Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hráefni kokteilsósunnar er vafasamt

Hráefni kokteilsósunnar er vafasamt

Á síðustu árum hefur átt sér stað hljóðlát bylting meðal landsmanna.  Bylting sem er að breyta samfélaginu og því hvernig við lifum og hrærumst.  Þessi bylting er áhrifamikil og snertir allskonar anga samfélagsins.

Þessi bylting snýst um bætt mataræði og heilsusamlegra líf.  

Birtingarmyndir þessarar byltingar eru allskonar.  Leikfimi hverskonar, útivist og heilsusamlegri kostur.  Þetta fer vel saman og eitt áhrifasvið þessarar byltingar sem er dýravernd og verksmiðjubúskapur.  

Flestir landsmenn eru sammála um að þó að verksmiðjubúskapur sé nauðsynlegur upp að vissu marki, þá sé lágmarkskrafa að farið sé sæmilega með dýrin sem lifa inna þessara mæra.

Eggjabransinn kemur stundum í fréttum og síðast vegna Brúneggjamálsins en þar sönnuðust vörusvik og hræsnisfullur blekkingarleikur forsvarsmanna Brúneggja og máttlausar aðgerðir Matvælastofnunar.  Máttleysið var afhúpandi og vakti reiði í samfélaginu. Og ekki að ástæðulausu.   

Áþekkt væri að ráða Tóta typpakall sem baðvörð í kvennaklefanum.

Telja má víst að margir neytendur vilji gjarnan beina viðskiptum sínum til þeirra framleiðenda sem huga að velverð dýranna sem notuð eru í framleiðslunni.

Það er því afar merkilegt að skoða sósur hverskonar sem framleiddar eru úr eggjum. 

Eftir því sem best verður séð er enginn sósa (með eggjum sem uppistöðu) til þar sem eggin eru ekki fengin úr eggjabúum þar sem velferð hænana er höfð í fyrirrúmi.  

Allar sósur á markaðnum eru úr verstu tegund eggjaverksmiðjubúa.  Það væri gaman ef framleiðendur þessara sósa tæku á sig rögg og breikkuðu framleiðslulínurnar sínar og áttuðu sig og tæku þátt í byltingunni sem er allt um kring.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu