Blogg

Svekkjandi staðreynd

Það var myrkur úti þegar Jón Jónsson sá einhvern skríða á fjórum fótum undir ljósastaur og rótaði í grasi, velti við steinum, bograði og hnusaði.  Þegar Jón spurði manninn hverju þetta sætti, kom í ljós að maðurinn var að leita af lyklunum sínum.  Jón Jónsson bauð fram aðstoð sína og þeir leituðu nú tveir í grasinu fyrir neðan ljósastaurinn.  Leitin gekk illa og aldrei hringlaði í neinum lyklum.  Jón spurði þá hvort hann hefði örugglega týnt þeim þarna og svarið sem hann fékk var óvænt.  Hann hafði ekkert týnt þeim þarna heldur ofar í götunni. 
"Hversvegna í ósköpunum ertu þá að leita hér" spurði Jón hissa.  "Það var engin lýsing þar sem ég týndi þeim og alveg niðamyrkur".

Svona upplifi ég Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra stundum.  Sá virðist vera alveg til í að finna nýjar og nýjar leiðir til að afla ríkinu skatttekna og minnka skattsvik.  Hann hefur talað um að taka úr umferð reiðufé og skattleggja húsaleigu til ferðamanna með því að komast yfir gögn frá Airbnb.  

Hvoru tveggja leiðir sem beint er að hópum í samfélaginu sem eru að reyna að halda sér á floti með:

          a) aukavinnu eða "svartri vinnu"

          b) útleigu á íbúðinni sinni eða hluta af íbúðinni sinni (herbergi)

Þetta er nokkuð kaldranalegt en ber um leið vott um ágætis hugmyndaflug í þerri viðleitni að ná í skatttekjur af hinum verst settu.  

Þetta er svo sem ágætt í sjálfu sér.  Það er gott að fjármálaráðherra finni upp leiðir til að auka skattekjur ríkisins.  

Ég undrast hinsvegar - alveg jafn mikið og Jón Jónsson í sögunni hér í byrjun, að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skuli leita að lyklunum undir ljósastraurnum, jafnvel þótt hann viti að þeir séu ekkert þar.  

Hversvegna fer hann ekki í að leita skatttekna hjá álfyrirtækjunum sem kerfisbundið nota bókhaldstrix til þess að komast hjá því að greiða skatta.  Þetta eru miklu - MIKLU hærri upphæðir en gæti mögulega náðst ef allt gengi upp með að afnema reiðufé og komast í bókhaldið hjá Airbnb.

Miljarðatugir á ári myndu koma inn í ríkiskassann okkur öllum til hagsbóta.

 

Því miður mun þetta aldrei verða.  

 

Það er jafn gallsúrt og það er svekkjandi.  

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Fréttir

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Enn meiri spilling af völdum Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN