Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Karl Gauti og Ólafur halda áfram sem þingmenn þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum

Báð­ir þing­menn Flokks fólks­ins, sem rekn­ir hafa ver­ið úr flokkn­um eft­ir þátt­töku þeirra í gróf­um um­ræð­um um aðra þing­menn og formann flokks­ins, ætla að halda áfram þing­störf­um, þrátt fyr­ir brottrekst­ur­inn. Karl Gauti seg­ir ann­an en hann hafa kall­að Eygló Harð­ar­dótt­ur „galna kerl­ing­ark­lessu“.

Karl Gauti og Ólafur halda áfram sem þingmenn þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum

K

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, brottreknir þingmenn Flokks fólksins, ætla báðir að halda áfram þingstörfum, þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum fyrir þátttöku sína í meiðandi umræðum um formann flokksins og fleiri stjórnmálakonur- og menn. Þetta kemur fram í yfirlýsingum þeirra í dag.

Karl Gauti fullyrðir jafnframt að þau orð sem höfð eru eftir honum um Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra, að hún sé „galin kerlingarklessa“ og að það sé „ekkert í henni“ séu annars en sín. 

Stundin og fleiri fjölmiðlar sögðu í gær frá því að Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefði kallað Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra, „galna kerlingarklessu“ á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn.

Í yfirlýsingu segir Karl Gauti að orðfærið í viðkomandi ummælum sé ekki hans. „Upp­tak­an er afar óskýr en það vefst samt ekki fyr­ir fjöl­miðlum að greina ann­ars veg­ar hvað er sagt og hins veg­ar hver talaði. Sjálf­ur get ég hvor­ugt eft­ir að hafa marg­hlustað á þetta brot úr upp­tök­unni. Ég þekki hins veg­ar mitt orðfæri og mína rödd. Þessi orð voru ekki mín og sú rödd sem tal­ar er það ekki held­ur.“

Erfitt er að greina endanlega á upptökunni hvort Karl Gauti eða Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, lætur orðin falla. Karl Gauti er úr Vestmannaeyjum, eins og Eygló, en Gunnar Bragi var samráðherra Eyglóar í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem einnig var viðstaddur umræðurnar. Gunnar Bragi hefur sjálfur sagt að hann muni lítið eftir því sem hann sagði í umræðunum og sé hissa á þeim orðum sem hann hefur heyrst segja.

„Það var ekkert að frétta hjá þessari konu. Galin kerlingarklessa.“

„Hún bjó í Vestmannaeyjum, þess vegna studdi hana enginn,“ heyrist á upptökunni. „Það var ekkert í henni, það var ekkert í henni. Það var ekkert að frétta hjá þessari konu. Galin kerlingarklessa.“

„Galin kerlingarklessa“Stundin og fleiri fjölmiðlar hafa greint frá því að ummæli um Eygló Harðardóttur hafi verið Karls Gauta Hjaltasonar. Sjálfur vísar hann á aðra.

„Fjöl­miðlar hafa að rang­lega eignað mér setn­ingu úr upp­tök­unni sem svo mjög hef­ur verið í frétt­um að und­an­förnu. Þar fara þeir ein­fald­lega manna­villt og von­andi kemst það álíka vel til skila eins og upp­slátt­ur­inn um það sem ég átti að hafa sagt um Eygló Harðardótt­ur,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta.

„Sjálf­ur lagði ég ekk­ert það orð í belg sem tal­ist get­ur siðferðis­lega ámæl­is­vert.“

„Það er ekki hægt að gera at­huga­semd­ir við að fjöl­miðlar birti efni úr upp­töku af þessu tagi úr því að hún er til. Það er hins veg­ar mik­il­vægt að þeir nálg­ist slíka end­ur­sögn af var­færni og lág­marks­krafa er að þeir viti ná­kvæm­lega hver sagði hvað þegar þeir velja sér upp­sláttar­fyr­ir­sagn­ir um ein­stak­ar setn­ing­ar.

Mér þykir leitt að hafa setið þenn­an fund alltof lengi en sjálf­ur lagði ég ekk­ert það orð í belg sem tal­ist get­ur siðferðis­lega ámæl­is­vert. Ákvörðun stjórn­ar Flokks fólks­ins mun engu breyta um áhersl­ur mín­ar í áfram­hald­andi störf­um mín­um sem þingmaður. Ég gaf kjós­end­um mín­um fyr­ir­heit um áhersl­ur og við þau mun ég standa,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta.

Karl Gauti sagði meðal annars í umræðunum á Klaustri að formaður flokksins hans, Inga Sæland, „gæti grenjað en ekki stjórnað“. Þá gerði hann enga athugasemd þegar sessunautur hans, Bergþór Ólafson, þingmaður Miðflokksin, kallaði Ingu „klikkaða kuntu“.

„Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla“

Ólafur Ísleifsson segir í sinni yfirlýsingu að það séu mistök að reka hann úr flokknum. „Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð. Með þátttöku minni í þessu samsæti gerði ég ámælisverð mistök sem ég biðst afsökunar á. Ákvörðunin um brottrekstur er hins vegar stjórnarinnar og mér er til efs að þar hafi framtíðarhagsmunir flokksins verið hafðir að leiðarljósi. Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla. Í störfum mínum sem óháður þingmaður utan flokka mun ég halda áfram baráttu fyrir þeim málefnum og áherslum sem ég lofaði kjósendum í aðdraganda alþingiskosninganna 2017.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár