Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Fé­lag­ið Indigo Partners hyggst fjár­festa í WOW air sam­kvæmt til­kynn­ingu Skúla Mo­gensen til Sam­göngu­stofu og stjórn­valda. Í gær var 237 manns var sagt upp hjá Airport Associa­tes í Reykja­nes­bæ.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Félagið Indigo Partners hyggst kaupa í flugfélaginu WOW air, en Skúli Mogensen verður áfram stærsti hluthafi, samkvæmt tilkynningu beggja félaga í gærkvöldi. Hætt hafði verið við kaup Icelandair á WOW í gærmorgun og var framtíð flugfélagsins tvísýn.

Indigo er leiðandi fjárfestir í hinu ungverska Wizz air, lággjaldaflugfélagi sem flogið hefur á milli Íslands og Póllands. Þá fjárfestir Indigo í flugiðnaði víða um heim.

Í tilkynningunni segist Skúli vera sannfærður um að þessi ákvörðun sé sú rétta fyrir starfsfólk WOW air og farþegana. Frekari skilmálar viðskiptanna hafa ekki verið gefnir upp.

Tilkynningin um kaupin kemur eftir að 237 manns var sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið er helsti þjónustuaðili WOW air og er þetta stærsta hópuppsögnin í Reykjanesbæ síðan varnarlið bandaríska hersins fór árið 2006, samkvæmt Víkurfréttum.

„Það er óhægt að segja að þetta sé svartur fimmtudagur.  Okkur er verulega brugðið en við munum þjónusta þessa starfsmenn eftir fremsta megni,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár