Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

Í síðasta pistli sínum áður en hann var myrtur skrifaði blaðamaðurinn Jamal Khashoggi að það sem arabaheimurinn þyrfti helst væri meira tjáningarfrelsi. Hann kvartaði undan því að eftir fordæmingu vesturlanda fylgdi yfirleitt einungis þögn og því kæmust arabaríki upp með að þagga gagnrýna umræðu niður óáreitt, og hefðu gert lengi. Stuttu síðar var búið að myrða hann af sautján sádí-arabískum leyniþjónustumönnum, í því sem mætti helst lýsa sem blöndu af blóðugri og grimmilegri leyni-aftöku og klúðurslegu launmorði. Launmorði sem var svo klúðurslegt að vesturlönd komast ekki upp með að humma það af sér, þó svo það henti ekki viðskiptahagsmunum stjórnmála-elítunnar.

Fátt hentar nefnilega viðskiptahagsmunum stjórnmála-elítu betur en þöggun. Og síðustu þrír forsetar sem repúblikanaflokkurinn hefur haft í Bandaríkjunum eru bundnir svo nánum viðskiptatengslum við Sádí-arabíska konungdæmið að þeir eru ófærir um að gera nokkuð sem skiptir máli. Þar liggur grundvallarmunurinn á Norður Kóreu og Sádí-Arabíu þegar öllu er á botninn hvolft. Ef Kim Jong Il hefði verið í bisness með Bush-feðgum þá hefðu engar viðskiptaþvinganir verið settar á Norður Kóreu, og ef Kim Jong Un væri að bjarga Jared Kushner, tengdasyni Trump, frá gjaldþroti með lánalínum og fasteignafjárfestingum þá væru Bandaríkin ekki að fordæma vopnauppbyggingu Norður-Kóreu, heldur að selja þeim vopnin.

Höfum þetta í huga þegar við færum okkur úr hinum stóra heimi yfir til litla Íslands. Þöggun hentar stjórnmála-elítunni alltaf. Og lög sem tryggja þöggun af öllu tagi eru henni ávallt til góða. En það verður sífellt erfiðara að tryggja góða þöggun, jafnvel þó maður sé með dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafann alveg í vasanum.

Einn helsti gallinn við helvítis internetið er að nú getur pöpullinn tjáð sig og það sem verra er sótt sér upplýsingar um nánast hvað sem er. Áður fyrr þurfti maður að fara á bókasafn til að sækja sér upplýsingar, en þær voru a.m.k. örlítið takmarkaðar og það var sussað á þá sem höfðu hátt. Pistill Jamal Khashoggi verður lesinn í arabaheiminum þrátt fyrir tilraunir valdhafa til að koma í veg fyrir það. Sem betur fer.

Í aðeins siðmenntaðri hluta heimsins eru fréttamenn ekki bútaðir niður í spað í setustofum sendiráða. Þess í stað fer löggjafinn krókaleiðir til að tryggja að upplýsingar rati ekki til almennings. Það er gert með meiðyrðamálum og lögbönnum. Og er það ekki betra að í stað þess að taka blaðafólk af lífi að við bara ógnum atvinnuöryggi þess?

Mig langar aðeins að nefna þrjár lögbannstilraunir sem ekki eru öll sama eðlis. Tvær þeirra snúast um tilraunir valdhafa til að þagga niður óþægilega umræðu, eitt þeirra snýst um sérhagsmuni sem ganga gegn almannahagsmunum og dómstóla sem skortir tækniþekkingu til að dæma skynsamlega. Byrjum á því máli.

Hæstiréttur staðfesti nýverið lögbann á deilisíður. Eflaust fagna margir tæknihamlaðir og tækniblindir þeim úrskurði, en hann mun að engu leyti hafa áhrif á þá sem sækja sér efni á deilisíður ... hafi þeir aðgang að interneti á annað borð. Fólk mun engu að síður geta fundið sér deilisíður með google eða duckduckgo (sem fólk ætti frekar að notast við).

Mögulega mun dómur hæstaréttar eitthvað auka kostnað okkar allra á internetinu, með því að gera netveitur ábyrgar fyrir að sía burt óæskilegar síður í stað þess að velta ábyrgðinni yfir á hýsingaraðilann. Símafyrirtækin komu hvergi nærri því að setja upp Piratebay síður á netið og hafa engin tök á því að grípa fyrir aðgang neytenda að þeim. En þau geta rukkað fyrir tilraunina og réttlæt í leiðinni upplýsingasöfnun um notendur sína.

Önnur tilraun til lögbanns var gerð um daginn, þegar ungur strákur fór fyrir hönd eldri karlmanna og krafðist lögbanns á tekjur.is

Sem tókst að vísu ekki. Ekki frekar en aðrar tilraunir SUSS til að sussa niður þessa umræðu síðastliðna áratugi.

Það þykir feimnismál hvað fólk græðir mikið eða lítið. Samt eru tekjur, laun eða arður ekki beinlínis persónuleg málefni. Ég get skilið ef fólk vill lítt tala um heilbrigðissögu sína, kynhneigð eða trúmál. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður. En ef maður er á svo lágu kaupi að maður skammast sín þá er maður ekki á mannsæmandi launum og það ætti laga það hið snarasta. Sama gildir um þann sem skammast sín fyrir milljónirnar. Það hlýtur að vera virkilega óþægileg tilfinning að græða og græða og finnast maður samt ekki hafa unnið fyrir því. Það hlýtur að valda sérkennilegum sting í magann. En margir af okkar stærstu skattgreiðendum eru kvótaeigendur af annarri kynslóð sem aldrei hafa migið í saltan sjó, ef ég er að skilja Kjarnann rétt, og ég skil vel að það valdi þeim ákveðnum kvíða þegar athyglin beinist að þeim. Skipstjóri þarf ekki að skammast sín fyrir neitt, en erfinginn getur átt erfitt með að rúmast í víðum sjóarastígvélum þegar eini veruleikinn sem hann þekkir er hafið á sólarströndinni og fasteignabrask.

Maður getur skilið skömmina. Og þeir gætu auðvitað skilað skömminni ef þeim finnst þeir sjálfir svona asnalega ríkir. Skilað t.d. kvótanum til hins raunverulega eiganda, þjóðarinnar, sem síðan gæti leigt hann út fyrir sanngjarnt verð til einhverra sem væru ekki með nagandi samviskubit yfir arðinum sem þeir höluðu inn úr þeim viðskiptum.

Margir þeirra hafa reyndar selt fyrirtækin og lifa nú af fjármagnstekjum og öðrum fjárfestingum. Þeir hafa þá ekki neitt meira erft frá feðrum sínum annað en nagandi samviskubit sem brýst út með gremju þegar einhver birtir gögn um ríkidæmi þeirra.

En varla er hægt að segja að aðgengi almennings af upplýsingum sé af hinu slæma. Hvernig annars eigum við kjósendur að átta okkur á hvernig skattkerfi eða samfélag við viljum byggja upp nema við höfum aðgang að upplýsingum um það? Annars erum við bara að taka ákvarðanir í blindni.

Og nú kem ég að þriðja lögbanninu. Því sem varð ársgamalt fyrir nokkrum dögum síðan.

Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að hæstiréttur staðfesti það. Dómar héraðsdóms og landsréttar hafa sýnt að sýslumaður hafði enga heimild til þess að banna fréttaflutning Stundarinnar á síðasta ári. En hann gerði það samt (og á þessi sýslumaður býsna skrautlega sögu fyrir), með gríðarlegum afleiðingum fyrir frjálsa umræðu á þessu landi.

En hvernig sem fer fyrir hæstarétti og síðar kannski mannréttindadómstóli Evrópu, þá mun þetta lögbann vera svartur blettur á sögu Íslands. Það er fáránlegt að fjölmiðill hafi ekki mátt flytja fréttir um forsætisráðherra landsins í miðri kosningabaráttu. Og það er góð spurning hvers vegna Glitnirholdco þráast við að halda þessum upplýsingum frá almenningi.

Hver veit nema það verði minna mikilvægt þegar firningarfrestur líður hjá og ekki verður lengur hægt að kæra fyrir innherjaviðskipti.

Menn gera nú greiða fyrir minna.

En ef eitthvað vit væri í löggjafa, framkvæmdarvaldi eða dómstólum á Íslandi hefði þetta lögbann aldrei verið látið viðgangast í heilt ár. Þing hefði getað gripið inn með neyðarlögum strax eftir kosningar. Framkvæmdavaldið hefði getað áminnt sýslumann, eða hreinlega ráðið nýjan eftir að héraðsdóm. Dómstólar hefðu getað gefið málinu flýtimeðferð.

Allt þetta var ekki gert af því það er ríkur pólitískur vilji til að hefta tjáningarfrelsið. 

Lögbönnin þrjú eru öll ólík í eðli sínu, (og lögbann hefur enn ekki verið sett á tekjur.is þrátt fyrir tilraun til þess), en opinbera öll á sinn máta brotalamir. Lögbannið á deilisíðunum opinberar fáfræði og sýnir nauðsyn þess að uppfæra forn lög frá því fyrir daga internetsins. Lögbanns tilraunin á tekjur.is opinberar að okkur finnst óþægileg umræðan um tekjur í samfélaginu af því þeim er misskipt, og fólkið með hæstu tekjurnar ekki einu sinni sannfært sjálft um að það eigi ríkidæmi sitt skilið. Lögbannið á Stundina opinberar að valdamesta fólk samfélagsins er til í að traðka á tjáningarfrelsinu og er hrætt við hvað gæti komið fram ef rýnt væri í viðskiptasögu núverandi fjármálaráðherra.

Hvernig land værum við án allra þessara lögbanna? Þetta er lítil spurning. Stóra spurningin er hvernig væri arabaheimurinn ef fólk gæti tjáð sig án þess að stjórnvöld myrtu þá sem voguðu sér að gagnrýna þau? Hvernig liti heimur án ritskoðunar út?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
2

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
3

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka
4

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
5

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar
6

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof
7

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Mest deilt

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar
1

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
2

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Minni Vestfjarða
3

Ritstjórn

Minni Vestfjarða

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
4

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga  DNB sem bankinn vissi ekki hver átti
5

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?
6

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Mest deilt

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar
1

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
2

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Minni Vestfjarða
3

Ritstjórn

Minni Vestfjarða

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
4

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga  DNB sem bankinn vissi ekki hver átti
5

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?
6

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Mest lesið í vikunni

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
1

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
2

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Vináttan í Samherjamálinu
3

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
4

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Stjórnmál með tapi
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stjórnmál með tapi

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
6

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Mest lesið í vikunni

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
1

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
2

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Vináttan í Samherjamálinu
3

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
4

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Stjórnmál með tapi
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stjórnmál með tapi

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
6

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Nýtt á Stundinni

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga  DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Gripið til varna fyrir Samherja

Gripið til varna fyrir Samherja

Skömmin er þeirra

Illugi Jökulsson

Skömmin er þeirra

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Samherjar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Samherjar

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

Samherji einungis að reyna að verja sig

Samherji einungis að reyna að verja sig

Myndin er ferðalag um Ísland

Myndin er ferðalag um Ísland