Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Í svör­um Sam­herja hf. er ljóst að fé­lag­ið reyn­ir að fjar­lægja sig frá er­lendri starf­semi út­gerð­ar­inn­ar sem rek­in er í sér­stöku eign­ar­halds­fé­lagi. Svo virð­ist sem eng­um banka­reikn­ing­um Sam­herja hf. og tengdra fé­laga hafi ver­ið lok­að í DNB bank­an­um norska.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi
Reyna að fjarlægja sig Namibíu Í svörum Björgólfs Jóhannssonar kemur fram að forstjórinn starfandi telji erlenda starfsemi útgerðarfélagsins, utan Færeyja, sé ekki lengur hluti af starfsemi Samherja eftir uppskiptingu Samherja hf. í tvennt í fyrra. Mynd: mbl/Árni Sæberg

Esja Seafood Limited, félag í eigu Samherja sem greiddi hálfan milljarð króna í mútur til skúffufélags James Hatuikulipi í Dubaí í skiptum fyrir hestamakrílskvóta, er ennþá viðskiptavinur norska DNB bankans. Félagið er með bankareikning í DNB sem notaður var til að millifæra féð til Dubaí-félagsins Tundavala Investments Limited. 

Í tölvupósti með svörum til Stundarinnar frá ritara starfandi forstjóra Samherja, Björgólfs Jóhannssonar, segir um starfsemi Esju Seafood í gegnum DNB bankann. „Nei, samkvæmt fyrirspurn okkar til stjórnenda Esju Seafood Ltd hefur reikningum félagsins ekki verið lokað.“

Norska blaðið Dagens Næringsliv hefur beint spurningum um núverandi viðskipti Samherja í DNB til upplýsingafulltrúa norska bankans og velt upp spurningum um hvort Samherjamálið í Namibíu, og fjármagnsflutningar Samherja í gegnum bankareikninga í DNB, hafi haft einhver áhrif á viðskiptasamband útgerðarfélagsins við DNB bankann eftir så greint var frá málinu í fjölmiðlum. Talsmaður norska bankans hefur ekki viljað svara þessu en út frá svörum Samherja má ætla að svo sé ekki. 

Í umfjöllunum  WikileaksKveiks, Stundarinnar og Al Jazeera um Samherjaskjölin hefur komið fram að Samherji hafi greitt áhrifamönnum í Namibíu á annan milljarð króna í mútur í Namibíu til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu og að norski DNB bankinn hafi lokað bankareikningum skattaskjólsfélagsins Cape Cod FS í bankanum í maí í fyrra. Reikningar félagsins voru notaðir til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu. 

Sex einstaklingar, þar á meðal tveir fyrrverandi ráðherrar,  hafa nú verið ákærðir í Namibíu fyrir mútuþægni, peningaþvætti, fjársvik og fleiri brot í Samherjamálinu. 

Engar lokanirEngum bankareikningum Samherjafélaga hefur verið lokað í DNB bankanum. Blaðið fjallar um Samherjamálið á forsíðu sinni í dag.

Reynt að fjarlægja Samherja hf. frá Afríkustarfseminni

Í kjölfar breytinga á eignautanumhaldi Samherja hf. og dótturfélaga þess árið 2018 var reksturinn á Íslandi og í Færeyjum aðskilinn frá annarri erlendri starfsemi útgerðarfélagsins. 

Reksturinn á Íslandi og Færeyjum er nú rekinn í félaginu Samherji hf.  en erlendur rekstur, meðal annars starfsemin í Namibíu, í félaginu Samherji Holding ehf. Félagið Samherji Holding ehf. heldur meðal annars utan um eignarhald á félaginu Esju Seafood Limited á Kýpur,  í gegnum íslenska eignarhaldsfélagið Sæból fjárfestingarfélag ehf.

Samherji hf. á svo ekki Samherja Holding ehf. heldur er félagið í eigu hluthafa Samherja, meðal annars Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, beint eða í gegnum eignarhaldsfélög. 

Fyrir þessar breytingar hélt Samherji hf. líka utan um erlendu starfsemi útgerðarfélagsins, meðal annars Esju Seafood, og voru öll þessi félög skilgreind sem „dóttur- og samrekstrarfélög“.

Því má segja að í dag sé reksturinn í Namibíu ekki lengur hluti af uppgjöri Samherja hf. líkt og áður var. 

Talar ekki um KýpurfélöginBjörgólfur minnist ekki á Kýpurfélög Samherja í svari sínu um stöðu viðskiptasambandsins við DNB bankann. Kortið sýnir Samherjasamstæðuna fyrir uppskiptingu hennar og mútugreiðslur til Namibíu. Kort: Aðalsteinn Kjartansson/Kveikur

„Já, Samherji hf., Kaldbakur ehf. og Ice Fresh Seafood ehf. eru ennþá viðskiptavinir DNB bankans og eiga þar reikninga.“ 

Minnist ekki á önnur félög

Í svari við þeirri spurningu hvort Samherji og félög í eigu Samherja séu enn viðskiptavinir DNB bankans segir í svarinu sem ritari forstjórans sendir fyrir hönd Björgólfs Jóhannssonar: „Já, Samherji hf., Kaldbakur ehf. og Ice Fresh Seafood ehf. eru ennþá viðskiptavinir DNB bankans og eiga þar reikninga.“ Kaldbakur ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Samherja á Íslandi og Ice Fresh Seafood er fisksölufyrirtæki Samherja. 

Athygli vekur að Björgólfur nefnir ekki Esju Seafood Limited eða önnur félög sem tilheyra Samherja Holding ehf. á Kýpur, eins og til dæmis Esju Shipping Limited eða Noa Pelagic Limited sem einnig greiddi mútur í Namibíumálinu. Björgólfur minnist bara á félög sem tilheyra Samherja hf. jafnvel þó fleiri félög Samherja eigi bankareikninga í DNB bankanum. 

Þegar spurt hvort einhverjum bankareikningum sem eru hluti af Samherja hf. eða Samherja Holding ehf. hafi verið lokað segir í svarinu: „Nei, við höfum ekki fengið upplýsingar um það.“

Kenndu yfirvöldum um

Þegar greint var frá þeirri ákvörðun hluthafafundar Samherja hf. að skipta félaginu upp í tvennt, í íslenska og færeyska starfsemi annars vegar í Samherja hf. og aðra erlenda starfsemi hins vegar í Samherja Holding ehf., sagði Þorsteinn Már Baldvinsson að félagið hafi íhugað að gera þetta út rannsókninni á Seðlabankamálinu, meintum gjaldeyrishaftalagabrotum fyrirtækisins. 

Í máli Þorsteins Más í Viðskiptablaðinu kom jafnframt fram að íhugað væri að flytja starfsemi Samherji Holding ehf. erlendis „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eignarhaldsfélag um erlenda starfsemi Samherja verði staðsett erlendis. […] Sú reynsla sem Samherji hefur haft af íslenskri stjórnsýslu undanfarin sjö ár í harðri aðför Seðlabankans að félögunum kann að leiða til þess að skynsamlegt kunni að vera að eiga ekki allt undir slíkri stofnun og ráðamönnum.”  Þorsteinn sagði jafnframt að höfuðstöðvar Samherja væru á Akureyri og að þar vildi félagið vera. 

Nú virðist taktík Samherja einmitt vera að notfæra sér þessa skiptingu Samherja hf. í tvennt í umræðum og svörum um mútumálið í Namibíu, jafnvel þó ljóst sé að mikill meirihluti mútugreiðslnanna átti sér stað þegar öll Samherjastæðan var rekin undir hatti Samherja hf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
7
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár