Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.
Landslagsljósmyndir færa okkur fegurð og þekkingu
Mynd ársins 2021 er birt hér með leyfi höfundar Vilhelms Gunnarssonar. Ég flutti nýlega erindi á sýningunni Myndir ársins 2021 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu. Markmiðið var að tengja landslagsljósmyndir, siðfræði og fagurfræði í leit okkar að þekkingu. Erindið fellur innan siðfræði náttúrunnar sem hefur verið eitt af meginþemum íslenskrar heimspeki síðustu áratuga, en þar hefur verið gerð tilraun...
Vandinn við stjórn Pútíns í Rússlandi
Joe Biden sagði (óvart) það sem ég var rétt í þessu að skrifa um Pútínstjórnina í Moskvu og reyndar almenningur hugsar. Garri Kasparov skammaði síðan starfsfólk Hvíta hússins fyrir að endursegja orð forsetans með mildari hætti. Látum sannar fullyrðingar standa! skrifaði hann. Biden hefur umbúðalaust sagt það sem stendur ekki í skrifuðum ræðum hans; Pútín er stríðsglæpamaður, Pútín er slátrari...
Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið?
Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? spyr danski heimspekingurinn Dorthe Jørgensen en þýðing Gísla Magnússonar bókmenntafræðings er nú aðgengileg sem smárit Stofnunar Vígdísar Finnbogadóttur (2021). Við Gísli munum spjalla um efni bókarinnar í Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar, þriðjudaginn 15. mars kl. 16.30-17.30 Hversu megnugt er ímyndunaraflið? Ímyndunaraflið getur leitað sannrar þekkingar. Sögulega höfum við verið hrædd við ímyndunaraflið því það virðist ekki...
Fimm ráð friðarmenningar
Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur þrátt fyrir allt búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Fimm ráð friðarmenningar eru einföld gjöf: Mótmælið öll! Ræktið vinsemd. Sýnið kærleika. Særið engan. Réttið hjálparhönd. Skeytingarleysið er óvinurinn Mótmælið öll! Skrifar Stéphane Hessel, mótmælið mannréttindabrotum,...
Að standa vörð um kraftmikla fjölmiðla
Við fjölmenntum á Austurvöll Í Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri 19. febrúar 2022 til að sýna samstöðu með frjálsum fjölmiðlum og mótmæla ofsóknum gegn fjölmiðlafólki. Við eigum ekki sitja hjá, ekki vera sama, heldur styðja góð málefni, það er nefnilega ekki réttlætanlegt að vera bara áhorfandi og láta öðrum eftir að móta framtíðina. „Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla...
Nýársþanki á Klakanum á kínverskum nótum
Blábyrjun árs er ekki öll þar sem hún er séð þrátt fyrir flugeldasýningar. Allt líður hiklaust hjá eins og halastjarna á himni. Lífið líður hjá, líf hvers og eins líður hjá. Það er vandalaust að leyfa öllu að líða hjá, láta sig reka stefnulaust eða láta aðra draga sig þangað sem þeir fara. Ég greip því bók í hönd til...
Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar
Spurt var á málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. „Hvert er sjónarhorn þitt út frá lífsskoðun og afstöðu - til náttúru og umhverfis?“ Hér er svarið mitt. Manneskjan þarf að læra að vinna verkin af alúð sem vekur vinsemd og virðingu, friðsemd sem vinnur lífinu aldrei mein, krafti til að skapa heillaríkt líf og góðvild...
Geta bókmenntir eflt frið og traust?
Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið, var haldin 8. október 2021 í Veröld – húsi Vigdísar. Áherslan var á sjálfbæra friðarmenningu. Friðarráðstefnan skiptist í þrjár málstofur sem sneru ólíkum hætti að mikilvægi trausts fyrir sjálfbæra friðarmenningu. Ein um ástandið í Afganistan og ábyrgð alþjóðasamfélagsins á stöðu mála. Önnur um áhrif loftslagsbreytinga á...
