Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda

„Fátt myndi ávinn­ast ef sak­fell­ing­ar­dóm­ur væri eina for­senda þess að segja upp starfs­manni sem brýt­ur gegn sam­starfs­fólki sínu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu 30 met­oo-kvenna vegna um­ræðu um dóms­mál leik­ara gegn Borg­ar­leik­hús­inu vegna upp­sagn­ar í kjöl­far ásak­ana.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda
Mótmæli vegna afdrifa nauðgunarmála Hópur ungra kvenna mótmælti því fyrr í mánuðinum að tvö af hverjum þremur nauðgunarmálum fari aldrei fyrir dóm. Í dag sendir hópur metoo-kvenna yfirlýsingu vegna umræðu um ábyrgð þeirra sem kvarta undan kynferðislegri áreitni. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna,“ segir í yfirlýsingu hóps kvenna sem kennir sig við metoo-byltinguna, í andsvari við umræðu um ábyrgð þolenda sem farið hefur fram undanfarna daga. 

Mál leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikhússtýru þess var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í tengslum við málið sagði þekktur leikstjóri að ung leikkona, sem kvartaði undan leikaranum og aðstæðum á tökustað, hefði dreift lygasögu og ætti að „skammast sín“.

Ástæða dómsmálsins er að leikaranum, Atla Rafni Sigurðarsyni, var sagt upp störfum vegna sex kvartana kvenna um kynferðislega áreitni. Hann segist í kjölfarið hafa orðið fyrir tekjumissi og smánun. Atli Rafn kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða ásakanir hefðu verið færðar á hann, þegar hann var leystur undan árs lánssamningi hjá Borgarleikhúsinu vegna kvartananna. 

Hópur metoo-kvenna lýsir yfir stuðningi við brotaþola í yfirlýsingu sinni í dag: „Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim.“

Þá segja metoo-konur í yfirlýsingunni að hvorki skömmin né skyldan liggi hjá þeim sem telja á sér brotið. „Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.“

Í umfjöllun um málið var faðir eins þolendanna nafngreindur og segja metoo-konur að fjölmiðlar ættu ekki að birta fréttir „sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar“.

„Brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði,“ minnir hópurinn á.

Yfirlýsing metoo-kvenna

„Að gefnu tilefni viljum við minna á hver tilgangur #metoo-byltingarinnar er. Tilgangurinn er að konur finni kraftinn í fjöldanum og geti sameinast um að afhjúpa aldagamalt misrétti sem blasir alltof víða við, misrétti sem er viðhaldið með úreltum viðhorfum, meðvirkni með þeim sem misnota vald sitt, þolendasmánun og þöggun. Öldum saman hafa konur þurft að bera harm sinn í hljóði ef þeim er mismunað, þær beittar ofbeldi eða áreittar á vinnustað, almannafæri eða jafnvel á heimili sínu. Þær hafa verið látnar axla ábyrgðina og bera skömmina, með þeim skilaboðum að hefðu þær nú bara hegðað sér öðruvísi/klætt sig á annan hátt/dregið skýrari mörk/gætt sín betur, þá hefðu þær afstýrt gjörðum gerandans. Þessi hugsunarháttur leysir gerendur undan ábyrgð og þaggar niður í þolendum, en hvort tveggja auðveldar ofbeldismönnum að komast óáreittir upp með iðju sína.

Þeir brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði, með atvinnumissi, ærumissi og hafa jafnvel hrakist úr heimabyggð sinni. Með tilkomu #metoo byltingarinnar gátu konur myndað breiðfylkingu og vakið athygli á þessu óásættanlega ástandi í krafti fjöldans. Þær þurftu ekki lengur að standa einar og berskjaldaðar með frásagnir sínar og mæta fordæmingu og skömm, heldur gátu þær valið um að segja frá reynslu sinni nafnlaust eða láta nægja að nota fimm stafa myllumerki, sem sagði allt sem segja þurfti.

Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna. Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.

Þá skorum við á fjölmiðlafólk að vanda umfjöllun um þessi mál og birta ekki fréttir sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar. Fjölmiðlar eiga ekki að vera gjallarhorn fyrir þá sem hafa beina hagsmuni af því að rýra trúverðugleika þolenda. Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim. Líf, geðheilsa og starfsframi kvenna er ekki lengur ásættanlegur fórnarkostnaður á atvinnumarkaði sem hefur hylmt yfir með gerendum frá örófi alda. Þeirri skömm var skilað í #metoo byltingunni.

Virðingarfyllst,

Anna Lind Vignisdóttir

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Drífa Snædal

Edda Ýr Garðarsdóttir

Elísabet Ýr Atladóttir

Elva Hrönn Hjartardóttir

Erla Hlynsdóttir

Fríða Rós Valdimarsdóttir

Guðrún Helga Sigurðardóttir

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir

Halldóra Jónasdóttir

Halla B. Þorkelsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Hlíf Steinsdóttir

Kolbrún Dögg Arnardóttir

Kolbrún Garðarsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Marta Jónsdóttir

Myrra Leifsdottir

Nichole Leigh Mosty

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir

Ósk Gunnlaugsdóttir

Sigrún Jónsdóttir

Silja Bára Ómarsdóttir

Stefanía Svavarsdóttir

Steinunn Ýr Einarsdóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár