Þessi grein er meira en 6 ára gömul.

Ljóta leyndarmálið á vídeó­leigunni

Hóp­ur kyn­ferð­is­brota­manna hef­ur ver­ið við­loð­andi Laug­ar­ásvíd­eó. Son­ur eig­and­ans til­kynnti meint kyn­ferð­isof­beldi föð­ur síns til lög­reglu og barna­vernd­ar­yf­ir­völd fjar­lægðu dótt­ur eig­and­ans af heim­il­inu. Ung kona lýs­ir hræði­legri reynslu sem hún seg­ist hafa orð­ið fyr­ir í bak­her­bergi leig­unn­ar þeg­ar hún var sex ára göm­ul. Þar störf­uðu tveir dæmd­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn. Þrátt fyr­ir þetta hef­ur leig­an hlot­ið já­kvæða at­hygli og fyr­ir nokkr­um ár­um var blás­ið til fjár­söfn­un­ar henni til stuðn­ings.

Ljóta leyndarmálið á vídeó­leigunni
Hreint hjarta Gunnar vísar öllum ásökunum á bug og kveðst sjálfur vera fórnarlamb. „Ég er með hreint hjarta,“ segir eigandi Laugarásvídeó. Mynd: DV

Hann stendur smjörgreiddur fyrir aftan afgreiðsluborðið og tekur brosandi á móti viðskiptavinum. Allir í hverfinu kannast við Gunnar Jósefsson, eiganda Laugarásvídeó. Í 30 ár hefur hann staðið vaktina og fólk treystir honum.

Samúðaralda fór um íslenskt samfélag þegar kveikt var í vídeóleigunni með eldsprengju árið 2009. Eigandinn lýsti harmi sínum í fjölmiðlum og blásið var til söfnunar til styrktar honum. Aldrei kom í ljós hver kveikti í og aldrei var upplýst hvað brennuvarginum gekk til. Þeir sem betur þekkja til tengdu þó brunann við gömul og ljót leyndarmál um Laugarásvídeó sem aðeins er hvíslað um. Oft er dregin upp glansmynd af vídeóleigunni. En til er fólk sem tengir hana aðeins við myrkur.

Yngsti sonur Gunnars Jósefssonar hefur sakað hann um kynferðisbrot og tilkynnt föður sinn til lögreglu. Dóttir Gunnars, sem nú er uppkomin, var margsinnis tekin af foreldrum sínum vegna slæms aðbúnaðar á heimili, harkalegra uppeldisaðferða og gruns um ofbeldi og kynferðisbrot af hendi samstarfsmanns föðurins á leigunni. Á Laugarásvídeó störfuðu tveir dæmdir kynferðisbrotamenn um árabil. Eldri synir Gunnars voru einnig tíðir gestir á leigunni en þeir hafa verið dæmdir oftar en einu sinni fyrir kynferðisglæpi.

Meðeigandi að leigunni lýsir því í viðtali við Stundina hvers vegna hann ákvað að selja hlut sinn og stíga aldrei framar fæti inn í Laugarásvídeó. Stundin hefur rætt við menn og konur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á starfsmönnum leigunnar. Á meðal viðmælenda er dóttir eins þeirra sem lýsir ljótri reynslu. Þá er rætt við unga konu sem komið var fyrir í pössun á leigunni þegar hún var sex ára gömul.

Gunnar vísar öllum ásökunum á bug og segist sjálfur vera fórnarlamb ofbeldis. Hann veltir fyrir sér hvort ásakanirnar séu liður í samsæri samkeppnisaðila gegn sér.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ekkert er eilíft
Fólkið í borginni

Ekk­ert er ei­líft

Hrönn Krist­ins­dóttirkvik­mynda­fram­leið­andi missti föð­ur sinn sem ung kona.
Gamlar tuggur í matreiðslubókum og nýmetið í Slippnum
Menning

Gaml­ar tugg­ur í mat­reiðslu­bók­um og ný­met­ið í Slippn­um

Stofn­andi veit­inga­stað­ar­ins Slipps­ins í Vest­manna­eyj­um, Gísli Matth­ías Auð­uns­son, er bú­inn að gefa út mat­reiðslu­bók hjá al­þjóð­lega bóka­for­laginu Phaidon. Í bók­inni eru upp­skrift­ir með rétt­um frá Slippn­um þar sem Gísli leik­ur sér með ís­lenskt hrá­efni á ný­stár­leg­an hátt.
Bestu ár lífs míns
Bragi Páll Sigurðarson
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Bestu ár lífs míns

Hvenær er­um við ham­ingju­söm og hvenær ekki? Er hægt að leita ham­ingj­unn­ar eða kem­ur hún til okk­ar? Hversu mik­ið vald höf­um við yf­ir eig­in ör­lög­um? Eig­um við yf­ir höf­uð eitt­hvert til­kall til lífs­gleði?
Þarf neyðarstjórn yfir Landspítala?
Helga Vala Helgadóttir
Aðsent

Helga Vala Helgadóttir

Þarf neyð­ar­stjórn yf­ir Land­spít­ala?

Ligg­ur vandi heil­brigðis­kerf­is­ins í óstjórn í rekstri Land­spít­ala eða kann að vera að óstjórn­in sé hjá rík­is­stjórn Ís­lands? Að þessu spyr Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
580. spurningaþraut: Hér er spurt um firði. Hvað þekkirðu marga?
Þrautir10 af öllu tagi

580. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um firði. Hvað þekk­irðu marga?

All­ar spurn­ing­arn­ar snú­ast um að þekkja firði, flóa, vík­ur eða voga. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um slík fyr­ir­brigði í út­lönd­um en að­al­spurn­ing­ar eru all­ar af Ís­landi. Fyrri auka­spurn­ing: Hvað má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar — og þá til Ís­lands: 1.  Hvað er þetta? 2.  Hvað er þetta? 3.  Hvað er þetta? * 4.  Hvað er þetta?...
Leiklistarhátíð, handverksmarkaður og sælgæti
Stundarskráin

Leik­list­ar­há­tíð, hand­verks­mark­að­ur og sæl­gæti

Stund­ar­skrá dag­ana 26. nóv­em­ber til 9. des­em­ber.
Alþingisbrestur
Blogg

Listflakkarinn

Al­þing­is­brest­ur

Í dag er víst svart­ur föss­ari. En í gær var niða­myrk­ur fimmtu­dag­ur í sögu lýð­ræð­is á Ís­landi. Það var fram­ið lög­brot. At­kvæði voru geymd óinn­sigl­uð og án eft­ir­lits, og af ein­hverj­um ástæð­um sem ég fæ ekki skil­ið eyddi yf­ir­mað­ur kjör­stjórn­ar dá­góð­um tíma með þeim ein­sam­all áð­ur en hann svo ákvað að end­urtelja, án laga­heim­ild­ar og eft­ir­lits. Það var kol­ó­lög­legt og...
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Fréttir

Bjarni taldi eðli­legt að vafi um fram­kvæmd kosn­inga ylli ógild­ingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.
Sagan af Litlu ljót
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota
Fréttir

Börn þo­lend­ur í 61 pró­sent allra skráðra kyn­ferð­is­brota

Lög­reglu á Ís­landi hafa aldrei borist fleiri til­kynn­ing­ar um barn­aníð en fyrstu 10 mán­uði þessa árs þeg­ar til­kynnt var um 36 mál sem flokk­ast und­ir barn­aníð. Þá fjölg­aði einnig til­kynn­ing­um til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að til­kynn­ing­ar til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot end­ur­spegli ekki raun­veru­leg­an fjölda brota, þau séu mun fleiri.
Hvað varð um Vinstri græn?
Jón Trausti Reynisson
LeiðariRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.