Lífsgildin
Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.

Melody og Winner á sigurbraut

Mæðgin Melody Otuwho og Emanuel Winner verða ekki send til Ítalíu eins og Útlendingastofnun hafði ákveðið. Kærunefnd útlendingamála hefur fellt þá ákvörðun úr gildi eftir að hafa tekið kæru Melody til umfjöllunar. Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur Melody, segir í samtali við RÚV að Útlendingastofnun hafi verið gert að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar um alþjóðlega vernd á Íslandi. Sigurlaug,...

Að hugsa svolítið hlýlega til

Drengurinn heitir Winner og er Emanuel. Hann fæddist í byrjun desember á Landspítalanum og verður þar af leiðandi hálfssárs á næstu dögum. Hann hefur búið með móður sinni á öruggum stað í borginni og hún þráir að þau geti verið áfram á Íslandi. Ekkert er því til fyrirstöðu nema þá helst oftúlkun á reglum sem Kærunefnd útlendingamála liggur nú yfir....

Er hægt að endursenda barn?

Er leitað með logandi ljósi að túlkun á reglu til að endursenda Melody og Emanuel til Ítalíu eða er leitað til að finna túlkun sem gerir þeim fært að búa hér? Nú hefur Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti fengið annað bréf með beiðni um að mál Melody Otuwh og Emanuel Winner, verði tekið fyrir. Þau hafa með aðstoð Rauða kross...

Emanuel er hér - núna

Aðstandendur undirskriftasöfnunar til stuðnings Melody Otuwh og Emanuel Winner, vegna kæru gagnvart því að fá ekki efnislega meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi og vera gert að fara til Ítalíu - sendu Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti bréf mánudaginn 9. apríl og munu fylgja því eftir næsta mánudag með öðru bréfi. U.þ.b. 2000 manns hafa nú (13.4.18)...

Hjálpum, Emanuel og móður!

Hér er hægt að skrifa undir áskorun um alþjóðlega vernd fyrir mæðgin á Íslandi 1500 voru búin að skrifa undir kl. 9. þann 9. apríl og bréf sent til Kærunefndar, Útlendingastofnunar og Dómsmálaráðuneytis. Haldið verður áfram að safna og fleiri bréf send. Nú situr ósýnilegt fólk á rökstólum – eða ekki - um hvort Melody Otuwho (f....

Dr. Martin Luther King Jr. af öllu hjarta

Hjarta er ekki aðeins líffæri heldur jafnframt hugtak sem táknar tilfinningar og einnig viðhorf, hvatir og jafnvel leyndar og stundum trénaðar hugsanir. Hugtakið er mikið notað í bókmenntum, trúarbragðafræðum og daglegu tali. Hjarta í þessari merkingu getur verið opið eða lokað. Lokað hjarta tekur ekki við og er oft steinrunnið. Slík hjörtu hafna nýjum upplýsingum og vilja helst engu breyta....

Helvíti og himnaríki á jörðu eða ekki

Orð eru misþung, flestöll hafa þau merkingu en túlkun þeirra getur valdið ágreiningi. Orðið og hugtakið hálendi Íslands veldur ekki usla þótt inntakið sé óljóst fyrir sumum og fólk geti verið ósammála um umgengni við þetta svæði. En hugtök eins og helvíti og himnaríki geta valdið alvarlegum ágreiningi jafnvel þótt þetta eigi einnig að vera staðir. Hugtakið hálendi tilheyrir reyndar...

Það er of seint að undrast dauður

Til er málshátturinn það er of seint að iðrast dauður. Það er sennilega rétt. Eftir dauðann er ekki leyfi til leiðréttingar. Lífið er margbreytilegt og fjölskrúðugt en dauðinn er einsleitur. Óttinn við dauðann hefur notaður til að hvetja fólk til að sættast, iðrast, fyrirgefa og jafnvel fórna öllu á meðan lífið varir. En það er fleira sem verður of seint...

Engin er lukka án hrukku

Heimspekingar hafa rannsakað hamingjuna frá mörgum hliðum. En hvað með svefn? Hefur svefn áhrif á hamingjuna? Hvað segja orðatiltækin um það? Hvorki svefn né hamingja fá ótvíræð meðmæli í íslenskum málsháttum, orðatiltækjum eða vísum. Fremur má greina þar viðvörun. Það er ævinlega betra að vaka og vinna heldur en að sofa og það er ekki talið gáfulegt að fagna eða...

Jafnrétti er þjóðgildi ársins 2017

Vinsælt er að gera lista undir lok hvers ár yfir hvaðeina sem tilheyrir árinu, velja karl og konu ársins, viðskipti ársins, tæki ársins … en það er einnig vit í að velja þjóðgildi ársins. Árið 2015 má segja að það hafi verið jafnrétti en einmitt þá var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og öflugar kvennabyltingar spruttu fram. Vitundarvakning...

Kjósum friðarmenningu hverja stund

Það þarf engar málalengingar, lífið á að vera án hlekkja, landamæra, ánauðar, flokkunar, bása, án haturs. Enga útúrsnúninga þarf, enga útreikninga eða hártoganir, aðeins eitt viðmið: Við erum öll manneskjur. Friðarmenning felst ekki aðeins í því að vinna gegn stríði. Hún er margfalt meira, hún felst í því að efla ákveðin gildi og rækta ákveðnar tilfinningar. Hún felst...

ÖgurStund tjáningarfrelsis

Tjáningarfrelsi má greina í þrjá þætti: málfrelsi, skoðanafrelsi og upplýsingafrelsi – án afskipta yfirvalda. Skömmu fyrir hrun þurfti stundum hugrekki til að tjá sig opinberlega um ýmis hagsmunamál þjóðarinnar. Er sá tími runninn upp aftur? Fólk nýtir frelsið til að tjá sig, gagnrýna heimsku, spillingu og ofbeldi og til að mótmæla ósanngjarni hegðun. En það eru alltaf einhverjir sem vilja...

Borgaravitund er þjóðgildi ársins 2016

Vinsælt er að gera lista undir lok hvers ár eða velja karl og konu ársins, tæki ársins … en það er einnig hægt að velja þjóðgildi ársins. Jafnrétti árið 2015 Árið 2015 var jafnrétti þjóðgildið sem mest bar á. Árið var 100 ára afmælisár kosningaréttar kvenna á Íslandi en öflugar byltingar spruttu einnig fram. Árið reyndist mikil vitundarvakning í jafnréttisbaráttu,...

Ríkisstjórn alþingismanna er svarið

Ef til vill er fólk alveg að missa áhugann á myndun næstu ríkisstjórnar, hver verður hún og hvernig hún mun starfa? Fólkið í landinu kaus persónur sem það treysti til að starfa sem alþingismenn næstu fjögur árin. Það treystir því enn og óskar því heilla. Fólkið fól þessum fulltrúum valdið og þau hafa tekið verkefnið alvarlega og vilja vanda verkið....

Næsta ríkisstjórn ætti að setja sér gildi

Hvernig væri að næsta ríkisstjórn setti sér gildi fyrir stjórnartíð sína? Hún gæti til dæmis valið 12 gildi fyrir tímabilið. Það gæti verið lýðræði, jöfnuður, mannréttindi, frelsi, friðsemd, sjálfbærni, traust, jafnrétti, réttlæti, virðing, heiðarleiki og réttlæti. Lýðræði og jöfnuður eru dýrmætið sem aldrei má glatast því þau fela í sér vald almenning og visku. Jöfnuður er megingildið á næstu árum...

Sérlegur dagur borgarans

Það er ekki nóg að telja atkvæði, gera skoðanakannanir, rétta upp hönd og velja. Lýðræði er aðferð til að laða fram visku eða vilja fjöldans. Lýðræði er samræða þar sem leitað er heillavænlegra leiða fyrir alla til að halda áfram. Mannréttindi og lýðræði haldast í hendur, stjórnarfarið á að mótast af jafnræði og jafnrétti borgaranna. Lýðræði krefst sterkrar vitundar borgaranna...

Ár umsköpunar er hálfnað

Á árinu verða bæði forsetakosningar og alþingiskosningar. Það er því tækifæri til að hleypa að nýjum tíðaranda, kveðja þann gamla og heilsa þeim næsta. Hvaða þjóðgildi geymir næsti tíðarandi? Nýr tíðarandi hefur vissulega eflst á liðnum árum á Íslandi en sá gamli tekur hart á móti. Græðgi, hroki, spilling, agaleysi, yfirburðatrú, einstaklingshyggja, einsleitni og stjórnlaus framsækni vilja ekki...

Hver er staða heiðarleikans í samfélaginu?

Í atvinnuauglýsingum er oft auglýst eftir heiðarleika – og þá í bland við aðra kosti. Hæfniskröfur geta verið snyrtimennska, heiðarleiki og stundvísi, eða að samviskusemi, heiðarleiki og góð nærvera séu áskilin. Óskað er eftir hreinu sakavottorði og heiðarleika, eða heiðarleika, dugnaði, góðri framkomu og þjónustulund. Heiðarleiki er ekki tæknilegur kostur eins og stundvísi eða þjónustulund. Hann er eitthvað dýpra og...

Óttinn við lýðræðisferli yfirunninn

Hvernig bregst hópur við nýjum valkostum, hópur sem þekkir aðeins einn kost vel? Ef þekking og reynsla takmarkast af einum sið og venju, hvað getur þá hvatt fólk til að opna hug sinn fyrir nýjum siðum og hugmyndum? Ef til vill ábending um réttlæti og að engin ástæða sé til þess að óttast lýðræðið. Fegurðin við lýðræðið Hópur sem venst...

Gagnrýnir borgarar mótmæla

Hvort er meira ögrandi að ganga inn í herbergi þar sem allt er á rúi og stúi eða herbergi þar sem allt er í röð og reglu? Ef til vill er það jafn spennandi, það fer eftir því hverju er leitað að og hvert sjónarhornið er. Verkefnið í herbergi óreiðunnar er að skapa reglu og verkefnið í herbergi reglunnar að...

Undirgefni eða heiðarleiki

Hugtakið og lösturinn undirgefni á erindi við okkur um þessar mundir. Það er ómaksins vert að gefa undirgefni gaum eftir lestur á nýustu bók Michel Houellebecq. „Það er undirgefnin,“ sagði Rediger lágt. „Sú sláandi og einfalda hugmynd hafði aldrei áður verið sett fram af slíkum krafti, að hámark mannlegrar hamingju felist í algerri og skilyrðislausri undirgefni.“ (Undirgefni. 2015, bls. 238)....

Alþjóðadagur hamingjunnar 20. mars

Alþjóðadagur hamingjunnar á vegum Sameinuðu þjóðanna er í dag, 20. mars og eru viðburðir víða um heim í tilefni dagsins. Markmiðið er að skapa hamingjustundir. Í Reykjavík er a.m.k. einn viðburður í tilefni dagsins. Að yrkja hamingjuna. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman um að fagna deginum í Hannesarholti kl. 16 með ljóðum, tónlist og hugvekjum...

Mannshugurinn og alheimurinn

Mannshugurinn er líkur alheiminum. Sérhver persóna fær hann að gjöf án þess að gera sér grein fyrir hversu dýrmæt gjöfin er. Líking birtist á hugartjaldinu: Stök manneskja liggur í hengirúmi milli trjáa undir berum himni. Hún sefur, hún vakir, það er skýjað og fuglar og flugvélar fara hjá. Hún sefur og vakir á víxl og virðir fyrir sér himinhnetti, sólarlag...

Lymskan kveikir elda þar sem ekkert getur brunnið

Ein aðferðin til að varpa ljósi á lesti og galla sem greina má í samfélaginu er að semja lýsingar á manngerðum í anda forngríska heimspekingsins Þeófrastosar sem nam í Akademíu (háskóli) Platóns og varð fyrsti skólastjóri Lýkeion (menntaskóli) Aristótelasar í Aþenu. Hann ritaði bókina Manngerðir um þrjátíu ámælisverð sérkenni í háttum manna, t.d. smjaður, óskammfeilni, málæði, nísku, óþokkaskap, meinfýsni og...

Hefur hugsun áhrif á heilsu?

Heilsan er hátt skrifuð í hugum Íslendinga og er jafnan nefnd sem höfuðgildi í lífinu. Læknisfræðin lítur gjarnan á huga og líkama sem aðskilin fyrirbæri en hvað segja önnur vísindi og heimspekin? Getur til að mynda vonglaður hugur haft heilsusamleg áhrif á starfsemi líkamans? Spáum í það: Hryggðarefnin eru óendanlega mörg og áhyggjur hafa tilhneigingu til að vaxa – en...