Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flúði heimabæinn eftir hópnauðgun

„Ef of­beld­is­menn eru alls stað­ar og allskon­ar og það er eng­in leið að þekkja þá úr – hverj­um áttu þá að treysta?“ spyr ráð­gjafi á Stíga­mót­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að við­ur­kenna van­mátt­inn og beina sjón­um að þeim sem bera ábyrgð­ina, gerend­un­um. Á þeim 25 ár­um sem lið­in eru frá stofn­un Stíga­móta hafa um 7000 kon­ur sagt frá 10.000 nauðg­ur­um. Sög­urn­ar eru ým­iss kon­ar, eins og þess­ar kon­ur segja frá.

Þegar ég var 14 ára var mér nauðgað af tveimur strákum,“ segir Hafdís Björg Randversdóttir. Strákarnir sem um ræðir voru eldri en hún, 18 og 19 ára. Þeir voru félagslega sterkir og tilheyrðu stórum vinahópi. Sjálf var hún ekki eins vinamörg auk þess sem hún var að stíga sín fyrstu skref inn í skemmtanalífið. Þetta kvöld var á meðal þeirra fyrstu sem hún drakk áfengi. Hún fór í partý með vinkonum sínum og strák sem hún var að hitta á þessum tíma. Þegar leið á kvöldið þurfti deitið hennar að fara en hún hélt áfram að skemmta sér og var orðin drukkin undir lok kvölds. „Þegar partýinu lauk söfnuðust allir saman fyrir utan, þar á meðal ég og vinkona mín. Þá komu þessir strákar og fóru að tala við mig. Þeir reyndu að fá mig með sér í annað partý og þegar vinkona mín fór inn til að sækja úlpuna sína drógu þeir mig með sér og sögðu að að hún kæmi á eftir. Auðvitað trúði ég því.

Á leiðinni reyndu þeir að fá mig til að drekka meira og gáfu mér bjór sem ég drakk. Þeir sögðust þurfa að koma við heima hjá sér til að ná í eitthvað og fara á klósettið. Vinkona mín hringdi í símann minn en annar strákurinn tók símann og slökkti á honum. Ég man eftir að hafa farið með þeim inn í húsið en restin er í móðu. Þeir riðu mér í öll göt og ég gat ekkert gert. Ég man hversu sárt það var, enda var ég hrein mey.“ Hafdís segist enn muna hræðsluna sem heltók hana, sér hafi liðið eins og hún væri lömuð.

Ásakaði sjálfa sig 

„Ég man að þegar þeir voru búnir settust þeir í sófann í herberginu og hlógu, sögðu mér að klæða mig, hentu í mig símanum og vísuðu mér út. Áfram fóru þeir svo í þetta partý.“

Þegar hún var komin út úr húsinu hringdi hún í vinkonu sína sem kom og fylgdi henni heim. Næstu daga á eftir var hún í áfalli og man lítið sem ekkert frá þeim tíma. „Vinkona mín hvatti mig til þess að fara niður á lögreglustöð og kæra, eða tala um þetta við einhvern en ég var full af sektarkennd og fannst eins og þetta væri mér að kenna. Þannig að við töluðum ekki um þetta meir.“

Skömmin var hrikaleg. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja frá þessu og í raun fannst mér þetta vera mín sök, því ég fór jú með þeim inn í húsið, ofurölvi og hefði átt að vita betur. Þegar ég var síðar spurð að því hvort ég hefði farið heim með þeim þá svaraði ég því játandi, því ekki vildi ég vera þessi dauðadrukkna týpa sem léti nauðga sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu