Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
Fréttir
Gagnrýna kostnaðinn við bílastæða-app
Allt að 95 krónur leggjast ofan á hvert bílastæðagjald ef EasyPark appið er notað í stað stöðumæla. Borgarfulltrúar segja þetta búa til vandamál og kostnað fyrir notendur.
Fréttir
Strætó hefur ekki trú á metani sem orkugjafa
Aðeins tveir metanvagnar hafa verið keyptir frá árinu 2010. Strætó veðjar á rafmagnsvagna. Vigdís Hauksdóttir telur málið lykta af spillingu en meirihlutinn í borgarráði segir hana setja fram furðulegar dylgjur um samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum.
Fréttir
Gagnrýnir hvað borgin rukkar lága leigu: „Þetta eru verðmætar eignir“
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að lágt leiguverð á eignum borgarinnar til fyrirtækja í samkeppnisrekstri brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins um opinberan stuðning.
Fréttir
Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kvartar áfram yfir að skrifstofustjóri sitji fundi sem hún er viðstödd. „Það er ekki sæmandi borgarfulltrúa sem er í valdastöðu að ráðast ítrekað að einni manneskju,“ segir meirihlutinn.
Fréttir
Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Borgarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir Strætó fyrir að birta auglýsingar Ljósmæðrafélagsins á strætisvagni.
Fréttir
„Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga“
Stofnleiðir hjólastíga sem flytja munu fólk í og úr vinnu og skóla á höfuðborgarsvæðinu eru fjármagnaðar með 8,2 milljörðum úr samgöngusáttmála. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er andvíg því að borgin fái fjármuni frá ríkinu til að leggja hjólastíga.
Fréttir
Gísli Marteinn segir ummæli Vigdísar ósmekkleg í ljósi banaslyss
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir það „hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“ að strætó hægi á umferð með nýrri biðstöð við Geirsgötu. Borgarfulltrúi Pírata segir öryggi hjólreiðamanna vera sett í forgang og umferðina eiga að vera hæga um götuna.
FréttirKlausturmálið
Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“
Vigdís Hauksdóttir segir Reykjavíkurborg hafa styrkt málþing Báru Halldórsdóttur til að koma höggi á pólitíska andstæðinga meirihlutans, flokkssystkin sín í Miðflokknum.
Fréttir
Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara áreita sig og ögra sér svo að um einelti sé að ræða.
Fréttir
Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu
Reykjavíkurborg styrkir tónlistarhátíðina Secret Solstice um 8 milljónir í ár. Nýir rekstraraðilar eru tengdir þeim fyrri, sem hljómsveitin Slayer hefur stefnt. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi segist tilbúin í málaferli vegna ummæla sinna um rekstraraðilana.
Fréttir
Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lýsa áhyggjum sínum af uppgangi popúlisma í erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðflokkurinn fellur að skilgreiningum um popúlistaflokka.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.