Þessi færsla er rúmlega 6 mánaða gömul.

Að standa vörð um kraftmikla fjölmiðla

Að standa vörð um kraftmikla fjölmiðla

Við fjölmenntum á Austurvöll Í Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri 19. febrúar 2022 til að sýna samstöðu með frjálsum fjölmiðlum og mótmæla ofsóknum gegn fjölmiðlafólki. Við eigum ekki sitja hjá, ekki vera sama, heldur styðja góð málefni, það er nefnilega ekki réttlætanlegt að vera bara áhorfandi og láta öðrum eftir að móta framtíðina.

„Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi,“ sagði í fundarboði ungliðahreyfinga Sósíalista, Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Viðreisna.

Auður Jónsdóttir rithöfundur hélt ávarp á Austurvelli og vitnaði í Um harðstjórn eftir Timothy Snyder sem skrifar að siðferðislega skyldan sé að leggja sitt af mörkum til að vernda frjálsa fjölmiðlun. Styrkja og vera áskrifandi að sjálfstæðum, einka­reknum fjölmiðlum.

Mig langar til að taka undir með Auði og benda fólki líka á þessa bók sem hún vitnaði í því efni hennar gefur okkur kjark til að vernda lýðræðið sem nú verður sífellt fyrir árásum. Guðmundur Andri Thorsson þýddi bókina og Mál og menning gaf út 2018. Svetlana Alexievich nóbelsverðlaunahafi, höfundur Tsjernobyl-bænarinnar,  sagði um skrif Timothy Snyders: „Við stefnum hraðbyri í átt að fasisma. Þessi bandaríski rithöfundur lætur okkur ekki komast upp með neina sjálfsblekkingu.“

Timothy Snyder prófsessor í sagnfræði við Yale-háskólann dregur tuttugu lærdóma af tuttugustu öldinni sem m.a. hvetur okkur til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi og vera virk í andstöðu við stríðsrekstur harðstjóranna sem nú birtist við landamæri Úkraníu.

Hér er snögg upprifjun á bókinni en ég hvet ykkur til að lesa hana umsvifalaust.

Látum ekki grafa undan trausti á fjölmiðlum

Timothy Snyder  minnir okkur á að órannsakað líf er einskis virði eins og Sókrates fullyrti forðum. Ekki láta aðra hugsa fyrir ykkur og stjórna lífi ykkar. Ekki hlýða í blindni, við eigum betra skilið.

Hlustið ekki á óvildarmenn sem vilja leggja stofnanir niður sem eiga að þjóna almenningi. Ekki láta valdafólk grafa undan trausti á fjölmiðlum með því að gera þá tortryggilega.

Ásýnd samfélagsins er ekki aðeins á ábyrgð annarra heldur einnig okkar sjálfra. Látið ekki telja ykkur trú um að sannleikurinn sé ákvörðunarefni og háður aðstæðum. Lærið að gera greinarmun á lygi og sannleika, réttu og röngu og temjið ykkur yfirvegun. Ekki láta sefjun stjórna lífinu, skerið ykkur úr ef með þarf í stað þess að þegja yfir óréttlætinu.

Talið um hlutina, horfist í augu og skiptist á skoðunum. Ekki þykjast vita svarið áður en umræðan hefst, njótið þess að rannsaka málið sjálf. Forðist hægindastólinn, farið á vettvang, í kröfugöngur, mótmæli, verið sýnileg og takið þátt. Talið við ókunnuga og takið þátt í félagasamtökum, styðjið góðgerðarsamtök, styrkið siðað samfélag og kennið öðrum að láta líka gott af sér leiða. Ekki vera værukær og skeytingarlaus.

Temjið ykkur að reiðast yfir óréttlæti og hafnið öfgastefnum snarlega. Veitið ekki undanþágu frá mannúð. Látið enga harðstjórn takmarka tjáningarfrelsi ykkar eða breyta réttarkerfinu.

Elskið land ykkar og þjóð en látið ekki hvarfla að ykkur að ein þjóð geti verið framar annarri eða einn hópur öðrum fremri. Safnið vinaþjóðum, ekki óvinum. Gerið eitthvað fyrir aðra og verið hugrökk.

Timothy Snyder sýnir með dæmum að komist harðstjórar til valda muni þeir nota fyrsta tækifæri til að eyðileggja lýðræðið, t.d. með því að lýsa yfir neyðarástandi gagnvart ógn og leggja svo niður þær stofnanir sem þjóna almenningi, banna fjölmiðlaumfjöllun. Þetta þarf ekki að taka langan tíma. Okkur er ógnað um þessar mundir.

Fjölmiðlar geta ekki bara varið sig sjálfir, þeir þurfa að fólkinu að halda, gerist áskrifendur. 

Vakið hugrökk á verðinum!

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þessi grein er okkur góð áminning.

    Gleymum ekki einræðistilburðum Davíð Oddssonar sumarið 2004 !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Andri Sigurðsson
3
Blogg

Andri Sigurðsson

Verka­lýðs­hreyf­ing­in í dauða­færi að krefjast fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is

Rík­is­stjórn­in er í her­ferð til að sann­færa kjós­end­ur um að hún ætli sér að leysa hús­næð­is­vand­ann. Tal­að er um að einka­að­il­ar, mark­að­ur­inn, byggi 35 þús­und íbúð­ir. En þessi her­ferð er auð­vit­að bara "smoke and mirr­ors" eins og venju­lega. Eins og bú­ast mátti við eru eng­ar hug­mynd­ir þarna um að rík­ið komi að mál­um á neinn hátt nema með því að beita...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“