Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

Maður hefur heyrt svo margar skýringar á því hvernig Hillary Clinton, næstóvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, tókst að tapa fyrir Donald Trump, óvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, að ég myndi frekar kveikja í mér og stökkva út um gluggann heldur en að hlusta á enn einn fyrirlesturinn um það.

Lof mér bara að segja að ég held að skýringin um að ræðan þar sem Clinton talaði um The deplorables, hafi verið útslagið sé líkleg. Þ.e.a.s. um leið og kjósendahópur Trump var gagnrýndur hafi Clinton náð að hrinda frá sér marga sem hefðu mögulega verið opnir fyrir skilaboðum demókrata og náð að magna upp enn meiri aðskilnað þessara tveggja kjósendahópa, frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum enn þegar var.

Var gjáin þó orðin nokkuð djúp án þess að annar kjósendahópurinn væri kallaður fyrirlitlegur.

Og lof mér bara að bæta því við að ég skil orð hennar sæmilega vel. Ég hef alveg takmarkaða þolinmæði fyrir því að fólk neiti að skilja að ef maður talar um ákveðin þjóðfélagshóp, Mexíkóa í þessu tilviki, sem samansafn nauðgara og morðingja, með góðu fólki í bland, þá ætti maður sjálfkrafa að vera afskrifaður.

En hvað um það. Almennt er það bara heimskuleg pæling að taka ákveðið mengi kjósenda, setja alla undir sama hatt og hrauna svo yfir þá. Það er aðeins skárra þegar maður gerir það um pólitíkusa (ekki mikið samt), en helst ætti maður að halda sig við stefnumálin. 

Og vík ég þá athygli okkar að bakþönkum í fréttablaðinu. Þar má segja að höfundur skrifi bakþanka um þá sem hann upplifir sem hina fyrirlitlegu í íslensku samfélagi, en ég myndi segja að séu frekar fyrirlitlegir bakþankar.

Í bakþönkum fréttablaðsins í dag skrifar Guðmundur Brynjólfsson um par. 

„Hún var ófríð. Klæddi sig sundurlaust og yfirleitt í drapplit föt. Venjulega í þvældri popplínkápu í grámóskulegum lit, ætíð í brúnum buxum úr einhverju því efni sem alltaf sýndist skítugt. Oft í litlausum óburstuðum skóm en til spari hafði hún rúskinnsskó flatbotna, útjaskaða á hælunum og var storkin selta á tánum.“

Ekki er lýsingin á manninum fegurri. Hann með flösu, einrænn menntaskólakennari og þau drekka rauðvín, hlusta á rás eitt og eru hallærislegt pakk.

Að lokum spyr Guðmundur hvor það sé nokkur furða að VG sé getulaus flokkur?

Þetta er með hallærislegri bakþönkum sem ég hef lesið. Í fyrsta lagi eru kjósendur VG allskonar, og allt að 30% Íslendinga voru að velta honum fyrir sér rétt fyrir síðustu kosningar. Og nú er ég ekki þekktur fyrir að fara mjúkum höndum um þennan flokk, sem mér finnst oft á tíðum hallærislegur og einungis róttækur upp á punt. En það er mín skoðun á flokki, kannski örfáum pólitíkusum, en ekki fólki sem þykir vænt um fossa, vill hreinna loft, hugsa vel um börn og aldraða, og er almennt hlynnt friði í heiminum.

Þessir bakþankar minna mig svolítið á skrif Sirrý Hallgrímsdóttur fyrr um árið þar sem hún skrifaði um samtal við Pírata. Þeir bakþankar ættu eiginlega að vera kennsluefni í rökfræði um strámenni.

„Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?…

Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“

Nú veit ég ekkert um hvort Guðmundur þekki einhvern einrænan menntaskólakennara með flösu sem honum er mjög í nöp við og sannfærður um að kjósi VG, eða hvort Sirrý upplifi sjálfa sig sem auðvaldslúður.

En ég veit að bæði VG og Píratar standa þeim í þakkarskuld. Ef eitthvað er auka svona skrif líkurnar á því að fólk kjósi flokkana sem þau eru að gagnrýna. Hvað mig varðar þá langaði mig í fyrsta skiptið á ævinni virkilega til þess að kjósa VG og það er sérkennileg tilfinning fyrir varaþingmann í öðrum flokk. En svo mætti fréttablaðið kannski fara að velta fyrir sér hvort að slagsíðan sé ekki aðeins of mikil í bakþönkunum ef blaðið ætlar sér að vera blað sem allir landsmenn nenni að fletta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
3

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
4

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Stuð í Feneyjum
5

Stuð í Feneyjum

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
4

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Stuð í Feneyjum
5

Stuð í Feneyjum

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·