Lífsgildin

Lífsgildin

Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·

Regnskógarnir í Brasilíu brenna, lungu jarðar, þaðan sem súrefnið streymir. Eldurinn er svo viðamikill að hann sést úr geimnum. Getum við staðið hjá og beðið eftir misvitrum forsetum eða duttlungafullum hagsmunasamtökum? Enginn mun bjarga heiminum. Hann þarf ekki á því að halda. Hann mun bjarga sér sjálfur. Enginn mun bjarga jörðinni. Hún þarf ekki á því að halda. Hún...

Að vera börnum hjálparhella

Lífsgildin

Að vera börnum hjálparhella

·

Vinsemd er sú dyggð og hjartahlýja sem helst er talin geta dregið úr kvölinni og aukið styrk gleðinnar í þessum guðsvolaða heimi. Vinsemdin býr yfir mörgu af því fallegasta sem getur prýtt manneskjuna. Hjálpsemi er eitt af því sem vinsemd felur í sér. Hún er alls staðar mikils metin og hvarvetna eru gerðar tilraunir til að kenna hana og festa...

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

Lífsgildin

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

·

Angústúra gaf út, í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, bókina Glæpur við fæðingu - sögur af Suður-afrískri æsku eftir Trevor Noah. Þetta er mannbætandi bók, full af tárum og hlátri. Trevor Noah er einnig uppistandari og stjórnmálaskýrandi, sem margir þekkja úr bandarísku sjónvarpsþáttunum The Daily Show. Höfundurinn fæddist í Jóhannesarborg árið 1984 á tímum apartheid í Suður-Afríku. Móðir hans Patricia...

Glötuð tækifæri til að gera rétt

Lífsgildin

Glötuð tækifæri til að gera rétt

·

Tómið vex á Íslandi í hvert sinn sem mannúðlegri meðferð er hafnað, t.d. á forsendum smásmugulegra stafkrókafræða eins og oft er gert gagnvart hælisleitendum. Íslendingar þurfa að horfa upp á það með reglulegu millibili, að foreldrar, konur, karlar og börn eru send til Grikklands eða Ítalíu, eða hvaðan sem þau komu, í algjöra óvissu þrátt fyrir að vera komin hingað,...

Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

Lífsgildin

Dánu börnin í Jemen og Sýrlandi

·

Illska mannsins bitnar með afgerandi og áberandi hætti um þessar mundir á börnum í Jemen og Sýrlandi. Við vitum það, við fylgjumst með því, við skrifum skýrslur og teljum líkin – en horfumst við í augu við það? Það er engin undankomuleið. I. fyrri hluti (17.3.19) Illskan gagnvart þessum börnum birtist með óbærilegum hætti í grimmúðlegu ofbeldi sem veldur þjáningu...

Sögurnar fylla lesandann sælu

Lífsgildin

Sögurnar fylla lesandann sælu

·

Sögurnar fylla lesandann sælu sem sprettur af dýpt og fegurð orðanna. Þær eru spegill þar sem veröldin birtist í öðru ljósi en oft áður. Lest(r)arferð þar sem numið er reglulega staðar en á hverri stöð er samfélag ólíkt því síðasta. Tígrisdýr í búri birtist á einum stað og breytist í þjóðfélagsþegn í borg. Á öðrum stað flýtur lík stúlku framhjá...

Pælt í Hávamálum og Njálssögu í heimspekikaffi

Lífsgildin

Pælt í Hávamálum og Njálssögu í heimspekikaffi

·

Lífsspekin sem birtist í Hávamálum hafði áhrif um aldir og enn má setja hana í samhengi við líferni og viðhorf nútímafólks á Norðurlöndum.  Gestaþáttur Hávamála er a.m.k. frá 12. öld en einstök erindi eða ljóðlínur geta átt sér miklu eldri rætur. Spekin hefur borist á milli kynslóða með margvíslegum hætti m.a. með menningararfinum og uppeldi. Það sem telst lofsvert í...

Framúrskarandi fantasía um Lýru silfurtungu

Lífsgildin

Framúrskarandi fantasía um Lýru silfurtungu

·

PHILIP Pullman (f. 1946) komst með einhverju móti yfir töfraformúluna að ævintýrabók og skrifaði þríleik (His Dark Materials) um Lýru sifurtungu í bókunum Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn sem þýddar voru af Önnu Heiðu Pálsdóttur (MM. 2000-2002). Bækurnar um Lýru eru til í kiljum á íslensku en þær náðu hægri útbreiðslu í skugga bókanna um Harry Potter. Harðlínumenn og bókstafstrúarmenn...

Lærdómar um harðstjórn og lýðræði

Lífsgildin

Lærdómar um harðstjórn og lýðræði

·

Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni eftir Timothy Snyder prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla er verulega merkileg bók um efni sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Hver eru einkenni harðstjóra? Hvernig geta borgararnir komið í veg fyrir að harðstjórar taki völdin enn á ný? Hvernig eru stofnanir eyðilagðar? Hvað tekur langan tíma að rústa...

Góðvild á tímum sjálfselskunnar

Lífsgildin

Góðvild á tímum sjálfselskunnar

·

Góðvild hefur oft verið útilokuð og flokkuð með draumórum. Það hefur verið hlegið að henni og hún hefur átt undir högg að sækja. Hún gengur undir mörgum nöfnum og er nefnd í ýmiskonar spekibókum og trúarritum í gegnum aldirnar. Það virðist þó ekki nægja því of fáir treysta á kraft hennar. Mannkynið hefur efast um einn sinn allra mesta...

Skyldan að mótmæla í lýðræðissamfélagi

Lífsgildin

Skyldan að mótmæla í lýðræðissamfélagi

·

Skyldur eru lagalegar og/eða siðferðilegar. Það er til dæmis siðferðileg skylda að standa við loforð – sé þess nokkur kostur. Hver manneskja ber margvíslegar skyldur sem knýja á með ólíkum hætti. Skyldan getur verið sett af ríkisvaldinu, hún getur sprottið af hlutverki og stöðu einstaklings en einnig af hugsjón og skilningi á samhengi hlutanna.  Virðing kynjanna eru mannréttindi. ...

Gildi útiveru fyrir börn

Lífsgildin

Gildi útiveru fyrir börn

·

Hvaða máli skiptir náttúran í hversdagslífi barna? Eflir útivera seiglu barna? Getur verið að tæknivæðingin dragi úr hreyfingu barna og reynslu af náttúrunni? Miðvikudaginn 19. september kl. 20 ætlum við Sabína Steinunn Halldórsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur að fjalla um grunngildi fyrir börn, m.a um náttúruást, gildi útiveru á skynþroska barna og lífsgæði til frambúðar. Einnig munum við ræða áhrif tækninnar...

Melody og Winner á sigurbraut

Lífsgildin

Melody og Winner á sigurbraut

·

Mæðgin Melody Otuwho og Emanuel Winner verða ekki send til Ítalíu eins og Útlendingastofnun hafði ákveðið. Kærunefnd útlendingamála hefur fellt þá ákvörðun úr gildi eftir að hafa tekið kæru Melody til umfjöllunar.  Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur Melody, segir í samtali við RÚV að Útlendingastofnun hafi verið gert að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar um alþjóðlega vernd á Íslandi. Sigurlaug,...

Að hugsa svolítið hlýlega til

Lífsgildin

Að hugsa svolítið hlýlega til

·

Drengurinn heitir Winner og er Emanuel. Hann fæddist í byrjun desember á Landspítalanum og verður þar af leiðandi hálfssárs á næstu dögum. Hann hefur búið með móður sinni á öruggum stað í borginni og hún þráir að þau geti verið áfram á Íslandi. Ekkert er því til fyrirstöðu nema þá helst oftúlkun á reglum sem Kærunefnd útlendingamála liggur nú yfir....

Er hægt að endursenda barn?

Lífsgildin

Er hægt að endursenda barn?

·

Er leitað með logandi ljósi að túlkun á reglu til að endursenda Melody og Emanuel til Ítalíu eða er leitað til að finna  túlkun sem gerir þeim fært að búa hér? Nú hefur Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti fengið annað bréf með beiðni um að mál Melody Otuwh og Emanuel Winner, verði tekið fyrir. Þau hafa með aðstoð Rauða kross Íslands kært það...

Emanuel er hér - núna

Lífsgildin

Emanuel er hér - núna

·

Aðstandendur undirskriftasöfnunar til stuðnings Melody Otuwh og Emanuel Winner, vegna kæru gagnvart því að fá ekki efnislega meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi og vera gert að fara til Ítalíu - sendu Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti bréf mánudaginn 9. apríl og munu fylgja því eftir næsta mánudag með öðru bréfi. U.þ.b. 2000 manns hafa nú (13.4.18)...