Að raska óbyggðu víðerni
Sumarið 2018 birti ég greinina Að raska ósnertum verðmætum. Núna sumarið 2021 kemur næsti kafli í sama anda sem nefnist Að raska óbyggðu víðerni. Tilefnið er meðal annars Óbyggðaskráning á vegum innlendra náttúruverndarsamtaka í samstarfi við breska vísindamenn sem beita alþjóðlegri aðferð við kortlagningu víðerna. Spurt er um þátt kærleikans við að eignast trúnað og vináttu lands. Víðerni...
Hvað getum við gert fyrir Palestínu?
Jafnvel þótt átakasaga Ísraela og Palestínumanna sé kölluð hin fullkomna deila, því hún er „annað hvort eða ...“ og engin lausn hefur dugað vegna þess að Ísrael vill ekki hætta við hernámið, þá er engin leið að vera sama eða líta undan. Hvað getum við gert? Vopnahlé í þessu máli er að flestu leyti svikahlé og friðarferli í þessu samhengi...
Ekki líta undan, ekki gefast upp!
Stjórnvöld í Ísrael sæta gagnrýni fyrir harðæri, ofbeldi, kúgun, loftárásir, eyðileggingu, morð á borgurum og varnarlausum börnum. Þó að nú væri, þau eru að fremja stríðsglæpi, þau eru að drepa til að stela húsum og landi af þjáðri*1 þjóð, einstaklingum og börnum. Gegndarlausar og mannskæðar árásir standa yfir á Gazasvæðinu. Hversu göfugt er það á Alþjóðaári friðar og trausts...
Alþjóðaár friðar og trausts 2021
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2021 sem alþjóðaár friðar og trausts í heiminum. Verkefnið felst m.a. í því að þróa vináttusamband þjóða en brýnt er að leysa deilur eftir friðsamlegum leiðum og koma í veg fyrir að næstu kynslóðir þurfi að glíma við afleiðingar af stríðum. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er friður og réttlæti eða að stuðla að...
Stafrófskver Heillaspora
Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir Bókin Heillaspor – gildin okkar (JPV mars 2020) eignaðist fljótlega afkvæmi því fram spratt hugmynd um að gefa hverjum bókstaf lífsgildi. Íslenska stafrófið telur 32 stafi auk fjögurra alþjóðlegra. Til varð stafrófskver Heillaspora en því er ætlað að kynna lesendum mikilvæg lífsgildi. Yfirskriftin Stafrófskvera Heillaspora er Gjöf til allra barna og þeirra sem unna börnum og...
Guð skapaði ekki Manninn
Goðsögur, arfsögur og sköpunarsögur geta haft áhrif um aldir á viðhorf kynslóða, jafnvel þótt vísindin hafi gert grein fyrir uppruna lífsins og mannkyns. Stundum eru margar sköpunarsögur á kreiki innan sömu menningar, sögur sem hafa hafa orðið undir eða viðteknar. Strax á fyrstu síðum Biblíunnar birtast tvær sköpunarsögur. Genesis, eða fyrsta Mósebók, hefst á sköpunarsögu sem er sögð í örstuttum...
Viljum við skaða flóttabörn?
Góðvild er þjóðgildi Nýsjálendinga sagði Jacinda Arden forsætisráðherra. Einfalt og hnitmiðað þótt íhaldssamir bölsýnismenn kalli það óraunsæja draumóra. Oft er spurt: Hvernig verðum við hamingjusöm? Svarið er viðamikið en þó er vitað að: Enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig – heldur með því að gefa af sjálfum sér, gefa öðrum og sýna þeim góðvild. Það...
Að skrifa fyrir börn og fullorðna
Hvers vegna skrifa rithöfundar fyrir börn? Að skrifa texta sem jafnt fullorðnir og börn skilja áreynslulaust krefst aukavinnu og einhvers aga en það er einnig skemmtilegt verkefni. Allt efni sem ekki er nauðsynlegt verður aukaefni sem þurrkast út. Langar setningar þarf að stytta og endurtekningar hverfa. Heilu kaflarnir, efnisþættir og hliðarefni verður eftir í möppum og margskonar sköpunarverk þurfa að...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.