Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
Á Áslaug Arna að segja af sér?

Stefán Snævarr
Lexikon Putinorum-Órar Pútíns

Andri Sigurðsson
Verkalýðshreyfingin í dauðafæri að krefjast félagslegs húsnæðiskerfis

Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur þrátt fyrir allt búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð.
Fimm ráð friðarmenningar eru einföld gjöf:
Mótmælið öll! Skrifar Stéphane Hessel, mótmælið mannréttindabrotum, mótmælið daglega! Mótmælið því sem ykkur ofbýður! Ekki láta neinn svipta þjóð ykkar sjálfstæði sínu. „Það að andæfa er að neita að sætta sig við niðurlægingu“.
Sérstök skrásetning mannréttinda Sameinuðu þjóðanna var ekki gerð fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, eða árið 1948. Þau sem settu hana saman hafa öll kvatt þetta líf. Formaður nefndarinnar og sáttasemjarinn þá var Eleanor Roosevelt, sem sætti ólík sjónarmið innan hópsins.
Stéphane Hessel (1917-2013) lifði lengst þeirra sem unnu textana í mannréttindayfirlýsinguna og skrifaði bókina Mótmælið öll! handa okkur. Þar stendur m.a. „Mótmælið þeim sem hafa ráðist gegn undirstöðunum, skeytingarleysi okkar er versti óvinurinn!“
Samþykkið aldrei hernám Rússa í Úkraínu! Mótmælið innrásinni kröftuglega. Takið ykkur stöðu og sýnið samstöðu. Andspyrna er knúin áfram af mótmælum.
Fólk sem mótmælir stríði
öðlast styrk og verður virkt.
Enginn veit hvaða árangri ríkisstjórnir geta náð í baráttunni gegn þessari svívirðulegu innrás en við vitum hvað almenningur getur gert:
Mótmælt innrásinni og opnað huga og faðm fyrir fórnarlömbunum.
Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur.
Nú hefur harðstjóri í Rússlandi stofnað til stríðsrekstur. Við þekkjum hegðun og hugsun harðstjóranna á 20. öld of vel. Hver einkenni þeirra eru, hvernig þeir taka völdin og hvernig þeir eyðileggja stofnanir, rústa lýðræðisríkjum og drepa fólk. Putin er augljóslega af þessum toga.
Innrásin í Úkraínu er ekki aðeins slæm fyrir alla hlutaðeigandi heldur fyrir okkur öll, því vopnaframleiðendur gleðjast og líkur á að hlutlausar þjóðir gangi í hernaðarbandalög aukast stórlega.
Hernaðarsinnar nota tækifæri af þessu tagi til að flytja áróður sinn í skugga áfalla, áfallsins sem innrásin vekur (The Shock Doctrine).
Tökum fremur undir með Hessel sem var sendur í útrýmingarbúðirnar í Buchenwald árið 1944: „Ég er sannfærður um að ofbeldisleysi, sátt milli ólíkra menningarheima, sé leiðin til framtíðar.“ Við þurfum að læra friðarmenningu og tileinka okkur friðarrelguna: Særið engan. Þá hopar ofbeldið á fæti.
Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Innrásin storkar nú heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar Úkraínu tapa m.a. heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti.
Sextánda heimsmarkmið S.Þ. er Friður og réttlæti: „Að stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum".
Mótmælið öll!
Athugasemdir