Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Kanntu þér hóf þegar vel árar?

#krabbameinkostar #x17 #27dagartilkosninga


Hér er smá upprifjun, pistill sem var skrifaður áður en ég þurfti í alvörunni, alvörunni á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda:


Þegar Bjarni Benediktsson sagði að fólk í minni stöðu kynni sér ekki hóf þegar vel árar. Boy was he wrong. Fyrir utan það þá taldi ég mig vera unga og hrausta konu í blóma lífsins. (Bjarni sagði stuttu síðar að það þyrfti „náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á“).


"Ég er þrátt fyrir allt að ofantöldu ung, hraust kona í blóma lífsins. Ég hlýt bara að vera sú sem Bjarni Ben vísar í þegar hann nefnir að við séum að „feta okkur inn á braut sem við höfum áður þrætt, sem er að kunna okkur ekki hóf þegar vel árar. Þá þurfum við aðeins að búa í haginn fyrir framtíðina, fyrir erfiðari tíma.“ En Bjarni, ég bara ræð ekki við mig. Ég verð alveg kaupóð þegar ég þarf að sækja mér læknisþjónustu, láta laga í mér tennurnar, greiða leiguna og skella mér í þessar skoðanir sem eiga að koma í veg fyrir að ég verði enn einn útgjaldakostnaður heilbrigðiskerfisins. Sorrí, Bjarni, froðupeningarnir sem þú vilt að ég spari fyrir framtíðina bara leka úr veskinu mínu. Ég er ógeðslega mikil eyðslukló, kaupfíkill heilsu og framtíðar, bæði minnar og fjölskyldunnar.

 

https://stundin.is/pistill/kaupfikill-heilsunnar-kaupfikill-framtidarinnar/ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni