Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

LAMBALÆRI Í SAMHENGI

Um helgina var lambalæri í matinn.  Við keyptum stórt stykki enda margir í mat.  Þetta var a.m.k  2,5 kg drellir frá einhverju frábæru býli.  Ég hef einhvernvegin forritað mig þannig að svona matur hljóti að vera mjög dýr enda er eiginlega alltaf verið að tala um verð á lambakjöti.  Þetta sem við keyptum var á sértilboði og kostaði eftir því sem næst verður komist 4300 krónur.  Ég er því miður ekki með kvittunina en þetta var keypt í Krónunni um helgina.

Nóg um það.

Lærið kláraðist eiginlega alveg.  Fimm ungir menn gengu mettir frá borðinu og fyrir elskandi foreldra er varla til neitt fegurra en saddur krakki með hollan og góðan mat ofan í maganum.  4300 kr er svo sem ekkert mikið.  Ódýrara en pitsur á línuna og mikið hollara.

Seinna um kvöldið átti ég erindi í 10/11 til að grípa kóla fyrir veikan fjölskyldumeðlim og keypti líter ef kók og poka af Nóa kropp og e-r súkkulaði plötur sem ég og strákarnir ætluðum að maula í bílnum á leiðinni til Hafnarfjarðar.

1966 krónur

 

Stór útgáfa hér.

Við þetta er nokkuð að athuga.  1966 er t.d ártal sem ég tengi alltaf við Víetnamstríðið og blómabyltinguna.  Það er eitthvað gott/vont við þetta ár.  Allt að gerast einhvernvegin og eftir á að hyggja, sennilega það ár sem við sem tegundinn maður, höfum skinið hvað skærast.

-En 1966 krónur fyrir líter af kók og Nóakropp?

Lægra verður varla komist.  Í alvöru.  Þetta er ekki bara skrýtið og skælt, heldur merki um eitthvað meira og verra.  Þetta er froskarigning. Þetta er blóðrautt tungl og ljósagangur inn í myrkri stýju.

En setji maður þennann líter af kóki og þessar 73 súkkulaðikúlur í samhengi við lærið gómsæta og pakksadda strákana sem átu það með bestu lyst, kemur jafn skemmtileg mynd í ljós og sú hörmulega sem ég teiknaði upp með grænum froskum undir rauðu tungli og undarlegum ljósagangi.

Tveir lítrar af kóki og tveir pakkar af Nóakropp kosta nánast það sama og lærið í Krónunni.

 

Gáum að því.

 

Hér er hlekkur á bloggið mitt. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu