber hins vegar greinilega merki popúlistaflokka og vitna rannsóknir þar um.

Sveitarstjórnarfulltrúarnir Tómas Ellert Tómasson, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hafa sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga  erindi þar sem þau grennslast fyrir um störf starfshóps um endurskoðun á samþykktum sambandsins. Vísa þau til þess að eftir landsþing sambandsins í september 2018 hafi nokkrir þingfulltrúa lýst vonbrigðum sínum með hvernig staðið væri að kjöri í stjórn og til formennsku í sambandinu. „Mátti skilja á máli þeirra að um andlýðræðisleg vinnubrögð væri að ræða af hálfu yfirstjórnar sambandsins sem væru í engum takti við þá stefnu sem sambandið sjálft boðar, á tyllidögum,“ segir í erindi Miðflokksfólksins.

Í framhaldinum var samþykkt að ný stjórn sambandsins skipaði starfshóp til að endurskoða samþykktir þess er lúta að kosningu til stjórnar og embættis formanns. Var sá hópur skipaður undir lok árs 2018 og átti að ljúka störfum um síðustu áramót. Fara þau í erindi sínu fram á svör við því hvort gætt hafi verið að lýðræðislegum sjónarmiðum við skipan starfshópsins, hverjir skipi hann, hvort vinnu hans sé lokið og hvar og hvenær niðurstaða vinnunnar verði kynnt.

Taka undir áhyggjur framkvæmdastjóra ÖSE

Í erindi sínu vísa þau Vigdís og Tómas Ellert til viðtals við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), í Kastljósi Ríkisútvarpsins 9. janúar síðastliðinn. Í erindi Miðflokksfólks segir að Ingibjörg Sólrún hafi í því viðtali sagt að vaxandi stuðningur við popúlistaflokka í Evrópu væri áhyggjuefni þar sem hugmyndir um valddreifingu og málamiðlanir væru á undanhaldi. Miðflokksfólk segir að það taki undir orð og áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar og því óski þau svara um störf starfshópsins.

„Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu“

Í viðtalinu sagði Ingbjörg Sólrún ennfremur að fram væri að koma ný hugmynd um lýðræði sem fælist í því að hinir sterku væru sigurvegarar, að þeir tækju til sín allt vald í stað þess að deila því og gera málamiðlanir. „Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu. Sagan segir okkur að þar er mikil hætta á ferðum vegna þess að því meiri pólariseringu því meiri andúð sem við ölum á í samfélaginu þeim mun líklegra er að átök brjótist út.“

Miðflokkurinn er popúlistaflokkur

Í ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian frá því í nóvember 2018, um uppgang popúlistaflokka í Evrópu, er Miðflokkurinn sjálfur skilgreindur sem popúlistaflokkur. Meðal þeirra sem aðstoðuðu Guardian við greininguna voru Ólafur Þ. Harðarsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Hulda Þórisdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild sama skóla. Í umræddri umfjöllun eru popúlistaflokkar skilgreindir á nokk hefðbundinn hátt innan stjórnmálafræði, að popúlistaflokkar aðhyllist þá hugmyndafræði að samfélög skiptist í tvær andstæðar fylkingar, hreinlynt fólk annars vegar og spillta elítu hins vegar. Popúlistaflokkar halda þá á lofti þeirri skoðun að stjórnmál eigi að snúast um almannavilja en ekki elítisma.

„Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað“

Í lokaritgerð Daða Ómarssonar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá því í júní 2019 er fjallað um popúlisma í íslenskum stjórnmálum. Þar segir meðal annars: „Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað enda er flokkurinn að mörgu leyti hugarfóstur formannsins.“ Þá er það niðurstaða Daða að skipulag og orðræða flokksins falli vel að skilgreiningu á popúlisma.

Blaðamaðurinn Gabríel Benjamin hefur undanfarin tvö ár unnið að rannsókn á hugtakinu popúlisma sem hluta af meistaraverkefni sínu í heimspeki við Háskóla íslands. Í grein sem birtist í Stundinni í júní 2018 lýsir hann þeim niðurstöðum sem hann hafði komist að, meðal annars því að Miðflokkurinn sé stærsta popúlíska hreyfing Íslands. Þá er það niðurstaða Gabríels að Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, beri öll einkenni popúlísks leiðtoga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
8
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
10
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár