Úttekt

Stjórnmálamenn hækka laun sín langt umfram almenning

Á sama tíma og þingmenn hafa hækkað langt umfram almenning í launum fara þeir fram á að almenningur stilli kröfum sínum um kjarabætur í hóf. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði að laun þingmanna hefðu verið „leiðrétt“ með gríðarlegri hækkun þeirra, en þeir hafa hækkað um 26,7 prósentustigum meira en almenningur á tíu árum. Sátt á vinnumarkaði er eitt af fjórum megin hagstjórnarmarkmiðum ríkisstjórnarinnar.

Vara við launahækkunum almennings Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tilkynna hér um afnám hafta í þeim tilgangi að veikja krónuna. Mynd: Pressphotos

Þingmenn hefðu 754 þúsund krónur í þingfararkaup, en ekki 1,1 milljón króna, ef fylgt hefði verið almennri kjaraþróun frá árinu 1994.

Reyndin hefur hins vegar verið að þingfararkaup hefur hækkað langt umfram almenn laun á tímabilinu.

Þingmenn hafa því leitt launahækkanir langt umfram almenning á undanförnum áratugum. 

Í fjármálaáætlun sinni setur ríkisstjórnarmeirihlutinn hins vegar það fram sem eitt af fjórum hagstjórnarmarkmiðum sínum að „stuðla að sátt á vinnumarkaði“.

Sagði þingmenn vera að fá „leiðréttingu“

Gríðarleg hækkun var gerð á launakjörum þingmanna á kjördag, 29. október síðastliðinn. Þingfararkaupið var hækkað um rúmlega 44 prósent í einu skrefi, um 338 þúsund krónur á mánuði. Það jafngilti hækkun um rétt rúmlega ein mánaðarlaun leiðbeinanda í grunnskóla, sem höfðu 332 þúsund krónur í grunnlaun. 

Viðbrögð núverandi fjármálaráðherra, sem þá hafði ekki tekið sæti í ríkisstjórn, voru að verið væri að „leiðrétta“ kjör þingmanna. Benedikt Jóhannesson taldi að þingmenn hefðu dregist aftur ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Fréttir

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur

Fréttir

„Reykjavík útbíuð af skrauti“

Fréttir

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði