Listflakkarinn

Hið íslenska cargo cult

Íslensk stjórnmálastétt ber ekki virðingu fyrir kjósendum sínum, lýðræðinu og jafnvel eigin siðareglum. Vanþroskuð stjórnmálamenning hefur reynst okkur dýrkeypt. Þegar umhverfisráðherra valsaði um þingsal í 250 þúsund króna kjól hagaði hún sér meira eins og franskur aristókrati heldur en þingkona. En hún er ekki einsdæmi. Gjörningur hennar inni á Alþingi og kjóllinn eru bara táknræn fyrir mjög algengan þankagang. Þankagang hins íslenska Cargo Cult.

Í mars 2015 fór íslenskur ráðherra til Kína og kom fyrirtækinu Orku Energy á framfæri meðal ráðamanna í krafti embættis síns. Ráðherrann var Illugi Gunnarsson og fyrirtækið var í eigu Hauks Harðarsonar. Haukur hafði gert ráðherranum stóran greiða með því að kaupa íbúð hans þegar Illugi var í fjárhagskröggum og leigja honum hana síðan til baka. Að kynna Orku fyrir vin sinn var nú það minnsta sem hægt var gera til að endurgjalda greiðann.

Þetta hneykslismál kann sumum að þykja smávægilegt. Á Íslandi eru alls kyns krísur sem þarf að takast á við, húsnæðisskortur og heimilisleysi, fátækt og félagsleg einangrun, ósanngjörn skipting á sameiginlegum auðlindum, og svo framvegis. Vinagreiðar ráðherra eru lágt í forgangsröð margra. En þessi mál eru þó ekki eins ótengd og þau virðast. Illugi sem nú er stjórnarformaður Byggðastofnunar er enn í aðstöðu til að gera greiða, og sólunda almannafé rétt eins og hann gerði þegar hann túraði um landið með Ingó Veðurguð. Með peningum sem áttu að fara í skólabókasöfn.

Aldrei láta blekkjast og halda að siðferði ráðamanna skipti engu. Ástæða þess að ríkt land eins og Ísland tæklar húsnæðisskort illa, á erfitt með að viðhalda efnahagslegum og stjórnmálalegum stöðugleika, er vanþroskuð pólitísk menning. Stundum minnum við helst á Cargo-Cult í Suðurhafseyjum, en í seinni heimsstyrjöldinni komust eyjaskeggjar á afskekktum Suðurhafseyjum í feitan stríðsgróða þegar amerískar flugvélar lentu á eyjunum og skildu eftir vistir. Árum síðar þegar eyjarnar voru enduruppgötvaðar kom í ljós að heimamenn voru farnir að herma eftir lendingu flugvéla á trúarlegan máta. Augljóslega komu engir birgðakassar þó stráflugvélar fengju lendingaleyfi, en eyjamenn héldu þó áfram að bíða. Mögulega eru meiri líkindi með þessu sérstaka félagslega fyrirbrigði og því hvernig Íslendingar tóku upp stjórnkerfi að erlendri fyrirmynd, en við kærum okkur um að viðurkenna. Hugsanlega tókum við upp stjórnarskrá, settum upp stofnanir sem einkenna nútímalegt lýðræði, án þess þó að fyllilega skilja út á hvað þær gengu. Við áttum ekki menningarlega hefð fyrir baráttu borgararéttinda, átökum milli konungsvalds og þjóðkjörins þings. Þess í stað fengum við startpakka gefins frá Danmörku og héldum út í heim. Með talsverða þjóðarrómantík í vasanum en litla lýðræðislega vitund.

Stjórnarskrár eru nefnilega ekki gjafir sem koma frá konungum að ofan, þær eru sáttmáli sem þjóð gerir við sjálfa sig. Alveg eins og þeir sem hafa fengið umboð til að sinna dómsvaldinu, fjárveitingarvaldinu og utanríkismálum, eru ekki ráðherrar þjóðarinnar, heldur þjónar hennar. Það er ljóst á landsréttarmálinu að dómsmálaráðherra og þing bera litla virðingu fyrir réttarríki, alveg eins og það er ljóst að heilbrigðisráðherra sem selur fitumælingartæki og umhverfisráðherra sem pósar fyrir fyrirtæki í þingsal ber enga virðingu fyrir forréttindastöðu sinni. Þetta eru aristókratar ekki þjónar almennings.

Illugi hefði ekki staldrað lengi við sem ráðherra í Danmörku. Og hann hefði heldur ekki orðið forstöðumaður byggðastofnunar í neinu vestur-evrópsku ríki. En málið í kringum Orku hvarf í öllum glundroðanum á síðasta kjörtímabili, milli þess sem Bjarni Benediktsson laug því að hann hefði aldrei átt aflandsfélag og Hanna Birna brotlenti stjórnmálaframa sínum. Rétt eins og Illugi, fékk Hanna stöðu, nú situr hún í stjórn jafnréttissjóðs, nokkuð sem hefði heldur aldrei gerst í öðru vestrænu lýðræðisríki. 

Skiljanlega féll margt í skuggann á lekamálinu. Meðan Hanna Birna gróf undan löggæslu og dómsvaldi í landinu, eftir að hafa á skammarlegan máta logið upp á hælisleitanda, sundrað fjölskyldu og lekið trúnaðargögnum, þá sat Sigmundur Davíð í forsætisráðuneytinu og teiknaði myndir af gömlum húsum. Oft hló maður vantrúa þegar gamalt grjót var fært milli hverfa í Reykjavík fyrir hærri fjárhæðir en settar eru í allt menningarstarf í sömu borg. En svo rann kaldur sviti milli skinns og hörunds þegar maður sá forsætisráðherra gera sig að athlægi á heimsvísu, þegar Bjarni Ben hvæsti á franska blaðamenn og upphófst rætnasta kosningabarátta Íslandssögunnar.

Hvert erum við komin síðan þá?

Ekki langt. Íkorninn stökk í fang bjarnarins og var étinn. Og maður sem átti þátt í að gera stærsta tryggingafélag landsins gjaldþrota með aðkomu sinni að spilavítabraski í Kína fór úr því að vera fjármálaráðherra yfir í að vera forsætisráðherra. (Og tók með sér Seðlabankann og umsýslu ríkiseigna í leiðinni, af sömu ástæðu og refurinn hættir ekki sjálfviljugur að éta dýrin).

En örlitlar framfarir áttu sér stað. Við fengum nýjar siðareglur fyrir þingmenn og ráðherra. Vinstri stjórnin 2009-2013 setti sér siðareglur að vísu, sem Sigmundur þrjóskaðist við að skrifa undir. (Umboðsmaður alþingis bað hann ítrekað að skrifa undir eða semja nýjar siðareglur). En um það leyti sem Illugi var að hjálpa vinum sínum í Kína samþykkti þingið þingsályktun um siðareglur, og þar segir í fimmtu grein að þingmenn skuli:

„Ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra“

Og svipuð klausa náði inn í siðareglur ráðherra. Sem ólíkt síðustu ríkisstjórn ráðherrar hafa þó skrifað undir:

„Ráðherra notfærir sér ekki stöðu sína, eða upplýsingar sem hún veitir honum sérstakan aðgang að, til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðila sér nákomna.“

Þetta ætti kannski að vera sjálfsagt. Aðrar þjóðir hafa með reynslu sinni fyrir löngu lært að svona hluti þarf að taka fram. Þegar sænskur ráðherra kaupir toblerone með korti ráðuneytis síns þarf hann að segja af sér. Ekki af því brotið sé á stærð við Panamaskjölin, heldur af því menn spyrja ekki um stigsmun í útlöndum, einungis eðlismun. Í Svíþjóð komst upp um ráðherrann Monu Sahlin sem notaði kort ráðuneytisins í heimilisinnkaup, en gerði upp við hver mánaðarmót. Hún varð uppvís af því að ljúga og þurfti að segja af sér vegna þess, en í sögunni er hún orðin þekkt sem ráðherrann sem sagði af sér fyrir að kaupa bleyjur og Toblerone. Hefði þetta gerst á Íslandi hefði vafalaust einhver sagt: þetta er nú ekkert stórmál, hún gerði upp við hver mánaðarmót. Sjálftitlaðir umbótasinnar myndu líkast til tala um hvernig þetta væri bara að draga athygli frá því sem raunverulega skipti máli (setjið inn fátækt, ný stjórnarskrá, umhverfismál), en Svíar skilja að svona hegðun grefur undan öllu trausti og siðferðislegum viðmiðum. Ef þú mátt kaupa þér Toblerone eða Pampers og ljúga um það, má þá ekki allt eins byggja sér hús í Vestmannaeyjum á kostnað Þjóðleikhússins eins og einn þingmaður gerði. (P.S. samkvæmt lögum um uppreist æru er bannað að kalla þann fyrrum þingmann sem gerði slíkt þjóf).

Siðareglurnar voru settar af ástæðu og hafa verið brotnar nokkrum sinnum á þessu kjörtímabili nú þegar. Fyrrum heilbrigðisráðherra og núverandi menntamálaráðherra nýtti sér stöðu sína til að koma á framfæri fitumælingartækinu boditrax, sem vinkona hans og eiginkona annars ráðherra selur. Einn þingmaður tók þátt í átakinu. Hvaða áhrif það hafði á virðingu embættanna veit ég ekki, en þátttaka fyrrum heilbrigðisráðherra í markaðsátaki fyrir heilsuræktartæki hefur talsvert vægi, og er að mínu mati brot á siðareglunum.

Annað brot sem komst upp í gær var þegar umhverfisráðherra nýtti þingsal til að koma vöru á framfæri. Líkt og Hanna Birna hefur hún látið eins og gagnrýni á hana sé einhvers konar árás feðraveldisins.

Þeir sem halda því fram að þetta séu ekki stór mál hafa ekki skilið eðli þeirra. Þingmenn eiga ekki að nýta stöðu sína vinum og vandamönnum til framdráttar. Sú hegðun sem Björt, Kristján, Bjarni, Illugi og fleiri sýna af sér er ekki hegðun þjóðkjörinna fulltrúa heldur aðalsmanna. Við getum kannski þakkað fyrir að Bjarni telji sér ekki trú um að hann hafi rétt á Jus primae noctis og nýti sér frekar kynlífskaupasíður eins og Ashley Madison.

Eitt er þó alveg öruggt. Ráðamenn munu ekki haga sér rétt nema þeir finni fyrir vandlætingu. Þeir settu siðareglur að kröfu almennings og munu ekki hlýða henni nema almenningur og aðrir þingmenn krefjist þess. Brot á þessum siðareglum eru áfellisdómur yfir öllu þinginu og sér í lagi þeim sem styðja þennan stjórnarmeirihluta. Það sem er í húfi er svo efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki, því það er spilling sem gerir krónuna óviðráðanlega, það var spilling sem felldi bankakerfið og spilling sem stuðlaði að þeirri krísu sem hefur verið í húsnæðismálum síðan þá. Þegar ráðamenn bera ekki virðingu fyrir embættum sínum þá er fórnarlambið allt samfélagið í heild sinni.

Við settum siðareglurnar. Nú þarf að framfylgja þeim. Kannski verðum við fyrst að skilja hvaða gildi svona lög, reglur og stofnanir raunverulega hafa. Það er ekki nóg að ljósrita stjórnarfyrirkomulag annars staðar og herma eftir yfirborðslegum einkennum lýðræðisríks. Það þarf líka að bera virðingu fyrir inntaki þess. Við þurfum að skilja að embættin eru þjónusta við almenning ekki þjónusta við mann sjálfan og vini sína, eða stökkpallur til instagram-frægðar. Ef við náum því ekki verðum við sennilega aldrei alvöru lýðræðisríki, einungis Cargo Cult á afskekktri eyju.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·