„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi nýbyrjuð í menntaskóla. Hún fékk ábendingu frá vini sínum að mynd sem hún hafði aðeins ætlað kærasta sínum væri komin í dreifingu. Frá þeirri stundu hefur Kristbjörg fylgst með síðum þar sem slíkar myndir fara í dreifingu, látið þolendur vita og hvatt þá til að hafa samband við lögregluna, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strákar úti í bæ“.
FréttirKynferðisbrot
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
Maður á sextugsaldri sem játaði að hafa strokið þroskaskertri konu með kynferðislegum hætti og látið hana snerta lim sinn utan klæða var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands árið 2017. Hann er ánægður með meðferðina sem hann fékk í íslensku réttarkerfi. „Ég var í sambandi við móður stúlkunnar meðan á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ segir hann.
FréttirKynferðisbrot
Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður
Maður á sextugsaldri olli þroskaskertri konu óþægindum þegar hann, að eigin sögn, þreifaði ítrekað á henni og örvaðist við það kynferðislega. Geðlæknir sagði manninn hafa „gengið lengra í nánum samskiptum en hún hafi verið tilbúin til, en hann hafi þó virt hennar mörk“ og dómarar töldu ekki sannað að ásetningur hefði verið fyrir hendi.
Fréttir
Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem vildi ekki endaþarmsmök. Þingkona Pírata og formaður Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins segir að afstaða ákæruvaldsins og málið allt valdi henni verulegum áhyggjum af stöðu kynferðisbrotamála í íslensku réttarvörslukerfi.
Fréttir
Hafði „endaþarmsmök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn, faðirinn í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða, viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls og sagðist hafa vitað að stúlkan væri mótfallin endaþarmsmökum.
Fréttir
Litið á nauðganir sem óumflýjanlegar á Íslandi
Normalísering á kynferðislegu ofbeldi ýtir undir ótta kvenna og gerendur eru afsakaðir, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri fræðigrein. „Þær óttast ekki aðeins að verða fyrir nauðgunum heldur einnig sinnuleysi réttarvörslukerfisins og samfélagsins.“
FréttirKynferðisbrot
Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota en ætlar að „berjast á móti vindi“
Fyrirtæki manns sem hátt í 30 konur telja hafa brotið gegn sér þakkar viðskiptavinum fyrir tryggðina. „Hlökkum til hvers dags með ykkur.“
Afhjúpun
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
Fjórar konur stíga fram í viðtölum í Stundinni og lýsa meintri kynferðisáreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar yfir rúmlega hálfrar aldar skeið. Enn fleiri konur hafa deilt sögum sínum af ráðherranum fyrrverandi í lokuðum hópi kvenna. Nýjasta sagan er frá því sumarið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nemendum hans við Hagaskóla á sjöunda áratugnum.
Fréttir
Fjórða hver kona á Íslandi orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að stórt hlutfall kvenna hefur orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni. Íslenskum konum býðst að taka þátt í viðamiklu rannsóknarverkefni og hafa fyrstu niðurstöður þess verið kynntar.
FréttirKynferðisbrot
Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi
Helgi Hrafn Gunnlaugsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að Sjálfstæðismönnum hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn en hann geti ekki útskýrt hvers vegna enginn tók boðinu.
ViðtalKynferðisbrot
„Ég fæ haturspóst“
Meagan Boyd, bandaríska listakonan sem sakaði Orra Pál Dýrason úr Sigur Rós um nauðgun, segir haturspósti hafa rignt yfir sig. Þrjár vinkonur hennar staðfesta að hún hafi greint þeim frá sinni upplifun snemma árs 2013.
FréttirKynferðisbrot
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fráfarandi trommara Sigur Rósar, fer fram á að Stundin stöðvi umfjöllun um frásögn Meagan Boyd og vinkvenna hennar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.