Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands seg­ir að hug­mynd­ir Ís­lands­banka séu „frá­leit­ar“ og þjóni ekki hags­mun­um jafn­rétt­is­bar­áttu. Kven­rétt­inda­fé­lag­ið er hins veg­ar á önd­verð­um meiði og fagn­ar fram­taki bank­ans.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar
Á öndverðum meiði Þau Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannarélags Íslands, og Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands eru alls ekki á sama máli þegar kemur að ákvörðun Íslandsbanka um að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum þar sem afgerandi kynjahalla er að finna. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans, hefur greint frá því að bankinn sé aðeins að vinna eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Blaðamannafélag Íslands segir hugmyndir Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla þar sem afgerandi kynjahalli ríkir séu „fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar. Á sama tíma fagnar Kvenréttindafélag Íslands áformum Íslandsbanka og segja að með því að stíga markviss skref í átt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé bankinn að leggja sitt af mörkum til að auka jarnfrétti kynjanna.

„Er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna“

Mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun Íslandsbanka, sem Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri bankans greindi frá í skoðanapistli 21. október síðastliðinn, að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Raunar skrifaði Edda einnig að bankinn forðaðist að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylli herbergin einungis af karlmönnum. Þessi stefnumörkun er hluti af innleiðingu fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur tekið upp og er að vinna eftir.

Sigmundur og Bjarni áhyggjufullir

Segja má að umræða um þessa ákvörðun bankans hafi sprungið út í gær, meðal annars með því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og hefur markað bankanum eigendastefnu. Sagði Bjarni að honum kæmu áætlanir bankans spánskt fyrir sjónir, að það væri að sjá ákveðinn tvískinnungshátt í því að bankinn hyggðist aðeins koma stefnu af þessu tagi í framkvæmd á útgjaldahliðinni en ekki á tekjuhliðinni og velti fyrir sér hvar bankinn hyggðist draga mörk. Sigmundur sagði áformin „óhugnaleg“ og að þetta virtist vera einhvers konar markaðsbrella.

Áður beitt sér varðandi umhverfismál

Edda Hermannsdóttir svaraði fyrir þessar aðgerðir í gær og sagði í samtali við RÚV að ekki væri ætlunina að skipta sér af ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Hins vegar hafi Íslandsbanki samþykkt markaðsstefnu þar sem unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það sé þekkt víða um heim að fyrirtæki nýti innkaup til góðs. Um sé að ræða hvatningu til fjölmiðla til að setja fleiri konur á dagskrá, sem starfsmenn eða viðmælendur. Áður hafi innkaup bankans verið notuð til að ná ákveðnum markmiðum í umhverfismálum, með því að velja umhverfisvænni valkosti, þá sem eru með minna kolefnisspor eða menga minna en aðrir valkostir. „Við ítrekum að við höfum engin afskipti af ritstjórnarstefnunni sjálfri eða efnistökum fjölmiðla,“ sagði Edda í samtali við RÚV. 

Segja að um aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði sé að ræða

Stjórn Blaðamannafélagsins sendi í dag frá sér ályktun þar sem segir að gera verði þá kröfu „til banka í eigu almennings“ að þar væri vandað betur til verka. Áformunum er lýst sem svo að þau séu „fráleit aðför Íslandsbanka að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla þjónar ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar“ og spurt hvort að bankinn muni ekki auglýsa í Vikunni vegna viðvarandi  kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda eða hvort bankinn muni ekki auglýsa í Fiskifréttum vegna viðvarandi kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda.   

„Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar“

„Það var raunar Vikan sem setti á dagskrá mögulegt mansal í íslensku samfélagi og viðkomandi blaðamaður mátti skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins til að fá réttingu mála sinna og tímaritið Ísafold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smásölukeðjum landsins neitað að dreifa blaðinu vegna umfjöllunar um nektardansstaði og þá starfsemi sem þar færi fram!“ segir í ályktuninni.

Ekki sé nýtt að fjársterkir og valdamiklir aðilar reyni að hafa áhrif á umfjöllunarefni fjölmiðla. Ömurlegt sé hins vegar að upplifa að fyrirtæki í eigu almennings hagi sér með þeim hætti. „Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar og hljóta að verða lagðar til hliðar.  Bankinn getur lagt jafnrétti lið með mörgum öðrum hætti.“

Skref í átt að auknu jafnrétti

Kvenréttindafélag Íslands sendi einnig frá sér ályktun í dag og kveður þar við nokkuð annan tón. Þar er áformum Íslandsbanka um að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki, fagnað. „Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla. Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár