Blogg

Styttri vinnuvika: Vökulög 21 aldarinnar

Íslendingar sóa mesta tímanum af öllum á Norðurlöndum. Það sýna tölur um framleiðni. Samt eyða þeir mestum tíma í vinnunni og í skóla. Þrátt fyrir að allt bendi til þess að með því að taka sér meira frí myndi framleiðni og námsárangur aukast.

Tími er verðmætasta auðlindin. Við eigum takmarkaðan tíma á jörðinni, takmarkaðan tíma með fjölskyldunni, takmarkaðan tíma á hverjum degi þar sem við höfum orku til að gera eitthvað áður en við þurfum næringu eða hvíld. Ef það er eitthvað sem við vildum flest eiga meira af þá væri það tími, því allt annað kemur eftir á, hvað svo sem það er sem við viljum njóta. Við njótum þess ekki án tíma.

Einn stærsti áfanginn í baráttunni fyrir bættum kjörum á síðustu öld voru vökulögin. Þau voru barátta fyrir nauðsynlegum svefn og tímanum til að hvílast. Í dag þykir okkur sjálfsagt að enginn þurfi að vinna 90 klukkustunda langan vinnudag, en raunin var sú að það þótti sjálfsagt að láta fólk vinna svo lengi sem var veiði. Það hafði auðvitað ömurleg áhrif á heilsu hásetanna úti á sjónum og gerði sjóferðina ekki öruggari með örmagna skipverja.

Þótt skipakosturinn væri sífellt að batna, bátar að verða hraðskreiðari og samskipti betri þá var það engin tæknibylting sem færði fólki betri kjör heldur lagasetning. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að aukin tækni færi með sér bættari lífskjör, við þurfum ekki annað en að kíkja yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna, þar sem framleiðni hefur aukist jafnt og þétt síðustu þrjá áratugi án þess að það skili sér í verulegum launahækkunum. Ef eitthvað er hefur aukna framleiðnin leitt til þess að færri njóta hennar eins öfugsnúið og það er.

Fyrir vökulögin voru engin takmörk fyrir því hversu mikið mátti þræla fólki út til að veiða og verka fisk. Og þótt tækninni fleygði fram þá eins og nú, með betri gufuknúnum bátum og fullkomnari samgöngum og samskiptatækni, varð gamla vinnufyrirkomulaginu ekki breytt nema með lagasetningu.

Í dag erum við á svipuðum stað. Íslendingar eyða minni tíma með fjölskyldunni heldur en aðrar norðurlandaþjóðir og meiri tíma á vinnustaðnum. Og þrátt fyrir það er framleiðnin minni. (Eða öllu heldur þess vegna þegar nánar er gáð).

Ef vökulögin hefðu ekki verið sett á sínum tíma hefði samfélagið staðið í stað. Engin krafa hefði komið á vinnuveitendur um að nýta tíma starfsfólks betur, eða greiða þvíænægilega hátt kaup til að það geti lifað þrátt fyrir að vinna minna. Það sem einkennir íslenskan vinnumarkað í samanburði við þann norska t.d. er meira skipulagsleysi sem leiðir til þess að meiri tíma er sóað. Verðmætustu auðlindinni sjálfri!

Á sama tíma dragast íslensk börn aftur úr norrænum börnum í lestrargetu. Margar mögulegar útskýringar gætu átt við, og höfuðábyrgð á þessu ber sá flokkur sem hefur haft menntamálaráðuneytið síðustu ár (hóst, sjálfstæðisflokkurinn, hóst), en eitt sem gæti snarlega bætt úr þessu væri aukinn tími foreldra með börnum. Rannsóknir sýna nefnilega að börn sem eyða meiri tíma með fjölskyldunni standa sig betur í námi. Og það er stóra framleiðniþversögnin, börn sem eyða minni tíma í skóla og sleppa jafnvel við heimalærdóm eins og í Finnlandi eiga auðveldar með að einbeita sér. Það sama á við með foreldrana á vinnustaðnum. Aukin hvíld færi með sér aukna einbeitni, aukna náms- og vinnugleði, aukna framleiðni og aukna hamingju í leiðinni.

Svo eftir hverju erum við að bíða? Okkur myndi líða betur, heilsufar þjóðarinnar myndi batna að meðallagi með minna stressi og álagi og allar tölurnar hvað varðar framleiðni, námsárangur og hagvöxt myndu líka líta betur út. Pólitíkusarnir gætu svo montað sig af því hvort sem þeir studdu styttingu vinnuvikunar eða ekki.

Þeir sem leggjast gegn styttingunni eru mikið til sömu hóparnir og lögðust gegn vökulögunum á síðustu öld. En það er af því vinnuveitendur og hagsmunasamtök þeirra hafa tilhneigingu til að líta til skamms tíma og til tímabundinna rekstraróþæginda en ekki hversu mikið myndi batna til langtíma með betri nýtingu á tíma.

Það er kominn tími til að við náum nágrannaþjóðum í framleiðni og námsárangri, tími til að við fáum jafnmikinn hvíldartíma og jafn þægilegt líf. Lífið er til að lifa því.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Reynsla

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Fréttir

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“