Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stærsti eigandi Arnarlax ætlar að greiða 36 milljarða í arð

Lax­eld­isris­inn Salm­ar er stærsti hags­mun­að­il­inn í ís­lensku lax­eldi. Fé­lag­ið á nú rúm­lega 63 pró­senta hlut í Arn­ar­laxi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sett millj­arða króna í hluta­bréf Arn­ar­lax og veðj­ar á að fé­lag­ið skili hagn­aði í fram­tíð­inni.

Stærsti eigandi Arnarlax ætlar að greiða 36 milljarða í arð
Ævintýralegar arðgreiðslur Hluthafar stærsta eiganda Arnarlax, Salmar, greiða út 36 milljarða í arð fyrir 2018. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax sem ákvað að selja ekki hlutabréf sín til Salmar heldur veðjar á áframhaldandi hækkun hlutabréfanna.

Stærsti hluthafi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnalax á Bíldudal, norski laxeldisrisinn Salmar, hefur ákveðið að greiða hluthöfum félagsins arð upp á rúmlega 2,6 milljarða norskra króna eða rúmlega 36 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til norsku kauphallarinnar.

Salmar er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Arðgreiðslan er háð því að hún verði samþykkti á aðalfundi fyrirtækisins en það er stjórn félagsins sem leggur hana til eftir stjórnarfund sem haldinn var í gær. Arðgreiðslan er upp á 23 norskar krónur á hlut, eða rúmlega 295 íslenskar krónur. 

Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi. Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi. 

Arðgreiðsla frá Salmar til hluthafa sinna byggir hins vegar ekki á starfsemi Arnarlax. Ástæðan er sú að Arnarlax er ennþá í uppbyggingarfasa og hefur ekki ennþá skilað hagnaði jafnvel þó hlutabréf fyrirtækisins gangi kaupum og sölum fyrir milljarða króna vegna þeirra væntinga sem gerðar eru til framtíðar fyrirtækisins. 

Aðrir hluthafar seldu ekki

Salmar er orðinn meirihlutaeigandi í Arnarlaxi eftir að hafa keypt upp hlutabréf íslensku fjárfestanna Tryggingamiðstöðarinnar og Fiskisunds fyrr á árinu en bæði félögin innleystu mikinn hagnað af hlutabréfaviðskiptum sínum í Arnarlaxi. Salmar átti fyrir rúmlega 49 prósenta hlut í Arnarlaxi og bætti við sig 13 prósenta hlut frá þessum tveimur íslensku félögum. 

Í annarri tilkynningu frá Salmar í Noregi kemur fram að félagið eigi nú rúmlega 63 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum norskt móðurfélag þess, Salmar AS. Í þeirri tilkynningu kemur fram að frestur annnarra hluthafa Arnalax að samþykkja yfirtökutilboð Salmar í hlutabréf þeirra í Arnarlaxi hafi runnið út í gær. 

Miðað við tilkynninguna hefur félagið ekki bætt verulega við sig í Arnarlaxi eftir kaupin á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar og Fiskisunds og hafa flestir eftirstandandi hluthafar Arnarlax, meðal annars norski milljarðamæringurinn Petter Stordalen og stjórnarformaðurinn Kjartan Ólafsson, ekki selt hlutabréf sín í Arnarlaxi. 

„Allir sem hafa verið með hingað til hafa í raun komið mjög vel út úr því“

Stjórnarformaðurinn græðir að tjaldabaki

Kjartan Ólafsson hefur hins vegar selt hlutabréf í Arnarlaxi áður og hagnast vel á því. Eins og Stundin frá í febrúar seldi Kjartan hlutabréf í Arnarlaxi fyrir tæplega 340 milljónir króna árið 2017.  Þetta gerði Kjartan í gegnum eignarhaldsfélagið sitt, Gyðu ehf.,  og var bókfærður hagnaður Gyðu ehf. þetta ár rúmlega 204 milljónir króna. Þetta sama ár greiddi móðurfélag Gyðu, Berg fjárfesting, út 125 milljóna króna arð til Kjartans og eiginkonu hans og ráðgerði að greiða út 50 milljóna króna arð í fyrra. Um þetta segir í ársreikningi Gyðu fyrir árið 2017: „Félagið er eignarhaldsfélag utan um hlutabréfaeign í Arnarlax A/S. Á árinu seldi félagið hluta af eign sinni í félaginu.“

Kjartan vildi ekki tjá sig um viðskiptin við Stundina: . „Ég vil ekki tjá mig í fjölmiðlum um persónuleg viðskipti fjölskyldunnar.“

Hann sagði hins vegar, almennt séð, að verðmætin í íslensku laxeldi væru orðin umtalsverð. „Ég veit að þetta eru orðin umtalsverð verðmæti. Allir sem hafa verið með hingað til hafa í raun komið mjög vel út úr því. Og ég gæti hoppað út núna því það liggur fyrir tilboð í hlutabréfin en ég kýs að gera það ekki,“ sagði Kjartan sem heldur eftir rúmlega 2 prósenta hlut í Arnarlaxi eftir yfirtöku Salmar á meirihluta hlutabréfa í laxeldisfyrirtækinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár