Samherji hefur leitað til norskra aðila til að sinna krísustjórnun, samskiptum við fjölmiðla og innri rannsókn á starfsemi þess í Namibíu þar sem mútur voru greiddar fyrir aðgang að fiskveiðikvótum. Fyrirtækið sætir mikilli umfjöllun þar í landi, en norski bankinn DNB hætti viðskiptum við félag tengt Samherja í skattaskjólinu Marshall-eyjum í Kyrrahafinu í maí í fyrra vegna gruns um peningaþvætti.
Í október síðastliðinn upplýstu fréttamenn Al Jazeera Samherja um væntanlega umfjöllun með bréfi og óskuðu eftir viðtali. Á svipuðum tíma, eða þann 25. október, fékk Samherji svipað erindi frá Kveik. Áður hafði viðtalsbeiðni verið hafnað. „Þín umfjöllun um málefni Samherja í gegnum tíðina hefur ekki verið á þann veg að ég sjái ástæðu til að fara í viðtal til þín,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, í bréfi til Helga Seljan, fréttamanns RÚV.
Þegar efni væntanlegrar umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera var útlistað barst svar frá Samherja 6 ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir