Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Alternative facts

Alternative facts

Það hefur verið mjög merkilegt að fylgjast með straumum stjórnmálanna að undanförnu.  Það hefur að sama skapi ekkert verið gleðilegt.  Hérna á Íslandi er komið í ljós að mikilvægum skýrslum var stungin undir stól fram yfir kosningar.  Ísland er því miður orð á sér að vera spillt og í skýrslu frá Transparency International sem fjallar um spillingu meðal þjóða, má sjá að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna.  Á skýringarmynd hér fyrir neðan sést þetta vel.  

Svo eru það skelfileg tíðindi frá Bandaríkjunum þar sem persónuleikaraskaður frekikall stýrir með tilskipunum sem eiga sér engar rætur í neinu því sem kalla má  veruleiki.

Svona er þetta einhvernvegin.

Vissulega eru jákvæðir punktar hér og þar en heilt yfir er dimmt yfir og engin glæta við sjónarrönd.

Það sem er athyglisvert í þessu öllu saman er að í langflestum tilfellum eru stjórnmálamennirnir að reyna að stýra fortíðinni.  Já. Þetta hljómar furðulega en hvað um hvað snúast t.d umræðurnar um "leiðréttinguna".  Jú.  Túlkun á því sem gerðist.  Sama gildir um eigur Íslendinga í aflandsfélögum.  Það er aldrei talað um hvort þetta sé siðlegt, löglegt eða æskilegt.  Áherslan er á að stýra túlkuninni eða ráðast á sendiboða þessara tíðinda.

Þetta er mjög bagalegt.  Tími stjórnmálamanna ætti að fara í að móta hið ókomna frekar en að túlka það liðna. 

Í Bandaríkjunum er þetta ennþá skýrara. Þar eru framkvæmdar stjórnvaldsaðgerðir sem miða hreinlega út frá túlkunum á liðunum atburðum.  Staðreyndir flækjast bara fyrir.  

Auðvitað miðast allt hið mannlega líf út frá túlkunum hins liðna.  Það er óumflýjanlegt og átök um hugtökin eru alltaf viðvarandi.  Ein talar um "hliðarspor" meðan annar talar um framhjáhald.

Tvær túlkanir. Sami atburður.

Það sem er uggvænlegt í þessu. Eða kanski dæmi um útjöskun lýðræðisins og stjórnmálanna, er að leiðarljósið sem alltaf hefur verið - átökin um hugmyndirnar - er að breytast og færast yfir á eitthvað annað plan. 

Hvað sem það er, þá er augljóst að einhver mótun á sér stað og vonandi. . 

...Vonandi...

Kemur eitthvað gott og fagurt úr úr þessum bræðingi.  

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni