Úttekt

Stjórnmálamenn hækka laun sín langt umfram almenning

Á sama tíma og þingmenn hafa hækkað langt umfram almenning í launum fara þeir fram á að almenningur stilli kröfum sínum um kjarabætur í hóf. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði að laun þingmanna hefðu verið „leiðrétt“ með gríðarlegri hækkun þeirra, en þeir hafa hækkað um 26,7 prósentustigum meira en almenningur á tíu árum. Sátt á vinnumarkaði er eitt af fjórum megin hagstjórnarmarkmiðum ríkisstjórnarinnar.

Vara við launahækkunum almennings Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tilkynna hér um afnám hafta í þeim tilgangi að veikja krónuna. Mynd: Pressphotos

Þingmenn hefðu 754 þúsund krónur í þingfararkaup, en ekki 1,1 milljón króna, ef fylgt hefði verið almennri kjaraþróun frá árinu 1994.

Reyndin hefur hins vegar verið að þingfararkaup hefur hækkað langt umfram almenn laun á tímabilinu.

Þingmenn hafa því leitt launahækkanir langt umfram almenning á undanförnum áratugum. 

Í fjármálaáætlun sinni setur ríkisstjórnarmeirihlutinn hins vegar það fram sem eitt af fjórum hagstjórnarmarkmiðum sínum að „stuðla að sátt á vinnumarkaði“.

Sagði þingmenn vera að fá „leiðréttingu“

Gríðarleg hækkun var gerð á launakjörum þingmanna á kjördag, 29. október síðastliðinn. Þingfararkaupið var hækkað um rúmlega 44 prósent í einu skrefi, um 338 þúsund krónur á mánuði. Það jafngilti hækkun um rétt rúmlega ein mánaðarlaun leiðbeinanda í grunnskóla, sem höfðu 332 þúsund krónur í grunnlaun. 

Viðbrögð núverandi fjármálaráðherra, sem þá hafði ekki tekið sæti í ríkisstjórn, voru að verið væri að „leiðrétta“ kjör þingmanna. Benedikt Jóhannesson taldi að þingmenn hefðu dregist aftur ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN