Mest lesið

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
2

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
5

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
6

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Jón Trausti Reynisson

Innræting Íslendinga í boði þeirra auðugustu

Nú er opinbert að dagblöð landsins stefna á að hafa áhrif á almenning í átt að hægri stefnu í stjórnmálum. Og í dag er fræðimaður tuktaður til á forsíðu fríblaðs fyrir að leyfa sér að gagnrýna afregluvæðingu.

Jón Trausti Reynisson

Nú er opinbert að dagblöð landsins stefna á að hafa áhrif á almenning í átt að hægri stefnu í stjórnmálum. Og í dag er fræðimaður tuktaður til á forsíðu fríblaðs fyrir að leyfa sér að gagnrýna afregluvæðingu.

Innræting Íslendinga í boði þeirra auðugustu
Eigandi Fréttablaðsins Ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins hefur verið breytt. Áður hafði blaðið enga skoðun, en nú aðhyllist það formlega áherslur í stjórnmálum sem líkist stjórnmálastefnu Viðreisnar.  Mynd: SI

Nú er svo komið að tvö stærstu blöð Íslands fylgja stefnuyfirlýsingu sem kveður á um að hafa áhrif á almenning eftir tveimur mismunandi útfærslum af hægri stefnu í stjórnmálum. Og í dag er fræðimaður tuktaður til á forsíðu fríblaðs fyrir að leyfa sér að gagnrýna afregluvæðingu.

Þetta gerist eftir að lestur þess stærsta, Fréttablaðsins, hefur á níu árum fallið úr 64% í 28% í aldurshópnum 18 til 49 ára, og á sama tímaskeiði hefur það næst stærsta, Morgunblaðið, fengið 2,2 milljarða króna frá hópi útgerðarmanna vegna stöðugs tapreksturs.

Helstu íslensku fjölmiðlar eru því ekki sjálfbærir og því fylgir skerðing á sjálfstæði.

Stjórnmála- og ritstjórnarstefna

Eftir að Helgi Magnússon, einn auðugasti fjárfestir landsins og bakhjarl stjórnmálaflokksins Viðreisnar, keypti allt hlutafé í útgáfufélagi Fréttablaðsins, réði hann nýjan ritstjóra, sem nánast var óreyndur af blaðamennsku, en hafði nýverið unnið um skeið á viðskiptablaði Morgunblaðsins. Ritstjórinn kynnti nýja ritstjórnarstefnu í fyrsta leiðara sínum, undir fyrirsögninni „Tímamót hjá Fréttablaðinu“.

Í fyrri ritstjórnarstefnu kom fram að blaðið legði áherslu á „að hafa sjálft ekki skoðun á neinu máli“. Nú kemur fram að „Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar“. Auk þess sé „stefna fjölmiðla félagsins að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti.“

Þetta hljómar ekki svo illa, frelsi, frjálslyndi og alþjóðasamstarf, en vandinn er að þetta hljómar frekar eins og stefna stjórnmálaflokks, til dæmis Viðreisnar, heldur en ritstjórnarstefna óháðs fjölmiðils sem kveður á um miðlun upplýsinga og umræðu til almennings.

Fræðimaður tuktaður á forsíðunni

Ein af fyrstu forsíðum Fréttablaðsins eftir breytingu á ritstjórnarstefnunni einkenndist af borgaralegum viðhorfum á sinn hátt. Þar er frétt og fyrirsögn byggð á orðum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að einn helsti fræðimaður landsins í hagfræði, sem einnig er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, hafi viðhaft ósæmandi gagnrýni á yfirstandandi afregluvæðingu samkeppnislaga: „Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands“.

Þess ber að geta að hingað til hafa meðlimir bankaráðs Seðlabankans ekki verið án málfrelsis. Til dæmis var Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor skipaður í bankaráðið af Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson var gerður að seðlabankastjóra.

Regluverkinu hentKristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, með reglugerðirnar sem á að afnema.

Formaður bankaráðs seðlabankans og fræðimaðurinn er Gylfi Magnússon, sem hefur meðal annars gegnt stöðu formanns stjórnar Samkeppniseftirlitsins og ráðherra samkeppnismála, auk þess að vera starfandi dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er því eins nálægt því að teljast sérfræðingur í viðfangsefninu og hægt er.

En Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist álíta að Gylfi skaði hagsmuni Íslands með gagnrýni sinni. „Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum.“

Þess ber að geta að fleiri hagfræðingar hafa nú varað við þessu og Samkeppniseftirlitið varar við alvarlegum afleiðingum, rétt eins og Gylfi: „Verður þá skapað kerfi þar sem hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja nýtur að þessu leyti forgangs og yfirburða gagnvart hagsmunum neytenda og smærri fyrirtækja.“

Forsíða FréttablaðsinsForsíðufrétt blaðsins eftir að ný ritstjórnarstefna var tekin upp fjallar efnislega um að fræðimaður eigi ekki að tjá sig gagnrýnið, byggt á áliti framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka.

Augnablikin sem skilgreina tíðina

Þetta er mikilvægt augnablik fyrir þróun og mótun samfélags okkar. Fyrir dyrum hjá frjálslyndri og borgaralegri ríkisstjórn stendur að afnema yfir þúsund reglugerðir og einfalda samkeppnislög til að minnka hindranir í atvinnurekstri. Umræðan er jákvæð og heilt yfir gagnrýnislaus, enda málið flókið og afleiðingarnar óljósar á fyrstu stigum. Fræðimaður, sem hefur yfirburðarþekkingu á viðfangsefninu, varar við því að þetta muni ýta undir skaðlega viðskiptahætti. Í heilbrigðum aðstæðum á sér stað dýpri og frekari umræða um efnið. En þegar samfélagið er veikt fer umræðan að snúast um gagnrýnandann og reynt að jaðarsetja hann eða koma honum úr stöðu. Allt mjög borgaralegt á sinn hátt, en óheilbrigt fyrir umræðuna. Afleiðingin verður meðal annars sú að sumir fræðimenn forðast að tjá sig gagnrýnið, af ótta við að verða skotmörk í umræðunni, og við færumst nær því sem kallað er „hóphugsun“.

Fyrir hrun var til dæmis reynt að jaðarsetja fólk fyrir að „tala niður krónuna“, þegar veik staða gjaldmiðilsins var gagnrýnd. Þannig var gagnrýni á bankana líka úthýst sem „árásum“. Eitt helsta sjúkdómseinkenni hóphugsunar er þegar gagnrýnin sem slík er sögð skaða ímyndaða hagsmuni. Raunveruleikinn er sá að vönduð, gagnrýnin umræða er ónæmiskerfi heilbrigðs samfélags og ef grafið er undan henni koma afleiðingarnar fram í einhverju ófyrirsjáanlegu formi.

Ýtt undir heilbrigða hugsun almennings með kvótapeningum

Þrátt fyrir að einkennismerki hægri stefnu í stjórnmálum eigi að vera að valdhafar stýri ekki fólki, heldur stýri fólk sér sjálft í krafti síns frelsis, gengur núverandi rekstrarform Morgunblaðsins út á að láta þá auðugustu í samfélaginu nota fjárhagslega yfirburði sína til að hafa áhrif á skoðanir fólks. Til góðs, auðvitað.

Þannig segir stjórn útgáfufélags Morgunblaðsins beinlínis frá því í síðasta ársreikningi fyrirtækisins að tilgangur félagsins sé að „styðja frjálst viðskiptalíf og efla heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum“. Hnykkt er á þessu með yfirlýsingunni: „Tilgangi þessum hyggst félagið fyrst og fremst ná með útgáfustarfsemi og fjölmiðlun.“

Vissulega vilja flestir Íslendingar frjálst viðskiptalíf, frekar en einhver helmingaskipti stjórnmálaflokka eins og voru fram á 9. áratuginn, eða einhver ríkisítök í líkingu við kommúnisma. Og við viljum öll heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum, en hvað er heilbrigður hugsunarháttur? Og hver er til þess bær að innræta sinn skilning á heilbrigðum hugsunarhætti í almenning, með fullfermi fjárframlaga frá auðugustu hagsmunaaðilum landsins og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins til fjórtán ára í brúnni?

Lestur blaða á ÍslandiFyrir tíu árum lásu 65% landsmanna 49 ára og yngri Fréttablaðið. Nú er lesturinn 28%. Morgunblaðið var lesið af 33% fólks úr sama hópi, en er nú lesið af 13%.

Hvað er heilbrigt?

Er til dæmis heilbrigt að fræðimenn séu ávíttir á forsíðum fríblaðs fyrir að vara við lagabreytingum sem þeir telja geta veikt samkeppniseftirlit, líkt og við sjáum í blaði dagsins í dag?

Eða er það meira í takt við sjúkdómseinkennin á íslensku samfélagi í bankabólunni fyrir hrun, þegar fræðimenn voru sagðir gera árásir og sagðir þurfa að sækja sér endurmenntun, af því að þeir vöruðu við óheilbrigðri stöðu bankanna?

Við stöndum vissulega á tímamótum.  Nánast allir fjölmiðlar landsins eru í rekstrarerfiðleikum og þurfa að sækja sér fé til auðugra áhugamanna um að halda úti fréttaflutningi. DV tapaði 240 milljónum króna í fyrra og fékk fjármagn frá óþekktum, fjársterkum aðilum. Morgunblaðið tapaði 415 milljónum og fékk meira framlag frá útgerðarmönnum. Útgáfufélag fríblaðsins Mannlífs tapaði tæpum 170 milljónum króna og fékk fjármagn frá fjársterkum aðila. Sjónvarpsstöðin Hringbraut tapaði 70 milljónum í fyrra og 60 milljónum árið áður og sameinast nú Fréttablaðinu, sem stýrt er af óreyndum ritstjórum með bakgrunn í viðskiptum. En tími daglegs fríblaðs á Íslandi mun líða undir lok. Spurningin er bara hvenær. Einkennin segja fljótlega, en úthaldið mun byggja á áhuga og tapþoli eigandans. Á meðan lesturinn hefur næstum helmingast, en gríðarlegur fastur kostnaður vegna frídreifingar heldur sér.

Íslenska fjölmiðlalandslagið mun breytast á næstunni. Spurningin er bara hvernig það endar og hvaða áhrif þessi tími veikra fjölmiðla mun hafa á samfélagsumræðuna og gildismat okkar sem þjóðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
2

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
5

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
6

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
4

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
5

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
6

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
4

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
5

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
6

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
2

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
6

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
2

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
6

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Nýtt á Stundinni

Ríkisbankinn átti 3.8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Ríkisbankinn átti 3.8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Ef þetta væri allt saman hóx

Símon Vestarr

Ef þetta væri allt saman hóx

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“