Blogg

Vopnuð lögregla- við hverju má búast?

Lögregla á Íslandi hefur vopnast án þess að samfélagið hafi kallað eftir því. Ekki er svo langt síðan fyrsti Íslendingurinn var skotinn til bana í lögregluaðgerð, nokkuð sem ekki allir hafa náð sér fyllilega eftir. En íslenskt samfélag verður aldrei samt aftur.

Vopnun lögreglunnar gerist án þess að þingið sinni fyllilega eftirlitshlutverki sínu. Ein þingkona úr stjórnarmeirihlutanum gerðist jafnvel svo fræg að verja eftirlitsleysið með vandræðalegri tilvitnun í Jack Nicholson mynd: „You can´t handle the truth.“ (Maður hefði haldið þingfararkaup nógu hátt til að fólk leggi á sig að grandskoða óþægilega hluti, en það er svo annað mál).

Sannleikurinn er hins vegar sá að það er ekki bara þingið sem höndlar ekki að heyra sannleikann um öryggi landsins. Það er heldur ekki víst að lögreglan höndli vopnin. Aðaláhyggjur okkar og fyrsta spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur er: hversu vel æfðar og undirbúnar eru lögreglurnar sem vopnast?

Í Noregi þar sem svipuð byssutilraun átti sér stað hlutust fjölmörg slys af. Staðið ófagmannlega að vopnavæðingunni og niðurstaðan var vandræðalegt klúður fyrir lögregluna þar í landi. Nú veit ég ekkert um hvernig samstarfi lögregludeilda milli Íslands og Noregs er háttað, það er vonandi gott, en íslenska lögreglan gæti ekki bara þegið vopnagjafir þaðan, hún gæti jafnvel lært af reynslu hennar.

Eitt dæmi um vandræðalegan, en stórhættulegan atburð sem gæti líka gerst á Íslandi er að ungur, drukkinn maður nái að grípa í byssu lögreglumanns líkt gerðist í Stafangri 6 júlí 2015. Annað sem við ættum líka að hafa áhyggjur af eru slysaskot. Þau voru nokkuð algeng þau tvö ár sem norska lögreglan gekk um vopnuð. Slysakot áttu sér stað í Namsos og Fosnes í Nyrðri Þrændalögum, Hörðalandi, Gjøvik, Sandnesi og Ögðum, í eitt skiptið af því öryggið var ekki á þegar lögreglumaður fékk hóstakast. Lögreglumönnum tókst bæði að slasa sig og aðra lögreglumenn í fámennum sveitafélögum þar sem glæpatíðni var í lágmarki.

Lögreglan var harðlega gagnrýnd af stjórnmálamönnum og herforingjum í landinu fyrir meðal annars að vera ekki nægilega vel þjálfuð. Slysin sem áttu sér stað á tímabilinu sýndu fram á að menn eins og Robert Mood generalløytnant höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu þjálfunina allt of litla.

Það er sennilega borin von að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu eins og þingið gerir í Noregi, en við getum þó allavega vonað að íslenska lögreglan vopni sig af meiri fagmennsku en sú norska. Spurningarnar sem ég vil þó spyrja eru eftirfarandi, hversu oft í viku og hversu marga tíma á ári æfa vopnaðar lögreglur sig í vopnaburði? Í hverju felst þjálfunin? Hvaða reglur hefur lögreglan sett sér um vopnaburðinn og hvernig hyggst hún bregðast við því ef lögregluþjónar brjóta þær reglur? Mun vopnaburðurinn vera endurskoðaður ef slysaskot á sér stað?

(Þá er gott að rifja upp að norska lögreglan reyndi að hylma yfir þessi slysaskot, það verður vonandi meira gagnsæi um þessi mál á Íslandi).

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gæti auðvitað spurt fleiri spurninga. Ég hvet hana til þess að kalla eftir sjálfstæðu áhættumati og afla sér frekari upplýsinga, m.a. frá nágrannalöndum um hvaða áhrif vopnaburður hefur haft á samband almennings og lögreglu. Það er að segja ef nefndin höndlar að heyra sannleikann. Hún gæti byrjað á að lesa þessa grein.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri