Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

UNDARLEGUR VERÐMUNUR

Þegar Elkó opnaði fyrstu verslun sína á Íslandi árið 1998 markaði það tímamót í verslunarsögu landsins.  Sennilega ekki ósvipað og þegar fyrsta pítsan kom brakandi út úr ofninum á Horninu tuttugu árum fyrr.  Ég alveg viss um að þessi tímamót hafi verið til bóta fyrir alla Íslendinga.  Pitsur eru frábærar og risamarkaðir með raftæki eru það líka.  Á tímarit.is má lesa um að lækkun í kjölfar opnunar Elkó var á bilinu 20 – 40 prósent.

Hafi upphrópunin „Bravó“ átt einhverntíman við, væri það sannarlega í þessu samhengi.

Kosturinn við risa-verslunarkeðjur er að þær ná hagstæðum innkaupum fyrir vörurnar sínar  sem eru svo seldar með lágri álagningu.  Þetta þýðir að verð til neytenda er almennt lægra en hjá smærri búðum.  „Hagkvæmni stærðarinnar“ er þetta kallað en ég hef sjálfur töluverðar efasemdir um innihald frasans en það er efni í annað blogg.  „Hagkvæmni stærðarinnar“ ætti a.m.k að virka í praxis.

Elkó er eftir því sem ég kemst best, hluti af stærra apparati sem heitir Elgiganten og er upprunalega frá Danmörku.  Elgiganten er svo hluti af enn stærra apparati sem heitir Dixons Carphone.   Nú er þessi saga svolítið snúin með endalausum samrunum og þessháttar en aðalatriði sögunar er samt sem áður að þessi verslunarrisi ætti að ná gríðarlega góðum viðskiptasamningum við birgjana sína því verslunarhúsin eru hvorki fleiri né færri en 425 vöruhús (Elkó, Elgiganten, Elkjöp, Gigantti, Elding, Pisifiik)  Þa´er eftir að taka saman öll vöruhúsin hjá Dixons Retail og The Carphone Warehouse.

Víkur þá sögunni til Íslands og eldhússins í Hafnarfirði.

Þannig er að aðra hvora viku erum við Bryndís með fimm gaura á okkar framfæri og snærum.  Þeir borða frekar mikið og ísskápurinn er hlægilega fullur á fimmtudögum þegar þeir koma, og grátlega tómur þegar þeir fara viku síðar.  Samlokugrill er töluvert notað af sonum okkar. Grillið er lítið, ódýrt en ágætt.  Aðallega lítið.  Ég kannaði málið og fann samlokugrill sem ég taldi passa okkur.  Stórt, sennilega vandað og með allskonar fídusum.

Það fæst í Elkó. Mér fanns verðið á því frekar hátt og kannaði hvað sama grill kostaði í nágrannalöndunum okkar.  Það var svolítið uppvekjandi.

 

Í Danmörku kostaði grillið 1499 DKR.  En það samsvarar 25.078 krónumHlekkur hér

 

í Noregi kostaði grillið 1479 NKR.  En það samsvarar 18.928 krónum

Hlekkur hér

 

í Svíþjóð kostaði grillið 1695 SKR.  En það samsvarar 21.302 krónumHlekkur hér

 

í Finnlandi kostaði grillið 149 EUR.  En það samsvarar 18.598 krónumHlekkur hér


Verðin á þessu fína grilli er á bilinu 25 þúsund til 19 þúsund.  Ef Danmörk er tekin út fyrir sviga þá er verðið á bilinu 18.900, 21.300 og 18.600 Eða á svipuðu róli.

En þá kemur bömmerinn.

verðið á Íslandi var miklu hærra en í hinum búðunum undir hatti Elgiganten eða 32.995 krónur

Þetta er sérkennilegt það er meira en 42% verðmunur á sömu vörunni í sömu vörukeðjunni þegar tekið er mið af hæsta og lægsta verði.  Það er meira en 23% verðmunur á hæsta verði og næst hæsta verði.

Sé meðalverð DK, FI, SE og NO tekið saman (23320 ÍKR) er íslenska verðið 29% hærra

Sé Danmörk tekið út fyrir og meðaltalsverð SE, FI og NO tekið (20.976 ÍKR ), er 36% hærra verð á Íslandi.

Það má leika sér endalaust að þessum tölum en hitt er endanlegra, að þessi verðmunur þarfnast útskýringa.  Ekki er lengur hægt að benda á hin sér-íslensku vörugjöld því þeirra nýtur ekki lengur við.

 

Nú er lag.

- - 

Hérna er hlekkur á bloggið mitt.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni