Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Ríkisstyrktu sundbolirnir og hömlulausu kaupfíklarnir

#krabbameinkostar #x17 #30dagartilkosninga


Dagur 2: Ég fékk styrk fyrir gervibrjóst eftir aðgerðina, upphæðin var 40.000 kr. að mig minnir.


Ég mátti ekki nota afganginn af inneigninni, ef einhver var, til þess að kaupa brjóstahaldara sem passa sérstaklega fyrir téð gervibrjóst af því þau "fríðindi" voru afnumin fyrir ekki svo löngu síðan. Ein af ástæðunum sem ég hef heyrt frá fólki sem þekkir þessi mál mjög vel eru t.d.: "konur gætu bara farið að kaupa sundboli á alla fjölskylduna fyrir afganginn". Sem er rökrétt, eftir að hafa borgað nýra og eitt brjóst fyrir krabbameinsmeðferðina þá eru konur náttúrulega bara æstar í svona lúxusvörur eins og ríkisstyrkta sundboli á alla fjölskylduna.


Ég hvet alla sem luma á sögum úr hversdagsleika krabbameinssjúkra og/eða aðstandenda þeirra til þess að láta í sér heyra og deila með okkur undir myllumerkinu #krabbameinkostar . Kjósum fólk með samkennd og skynsemi.
#lífiðernúna

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni