Velta má fyrir sér hvort ákvarðanir yfirvalds um að sækja fólk til saka séu refsing í sjálfu sér en hafi ekki endilega þann tilgang að ákvarða fólki refsingu.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43333
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
Fréttir
1531
Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Tekjur af tölvuleik tæknifyrirtækisins dugðu ekki til. Viðræður um sölu á fyrirtækinu eða aukið fjármagn báru ekki árangur.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
16118
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
5
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
6
Aðsent
18228
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Jórunn Edda og Ragnheiður FreyjaRíkisvaldið hefur höfðað mál á hendur þeim stallsystrum fyrir að neita að setjast niður í flugvél, til að koma í veg fyrir brottflutnings kenísks manns héðan af landi.
Til eru í það minnsta tvær leiðir til að túlka eðli refsinga í sakamálum sem höfðuð eru af ríkisvaldinu gegn andófsfólki vegna mótmælaaðgerða og borgaralegrar óhlýðni. Annars vegar má sjá dómskerfið sem lögmætan vettvang til úrlausna samfélagslegra átaka þar sem hefðbundnu ferli lýkur með niðurstöðu óhlutdrægra umboðsmanna réttlætisins, einhvers staðar á ásnum frá og með algjörri sýknu til og með þyngstu mögulegu refsingar. Frá slíku sjónarhorni er það fyrst á þessum tímapunkti, með tilkomu dómsúrskurðar, sem refsing kemur til sögunnar í einhverri mynd. Og einungis sé hún verðskulduð. Hins vegar má líta á þá lögvörðu ákvörðun ríkisins, að sækja umrædda einstaklinga til saka, sem refsingu í sjálfu sér – og hér liggur grundvallarmunurinn – án tillits til orða og afleiðinga endanlegs dómsúrskurðar.
Andspænis þessum ólíku túlkunarmöguleikum er ómaksins vert að rifja upp tvö mál úr íslenskri samtímaréttarsögu – mál sem hafa alls ekki hlotið verðskuldaða athygli – og skoða í samhengi við málshöfðun ríkisvaldsins gegn tveimur konum, Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur, sem ákærðar eru fyrir að standa upp og neita að setjast aftur niður um borð í kyrrstæðri flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í maí 2016. Hvöttu þær aðra farþega vélarinnar til að gera hið sama, enda markmiðið að koma í veg fyrir brottflutning kenísks manns sem sótt hafði árangurslaust um vernd á Íslandi vegna ofsókna Boko Haram í upprunalandi hans. Aðalmeðferð málsins fer fram 6. mars nk. í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þú skalt ekki hlaupa
Haukur Hilmarsson
Mynd: Pressphotos
Fyrst ber að nefna mál ríkisins gegn Hauki Hilmarssyni og Jason Thomas Slade sem í júní 2008 fundu sér leið inn á flugvélastæði við Leifsstöð og tóku þaðan á sprett í átt að vél Icelandair sem þá var nýlögð af stað í átt að flugbrautinni. Í vélinni, sem var á leið til Ítalíu, sat Paul nokkur Ramses, hælisleitandi frá Kenía, á milli tveggja varða laganna sem tryggja áttu að brottvísun hans – í kjölfar synjunar Útlendingastofnunar á efnislegri meðferð hælisumsóknar hans – færi hljóðalaust fram og án vandkvæða. Hlaupurunum tveimur tókst að stöðva vélina og tefja þannig flugtak og brottflutning um stund, allt þar til þeir voru slegnir niður af starfsmönnum vallarins sem keyrt höfðu í óðagoti á eftir þeim. Til að gera langa sögu stutta hlóð uppátækið allverulega utan á sig, og eftir hrinu mótmæla og fjölmiðlaumfjöllunar í kjölfarið var Paul gert kleift að sameinast konu sinni og barni á Íslandi þar sem honum var á endanum veitt hæli.
„En hvorki saksóknarinn né dómarinn treystu sér út í þá sálma, heldur einblíndu á reglugerðir, girðingar, aðvörunarskilti og möguleika manna á að valda skemmdum á flugvélahreyflum með því að sogast inn í þá“
Spretthlaupið launaði ríkisvaldið Hauki og Jason með ákærum. Snemma árs 2010 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur þá til fangelsisvistar, Hauk í 60 daga, Jason 45 daga á skilorði. Ári síðar ómerkti Hæstiréttur dóminn og vísaði málinu aftur í hérað sökum löglausra breytinga saksóknarans á lagaheimfærslu brotanna í aðalmeðferðinni miðri. Við þriðju meðferð málsins, sem fram fór haustið 2011, freistuðu sakborningarnir þess eins og áður að beita umfram allt siðferðislegum vörnum. Í stað þess að falla í smásmugulegar gildrur ákæruvaldsins – eintómt karp um tæknileg atriði og undirbúning flugvallarhlaupsins – gerðu þeir pólitíska og siðferðislega merkingu „glæpsins“ að miðpunkti málsvarnarinnar: vísuðu til neyðar hins varnarlausa hælisleitanda, bentu á borgaralegan rétt sinn og skyldu til að rétta honum hjálparhönd, og undirstrikuðu áðurnefnd ruðningsáhrif verknaðarins. En hvorki saksóknarinn né dómarinn treystu sér út í þá sálma, heldur einblíndu á reglugerðir, girðingar, aðvörunarskilti og möguleika manna á að valda skemmdum á flugvélahreyflum með því að sogast inn í þá. Að lokum voru tvímenningarnir sakfelldir fyrir brot á lögum um flugvernd og loftferðir, og dæmdir til að greiða hvor um sig 125.000 króna sekt og í sameiningu fjórðung 500.000 króna málsvarnarlauna verjanda síns — samanlagt talsvert lægri upphæð en kostnaður ríkisins við þennan þriggja þátta réttarfarslega farsa.
Þú skalt ekki standa
Lárus Páll Birgisson
Mynd: Pressphotos
Síðara málið er raunar tvö mál, bæði höfðuð gegn sama manninum, sjúkraliðanum Lárusi Páli Birgissyni, sem á árunum 2010–11 var tvívegis sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn lögreglulögum. Atvikalýsingin var í bæði skiptin eins: Lárus stóð á stéttinni fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi, vopnaður skilti með áletruðum skilaboðum gegn stríðsrekstri. Í kjölfar kvörtunar sendiráðsins mættu galvaskir lögreglumenn á svæðið og skipuðu honum að færa sig. Lárus neitaði að hlýða og vitnaði, óhlýðni sinni til stuðnings, í stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla, auk þess sem hann hafði í fórum sínum gögn sem sýndu svart á hvítu að téð gangstétt var alls ekki í umdæmi sendiráðsins, heldur skilgreind sem almannarými í Reykjavíkurborg. Í kjölfarið var hann handtekinn, kærður og ákærður, og að lokum fundinn sekur um að hafa „neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að færa sig yfir á gangstéttina hinum megin götunnar,“ eins og segir í öðrum dómsúrskurðinum. Í fyrra skiptið var Lárusi ekki gerð sérstök refsing, sem takmarkaði rétt hans til áfrýjunar, en gert að greiða verjanda sínum 200.000 króna laun. Í síðara skiptið kaus hann að verja sig sjálfur, og var refsingin þá „hæfilega ákveðin 50.000 króna sekt“.
Fyrst dómarnir urðu svona lítilfjörlegir er vert að spyrja hvað gróf undan rétti Lárusar til að koma afstöðu sinni á framfæri í almannarými. Hér talar Arngrímur Ísberg, dómari í síðara málinu: „Alkunna er að sendiráð víða um heim hafa á undanförnum árum og áratugum verið skotmörk misindismanna og er því ekki óeðlilegt að starfsmenn þeirra séu á varðbergi gagnvart umferð í allra næsta nágrenni.“ Ekki orð um það meir. Réttlætingin hefst og endar í einni og sömu setningu með ódýrri vísan til samhengislauss og þokukennds orðasambands: einhvers sem „alkunna er.“ Í úrskurði sínum minntist Jón Finnbjörnsson, sem dæmdi í fyrra málinu, á vitnisburð annars lögreglumannanna sem komu á vettvang – hann kvað „enga ógn hafa stafað af ákærða“ – en sá enga þversögn í því að beina því næst athygli að þeirri skyldu íslenskra stjórnvalda „að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda sendiráð fyrir árásum og koma í veg fyrir röskun á friði eða skerðingu á virðingu þess.“ Líkt og dómarinn benti sjálfur á töldu laganna verðir „ekki sérstakt tilefni til aðgerða“, en þar sem starfsmenn sendiráðsins höfðu óskað eftir aðgerðum lögreglu – og „[e]ftir atvikum verður að telja þessa beiðni hóflega,“ að mati sama dómara – var Lárus frelsissviptur um stund og í kjölfarið dæmdur sekur.
Þér skal refsað
Fljótt á litið virðast dómarnir, hver fyrir sig, ekkert sérlega veigamiklir ríkisvaldinu. (Reyndar þykir síðari sakfelling Lárusar svo léttvæg að í samræmi við reglur frá 2010 er úrskurðurinn óaðgengilegur í dómasafni ríkisins á vefnum – en hvort það eitt útskýri þá fátæklegu umfjöllun sem málið hlaut á sínum tíma verður hér að fá að liggja á milli hluta.) Og þó sakborningarnir þrír hefðu vafalaust allir kosið sýknu, frekar en málamyndadóma, virðast hinar tiltölulega lágu fjársektir vissulega skömminni skárri en langvarandi líkamleg frelsissvipting í fangaklefa.
„Reyndar þykir síðari sakfelling Lárusar svo léttvæg að í samræmi við reglur frá 2010 er úrskurðurinn óaðgengilegur í dómasafni ríkisins á vefnum“
En þá vaknar spurningin: hvers vegna var eiginlega af stað farið? Staðreyndin er vitaskuld sú að bæði málin eru tærar birtingarmyndir síðari túlkunarinnar sem minnst var á hér í upphafi: þeirrar túlkunar að refsingin felist fyrst og fremst í ákærunni, frekar en endilega í dómsúrskurðinum. Ekki aðeins kosta réttarhöldin sakborningana fjárútlát, dýrmætan tíma og illendurnýjanlega orku, heldur hafa þau önnur og verri, margfalt víðtækari samfélagsleg áhrif.
Í fyrsta lagi gefa slík málaferli og dómsúrskurðir lögreglunni í auknum mæli grænt ljós á fullkomlega tilhæfulaus og óstjórnarskrárvarin valdboð, sem og sívaxandi svigrúm til að beita þá einstaklinga ofbeldi sem óhlýðnast skipunum í nafni réttar síns. Í öðru lagi festa þau enn frekar í sessi vægðarlaus viðbrögð við andófi og senda þau skilaboð langt út fyrir skjalasöfn dómstólanna að í því felist pólitískur ávinningur að draga andófsfólk á asnaeyrunum í gegnum löng, þreytandi og kostnaðarsöm réttarhöld; árum saman, eins í tilfelli Hauks og Jasons, eða endurtekið vegna sama löglega verknaðarins, líkt og í máli Lárusar, jafnvel þó skjalfest sé að engin „hætta“ stafi af hinum ákærða, og þó ríkiskassinn komi á endanum út í mínus. Þannig er fólki skapaður viðvarandi ótti við handtökur, réttarhöld, sakfellingar, sektardóma og jafnvel fangelsun — sem auðveldlega dregur úr baráttuþreki og fælir fólk frá því að andæfa kúgun. Slík vofa er vitaskuld ekkert annað en eitt form þöggunar, sem sjálf er önnur tegund kúgunar.
Því mitt er ríkið, réttlætið og tungan
Hvað fyrri túlkunarmöguleikann varðar mætti vissulega velta því upp hvort sakamál á borð við ofangreind geti í einhverjum tilfellum falið í sér úrlausn flókinna félagslegra átaka. Til þess þyrfti málsmeðferðin þó augljóslega að vera frjáls undan uppspunnum fjarstæðum á borð við yfirlýsingar dómara um að eitthvað sé „alkunna,“ sem og inntakslausu orsakasamhengi sem getur af sér óra í líkingu við þá að til þess að „vernda sendiráð fyrir árásum og koma í veg fyrir röskun á friði“ sé mikilvægt að frelsissvipta mann sem „engin ógn“ stafar af. Einnig þyrfti þá réttarkerfið að geta tekist heiðarlega á við eðlilega togstreitu annarsvegar skáldlegrar kröfu lögreglunnar um skilyrðislausa hlýðni, sem og skraufþurra banalíteta á borð við girðingar og aðvörunarskilti; og hinsvegar siðferðislegs og pólitísks réttar einstaklinga til að skipta sér – með beinum hætti og fyrirvaralaust – af veruleikanum sem það tilheyrir og blasir við þeim.
En eins og Haukur Hilmarsson benti á í ræðu sinni við lok réttarhaldanna yfir honum og Jason – ræðu sem á sér einstæðan sess í sögu íslenskra andófsbókmennta – er sá fylgifiskur þess að dragast í gegnum réttarkerfið, sem umfram alla aðra niðurlægir sakborninginn, það hlutskipti að þurfa stöðugt að eiga í díalóg sem byggir allur og eingöngu á forsendum ríkisvaldsins. Engu skiptir hversu fús hinn saksótti er til að ræða gjörðir sínar og takast á um réttmæti þeirra við þessa tvo arma ríkisins, ákæru- og dómsvaldið: tungumál réttlætisgyðjunnar virðist varla rúma neinn gráskala, engar flækjur, engan núning. Einhverjir vilja eflaust meina að vogin sé gölluð og skálarnar götóttar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó líklegra að þessi tyftunaraðferð – að refsa andófsfólki með langvarandi málaferlum í réttarsölum ríkisvaldsins – sé einmitt það sem úrlausnir samfélagslegra átaka og fullnæging réttlætisins snúast í raun og veru um.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalHeimavígi Samherja
73361
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43334
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
Fréttir
1531
Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Tekjur af tölvuleik tæknifyrirtækisins dugðu ekki til. Viðræður um sölu á fyrirtækinu eða aukið fjármagn báru ekki árangur.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
16118
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
5
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
6
Aðsent
18228
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
Mest deilt
1
Fréttir
46405
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
2
ViðtalHeimavígi Samherja
73361
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
3
FréttirHeimavígi Samherja
43334
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
4
FréttirSamherjaskjölin
49292
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
Fréttir
58288
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við
Ólögleg skipan dómara í landsrétt reynist kosrnaðarsöm. Kostnaður vegna settra dómara við Landsrétt vegur þyngst eða 73 milljónir króna. Kostnaður vegna málareksturs og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu nam 45,5 milljónum króna
6
Aðsent
9231
Gabríela B. Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir
Er réttarkerfið í stakk búið til að gæta hagsmuna barna í forsjármálum?
Notkun matstækja sem skortir próffræðilegan áreiðanleika í forsjármálum hefur alvarlegar afleiðingar. Ekki er gerð nægileg krafa um sérþekkingu dómkvaddra matsmanna á ofbeldi og það slegið útaf borðinu svo niðurstaða dóms reynist barninu skaðleg.
7
Aðsent
18228
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
Mest lesið í vikunni
1
Leiðari
71634
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
2
Pistill
102816
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Verðirnir og varðmenn þeirra
Það er undarlegt að athygli stjórnmálamanna eftir morðið í Rauðagerði skuli beinast að því hvort lögreglan þurfi ekki fleiri byssur. Margt bendir til að samstarf lögreglu við þekktan fíkniefnasala og trúnaðarleki af lögreglustöðinni sé undirrót morðsins. Af hverju vekur það ekki frekar spurningar?
3
Afhjúpun
56180
Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Sigurður Þórðarson, öðru nafni Siggi hakkari, kemur nú að sex félögum og segir lögmaður undirskrift sína hafa verið falsaða til að sýna fram á 100 milljóna hlutafé í tveimur fasteignafélögum. Siggi hakkari hefur verið eitt af lykilvitnum í rannsókn FBI á WikiLeaks. Viðskiptafélagar segjast hafa verið blekktir, en að enginn hafi hlotið skaða af.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
73361
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
RannsóknHeimavígi Samherja
93371
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
6
MyndbandHeimavígi Samherja
5695
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
7
Fréttir
50240
Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi
Þórhallur Guðmundssonar þarf að greiða 1,2 milljónir króna í miskabætur og sæta fangelsisvist fyrir nauðgun.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
193614
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
7
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
Nýtt á Stundinni
Þrautir10 af öllu tagi
3555
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
ViðtalHeimavígi Samherja
16120
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Fréttir
5
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
1058
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
FréttirSamherjaskjölin
50295
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
Fréttir
252
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.
Þrautir10 af öllu tagi
3759
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...
Blogg
441
Halldór Auðar Svansson
Týndar tengingar
Lost Connections heitir bók eftir Johann Hari sem kom út árið 2018. Ég kynntist þessum breska/svissneska blaðamanni þegar hann kom hingað til lands í nóvember 2019 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á annarri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta ópið, sem fjallar um fáránleika og skaðsemi stríðsins gegn fíkniefnum. Í Lost Connections leggur hann í það metnaðarfulla verkefni að skoða áhrifaþætti...
Fréttir
46405
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir