Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Lára Guðrún
Lára Guðrún er háskólanemi í leyfi – eða brjóstaorlofi, eins og hún kýs að kalla það. Hún er á batavegi eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein fyrr á árinu og vill byltingu í þjónustu krabbameinsveikra, enda þekkir hún heilbrigðiskerfið vel, bæði sem aðstandandi og sjúklingur. Lára vill halda umræðunni um greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu lifandi og veita almenningi innsýn í allan kostnað

Fjaðrir stjórnmálavængjanna og langi “shit-listinn”

Ég vil ekki óbreytta stöðu í heilbrigðiskerfinu, ég kýs ekki flokkinn sem er stjórnað af manneskju sem er með svo langan “shit-lista” af skandölum og siðferðislega vafasömum vafningaviðskiptum að engin leið er fyrir almenning að trúa því að eitthvað annað en hans eigin hagsmunir séu þar að verki. Flokk sem segist hlusta á þolendur en virðist hafa ítrekað og kerfisbundið...

Hinn ævintýralegi kostnaður geðheilsu minnar

Ég hef greitt 280.000 kr. fyrir sálfræðiþjónustu síðan ég greindist með krabbamein í febrúar. Ástæðan er einföld: ég vil ná fullum bata, andlega og líkamlega. Svona atburðir í lífi manns eru mjög þungbærir og það er mikið áfall sem nauðsynlegt er að vinna úr með aðstoð heildrænna meðferða á líkama og sál. Fjölskyldan mín þarf á mér að halda, og...

Kanntu þér hóf þegar vel árar?

#krabbameinkostar #x17 #27dagartilkosninga Hér er smá upprifjun, pistill sem var skrifaður áður en ég þurfti í alvörunni, alvörunni á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda: Þegar Bjarni Benediktsson sagði að fólk í minni stöðu kynni sér ekki hóf þegar vel árar. Boy was he wrong. Fyrir utan það þá taldi ég mig vera unga og hrausta konu í blóma lífsins. (Bjarni sagði...

Ríkisstyrktu sundbolirnir og hömlulausu kaupfíklarnir

#krabbameinkostar #x17 #30dagartilkosninga Dagur 2: Ég fékk styrk fyrir gervibrjóst eftir aðgerðina, upphæðin var 40.000 kr. að mig minnir. Ég mátti ekki nota afganginn af inneigninni, ef einhver var, til þess að kaupa brjóstahaldara sem passa sérstaklega fyrir téð gervibrjóst af því þau "fríðindi" voru afnumin fyrir ekki svo löngu síðan. Ein af ástæðunum sem ég hef heyrt frá fólki...

#krabbameinkostar

Í tilefni þess að kosið verður til Alþingis 28. október nk. (enn einu sinni) ætla ég og samferðalangar mínir í baráttunni að deila með ykkur glefsum úr því absúrd “glamúrlífi” sem það er að vera einstaklingur með krabbamein á Íslandi. Bara svona hversdagslegar uppákomur til þess að sýna ykkur hversu galið þetta heilbrigðiskerfi okkar er. Þetta er einfaldlega málefni sem...