Lífsgildin
Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.

Engin er lukka án hrukku

Heimspekingar hafa rannsakað hamingjuna frá mörgum hliðum. En hvað með svefn? Hefur svefn áhrif á hamingjuna? Hvað segja orðatiltækin um það? Hvorki svefn né hamingja fá ótvíræð meðmæli í íslenskum málsháttum, orðatiltækjum eða vísum. Fremur má greina þar viðvörun. Það er ævinlega betra að vaka og vinna heldur en að sofa og það er ekki talið gáfulegt að fagna eða...

Jafnrétti er þjóðgildi ársins 2017

Vinsælt er að gera lista undir lok hvers ár yfir hvaðeina sem tilheyrir árinu, velja karl og konu ársins, viðskipti ársins, tæki ársins … en það er einnig vit í að velja þjóðgildi ársins. Árið 2015 má segja að það hafi verið jafnrétti en einmitt þá var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og öflugar kvennabyltingar spruttu fram. Vitundarvakning...

Kjósum friðarmenningu hverja stund

Það þarf engar málalengingar, lífið á að vera án hlekkja, landamæra, ánauðar, flokkunar, bása, án haturs. Enga útúrsnúninga þarf, enga útreikninga eða hártoganir, aðeins eitt viðmið: Við erum öll manneskjur. Friðarmenning felst ekki aðeins í því að vinna gegn stríði. Hún er margfalt meira, hún felst í því að efla ákveðin gildi og rækta ákveðnar tilfinningar. Hún felst...

ÖgurStund tjáningarfrelsis

Tjáningarfrelsi má greina í þrjá þætti: málfrelsi, skoðanafrelsi og upplýsingafrelsi – án afskipta yfirvalda. Skömmu fyrir hrun þurfti stundum hugrekki til að tjá sig opinberlega um ýmis hagsmunamál þjóðarinnar. Er sá tími runninn upp aftur? Fólk nýtir frelsið til að tjá sig, gagnrýna heimsku, spillingu og ofbeldi og til að mótmæla ósanngjarni hegðun. En það eru alltaf einhverjir sem vilja...

Borgaravitund er þjóðgildi ársins 2016

Vinsælt er að gera lista undir lok hvers ár eða velja karl og konu ársins, tæki ársins … en það er einnig hægt að velja þjóðgildi ársins. Jafnrétti árið 2015 Árið 2015 var jafnrétti þjóðgildið sem mest bar á. Árið var 100 ára afmælisár kosningaréttar kvenna á Íslandi en öflugar byltingar spruttu einnig fram. Árið reyndist mikil vitundarvakning í jafnréttisbaráttu,...

Ríkisstjórn alþingismanna er svarið

Ef til vill er fólk alveg að missa áhugann á myndun næstu ríkisstjórnar, hver verður hún og hvernig hún mun starfa? Fólkið í landinu kaus persónur sem það treysti til að starfa sem alþingismenn næstu fjögur árin. Það treystir því enn og óskar því heilla. Fólkið fól þessum fulltrúum valdið og þau hafa tekið verkefnið alvarlega og vilja vanda verkið....

Næsta ríkisstjórn ætti að setja sér gildi

Hvernig væri að næsta ríkisstjórn setti sér gildi fyrir stjórnartíð sína? Hún gæti til dæmis valið 12 gildi fyrir tímabilið. Það gæti verið lýðræði, jöfnuður, mannréttindi, frelsi, friðsemd, sjálfbærni, traust, jafnrétti, réttlæti, virðing, heiðarleiki og réttlæti. Lýðræði og jöfnuður eru dýrmætið sem aldrei má glatast því þau fela í sér vald almenning og visku. Jöfnuður er megingildið á næstu árum...

Sérlegur dagur borgarans

Það er ekki nóg að telja atkvæði, gera skoðanakannanir, rétta upp hönd og velja. Lýðræði er aðferð til að laða fram visku eða vilja fjöldans. Lýðræði er samræða þar sem leitað er heillavænlegra leiða fyrir alla til að halda áfram. Mannréttindi og lýðræði haldast í hendur, stjórnarfarið á að mótast af jafnræði og jafnrétti borgaranna. Lýðræði krefst sterkrar vitundar borgaranna...

Ár umsköpunar er hálfnað

Á árinu verða bæði forsetakosningar og alþingiskosningar. Það er því tækifæri til að hleypa að nýjum tíðaranda, kveðja þann gamla og heilsa þeim næsta. Hvaða þjóðgildi geymir næsti tíðarandi? Nýr tíðarandi hefur vissulega eflst á liðnum árum á Íslandi en sá gamli tekur hart á móti. Græðgi, hroki, spilling, agaleysi, yfirburðatrú, einstaklingshyggja, einsleitni og stjórnlaus framsækni vilja ekki...

Hver er staða heiðarleikans í samfélaginu?

Í atvinnuauglýsingum er oft auglýst eftir heiðarleika – og þá í bland við aðra kosti. Hæfniskröfur geta verið snyrtimennska, heiðarleiki og stundvísi, eða að samviskusemi, heiðarleiki og góð nærvera séu áskilin. Óskað er eftir hreinu sakavottorði og heiðarleika, eða heiðarleika, dugnaði, góðri framkomu og þjónustulund. Heiðarleiki er ekki tæknilegur kostur eins og stundvísi eða þjónustulund. Hann er eitthvað dýpra og...

Óttinn við lýðræðisferli yfirunninn

Hvernig bregst hópur við nýjum valkostum, hópur sem þekkir aðeins einn kost vel? Ef þekking og reynsla takmarkast af einum sið og venju, hvað getur þá hvatt fólk til að opna hug sinn fyrir nýjum siðum og hugmyndum? Ef til vill ábending um réttlæti og að engin ástæða sé til þess að óttast lýðræðið. Fegurðin við lýðræðið Hópur sem venst...

Gagnrýnir borgarar mótmæla

Hvort er meira ögrandi að ganga inn í herbergi þar sem allt er á rúi og stúi eða herbergi þar sem allt er í röð og reglu? Ef til vill er það jafn spennandi, það fer eftir því hverju er leitað að og hvert sjónarhornið er. Verkefnið í herbergi óreiðunnar er að skapa reglu og verkefnið í herbergi reglunnar að...

Undirgefni eða heiðarleiki

Hugtakið og lösturinn undirgefni á erindi við okkur um þessar mundir. Það er ómaksins vert að gefa undirgefni gaum eftir lestur á nýustu bók Michel Houellebecq. „Það er undirgefnin,“ sagði Rediger lágt. „Sú sláandi og einfalda hugmynd hafði aldrei áður verið sett fram af slíkum krafti, að hámark mannlegrar hamingju felist í algerri og skilyrðislausri undirgefni.“ (Undirgefni. 2015, bls. 238)....

Alþjóðadagur hamingjunnar 20. mars

Alþjóðadagur hamingjunnar á vegum Sameinuðu þjóðanna er í dag, 20. mars og eru viðburðir víða um heim í tilefni dagsins. Markmiðið er að skapa hamingjustundir. Í Reykjavík er a.m.k. einn viðburður í tilefni dagsins. Að yrkja hamingjuna. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman um að fagna deginum í Hannesarholti kl. 16 með ljóðum, tónlist og hugvekjum...

Mannshugurinn og alheimurinn

Mannshugurinn er líkur alheiminum. Sérhver persóna fær hann að gjöf án þess að gera sér grein fyrir hversu dýrmæt gjöfin er. Líking birtist á hugartjaldinu: Stök manneskja liggur í hengirúmi milli trjáa undir berum himni. Hún sefur, hún vakir, það er skýjað og fuglar og flugvélar fara hjá. Hún sefur og vakir á víxl og virðir fyrir sér himinhnetti, sólarlag...

Lymskan kveikir elda þar sem ekkert getur brunnið

Ein aðferðin til að varpa ljósi á lesti og galla sem greina má í samfélaginu er að semja lýsingar á manngerðum í anda forngríska heimspekingsins Þeófrastosar sem nam í Akademíu (háskóli) Platóns og varð fyrsti skólastjóri Lýkeion (menntaskóli) Aristótelasar í Aþenu. Hann ritaði bókina Manngerðir um þrjátíu ámælisverð sérkenni í háttum manna, t.d. smjaður, óskammfeilni, málæði, nísku, óþokkaskap, meinfýsni og...

Hefur hugsun áhrif á heilsu?

Heilsan er hátt skrifuð í hugum Íslendinga og er jafnan nefnd sem höfuðgildi í lífinu. Læknisfræðin lítur gjarnan á huga og líkama sem aðskilin fyrirbæri en hvað segja önnur vísindi og heimspekin? Getur til að mynda vonglaður hugur haft heilsusamleg áhrif á starfsemi líkamans? Spáum í það: Hryggðarefnin eru óendanlega mörg og áhyggjur hafa tilhneigingu til að vaxa – en...

Speki dagsins I

Sá sem fær það sem hann sækist eftir, öðlast ekki nauðsynlega neitt. Sá sem fær ekki það sem hann sækist eftir, tapar ekki endilega neinu. Allt verkið og vegurinn er framundan hjá báðum. Þetta getur verið speki dagsins - ef maður vill, annars ekki/gh

Samkennd þjóðar skiptir öllu máli

Á örlagastund þegar öll sund virðast lokuð, þegar öllum lögum og reglugerðum hefur verið fylgt út í ystu æsar og engin undanþága er veitt, þegar stofnanir beita frávísun og ráðherrar eru ráðalausir, getur aðeins samkennd þjóðarinnar bjargað. Við búum til og búum við lög og reglugerðir, löggjafar,- dóms- og framkvæmdavald en það koma stundir þegar kerfið og regluverkið og skynsemin...

Hugsum um Jörðina - tíminn líður hjá

Vetrarsólstöður 22. desember 2015. Sólin er syðst á himni, lengst suður af miðbaug himins. Segja má að þetta séu tímamót á Íslandi af náttúrunnar hendi. Vetrarsólstöður eru góð tímamót til að endurskoða. Kjörið tækifæri til að setja sér markmið, til að bæta sjálfan sig, samskiptin við aðra, samfélagið, umheiminn, Jörðina og til að byrja á einhverju nýju með hækkandi sól....

Alþjóðadagur mannréttinda

Hugtakið mannréttindi hefur tvær stefnur, annars vegar að forðast og hins vegar að sækjast eftir. Mannréttindi verða ekki öflug nema með linnulausum lærdómi og reynslu. Mannréttindi virðast ekki vera eðlisleg viðbrögð heldur fremur margar lærðar dyggðir. 1. Mannréttindi felast í því að læra að forðast illsku, kúgun og ofbeldi og temja sér að vinna gegn þessari grimmd hvenær og hvar...

Karlfemínistar í feðraveldi

Ég er femínisti, ég er karlmaður, ég er karlfemínisti. Hvaða máli skiptir það? Engu. Hvað er svona merkilegt við það? Ekkert. Hver einstaklingur getur verið lýðræðissinni, friðarsinni, jafnréttissinni, náttúruverndarsinni og hvaðeina annað og kosið, valið og mótmælt án þess að kynið komi fram. Þetta merkir þó ekki að kyn skipti engu máli. Kyn er eldfim pólitísk breyta og viðbrögð geta...

Viðbrögð án ofbeldis eru alltaf valkostur

Hugtakið friður er viðamikið og felur í sér tilfinningar og dyggðir. Friður er mennska sem borgarar rækta með sér. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða skyndiákvörðun heldur margskonar starfsemi sem lýtur sama markmiði: að rækta líf, særa engan og virða aðra. Friður er seinvirkur en eflir kærleika. Hatur eða kærleikur Í völundarhúsi mannssálarinnar er margt að finna, þar er...

Hver er staða gjafmildi á Íslandi?

Að brjóta odd af oflæti sínu, það er þroskamerki. Að teygja sig til annarra og beygja sig fyrir þeim, það er kærleikur. Getur Ísland gefið öðrum meira en það gerir, og ef svo er, hvað þá helst? Einstaklingar gefa, hópar, félög, sveitarfélög og heilu þjóðirnar gefa öðrum. Gildi gjafarinnar er þó oft verulega vanmetið. Jafnframt er það hulið fyrir mörgum...

Listin og heimspekin glíma veruleika og drauma

Ég missi áhugann um leið og ég skil hlutinn, ég hef mestan áhuga á efni áður en það kemst í endanlegt form. Heimkynni mín eru á milli veraldarinnar og ímyndunaraflsins. Í þeim heimi sem ég skapa er guð, ég trúi á hann þar, en ekki í raunveruleikanum,“ sagði Nick Cave tónlistarmaður í kvikmyndinni 20,000 Days on Earth (2014) Af öllu...