Arion banki heimilaði sölu á tveimur jörðum og sumarbústað sem voru veðsett í tilraunum Skúla til að bjarga WOW air. Bankinn lánar félagi Brynjólfs Mogensen fyrir kaupunum og heldur eftir sem áður veðum í eignunum. Skúli Mogensen er ánægður að sumarbústaðurinn verður áfram í fjölskyldunni.
FréttirFall WOW air
17
Móðurfélag WOW air tapaði tæpum 600 milljónum í fyrrra
Móðurfélag WOW air tapaði 5 milljörðum króna á tveimur síðustu rekstrarárum sínum. Skuldauppgjör WOW air og Skúla Mogensen stendur nú yfir og hefur Arion banki leyst til sín einbýlishús hans upp í skuld.
Fréttir
56437
Nýja íslenska flugfélagið gefur þúsund flugmiða og leitar starfsfólks
Arftaki WOW air, sem hafði vinnuheitið WAB-air, hefur fengið nafnið PLAY. Flugfélagið leitar að fjölda starfsfólks, meðal annars „brosandi flugliðum“, „markaðsgúru“, „söluséní“, „talnaglöggvara“, gjaldkera og „leikfélögum“ til að „breyta íslenskri flugsögu“.
FréttirHamfarahlýnun
Fyrirtækin sem menga mest
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar á Íslandi mun aukast verulega næstu árin, meðal annars vegna stóriðjuverkefna sem núverandi stjórnarflokkar bera pólitíska ábyrgð á.
FréttirFall WOW air
Björgólfur Thor setti 3 milljónir evra í WOW
Vinir og viðskiptafélagar Skúla Mogensen voru um helmingur fjárfesta í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, samkvæmt nýrri bók.
FréttirFall WOW air
Mikill samdráttur í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli
13% færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars en ári áður, þrátt fyrir að áhrifin af falli WOW air væru ekki komin fram.
FréttirFall WOW air
WOW seldi losunarkvóta fyrir 400 milljónir
Forsvarsmenn WOW air seldu útblástursheimildir rétt fyrir gjaldþrot til þess að eiga fyrir launagreiðslum. Heimildirnar hefði þurft að kaupa aftur síðar í ár.
Fréttir
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Á OZ-tímabilinu í kringum aldamótin fékk Skúli Mogensen um 1200 milljóna króna lán í ríkisbankanum Landsbanka Íslands til að kaupa hlutabréf í ýmsum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjunum. Fjárfestingarnar voru í gegnum félag á Tortólu og þurfti að afskrifa stóran hluta lánanna eftir að netbólan sprakk.
Fréttir
Ræðst á næstunni hvort Sónar snýr aftur
Stjórnendur Sónar Reykjavík segjast hafa mætt miklum skilningi eftir að aflýsa þurfti hátíðinni í kjölfar falls WOW air. Nú hefjast viðræður við kröfuhafa sem skýra hvort hátíðin snúi aftur að ári.
TeikningBjadddni
Bjadddni
How?
FréttirFall WOW air
Skúli vill ekki svara því hvort hann reyni að kaupa eignir af þrotabúi WOW air
Skúli Mogensen ætlar að reyna að stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Eignir WOW air eru til sölu og verður að teljast líklegt að Skúli horfi til þessara eigna fyrir nýja flugfélagið.
FréttirFall WOW air
Suðurnes búa sig undir samdrátt og atvinnuleysi
Stjórnvöld í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ harma gjaldþrot WOW air. Fall flugfélagsins mun hafa töluverð áhrif á tengda starfsemi á svæðinu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.