Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Stór hluti tekna rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins er til­kom­inn vegna eft­ir­launa­laga sem hann stóð að í tíð sinni sem for­sæt­is­ráð­herra.

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
Davíð Oddsson Davíð hefur verið borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins á sínum ferli, auk þess að fást við ritstörf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, var með rúmar 5,3 milljónir króna á mánuði í laun árið 2018, en hluti þeirra eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra og þingmaður. Eftirlaun Davíðs eru 80% af launum forsætisráðherra, en hann fær einnig eftirlaun vegna starfa sinna sem seðlabankastjóri eftir að hann hætti á þingi.

Laun Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, nema 2.021.825 krónum á mánuði, að meðtöldu þingfararkaupi. Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. Þau voru afnumin árið 2009 í tíð stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en gilda engu að síður um Davíð. Lögin náðu til forseta, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara og varð þeim heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki þegar þeir öðlust rétt til þeirra. Voru eftirlaun þaulsetinna forsætisráðherra sérstaklega hækkuð umfram aðra ráðherra.

Frumvarpið var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið.

Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda Morgunblaðins, ritstjóranna Davíðs og Haraldar Johannessen, námu kr. 111.088.897 árið 2017, en ekki liggja fyrir upplýsingar úr ársreikningi vegna 2018. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er stærsti hluthafi Morgunblaðsins. 

Þórs­mörk ehf, eign­ar­halds­fé­lagið sem á Morgunblaðið og útgáfufélag þess, Árvakur, tapaði 414 millj­ónum króna á árinu 2018, og hefur tapið á útgáfufélaginu numið um 2,2 milljörðum króna síðasta áratuginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár