Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir bréf pólska sendi­herr­ans til for­seta og for­sæt­is­ráð­herra að­för sendi­herra er­lends rík­is að frjáls­um fjöl­miðli á Ís­landi. For­dæma­laust til­tæki ræð­is­manns á okk­ar tím­um.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Viðbrögð Gerard Pokruszyński, sendiherra Íslands á Póllandi, við fréttaflutningi Stundarinnar af aðkomu nýfasískra hópa að göngu sem pólskir ráðamenn leiddu um götur Varsjár síðastliðinn sunnudag, eru aðför sendiherra erlends ríkis að frjálsum fjölmiðli á Íslandi. Athæfið er fordæmalaust sé litið til samtímasögu landsins og leita verður aftur til fjórða áratugarins til þess að finna dæmi um sambærilegar aðferðir ræðismanns erlends ríkis á íslenskri grundu. Þetta ritar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í færslu á Facebook. Þá segir hann eðlilegast að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kalli sendiherrann á teppið og skammi hann fyrir uppátækið.

Ráðherra bregðist viðStundin veit ekki til þess að sendiherra Póllands hafi sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra umrætt bréf, en Kristinn vill að ráðherrann kalli sendiherrann á teppið.

Pólski sendiherrann sendi á miðvikudagskvöld bréf á skrifstofur æðstu ráðamanna Íslands, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem hann fór fram á að Stundin bæði pólsku þjóðina afsökunar á því að hafa sagt að allir Pólverjar sem „elska föðurlandið“ væru „nýnasistar“ eða „fasistar.“ Þá sagðist hann vonast til þess að umfjöllun blaðsins, sem hann kallar „falsfrétt“, myndi ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ sagði sendiherrann sem  sendi bréfið jafnframt á flesta starfsmenn Stundarinnar. Ritstjórar Stundarinnar hafa hafnað ásökunum sendiherrans.

Viðbrögðin staðfesti ástandið

Hið hræðilega er að þetta viðbragð sendiherrans er staðfesting á þeim undirliggjandi ugg sem leiddi til skrifa Stundarinnar,“ skrifar Kristinn sem bætir við að íslenskum stjórnvöldum beri að mótmæla hinu lúalega og freklega athæfi sendiherrans.

Hann bendir á að það sé ekkert athugavert við það að sendiherra erlends ríkis geri yfirvegaðar athugasemdir við efnistök fjölmiðla sem varða land hans, telji hann einhverjar rangfærslur á ferðinni. Það hefði sendiherrann getað gert með rökstuddum skrifum en slíku hafi ekki verið að skipta. „Þetta er ekkert slíkt heldur aðför að frjálsum fjölmiðli og nafngreindum blaðamanni, í því ríki þar sem hann hefur stöðu,“ skrifar Kristinn sem telur „offors pólska sendiherrans“ vart eiga sér fordæmi á Íslandi sé litið til síðustu áratuga.

Sendi bréf á ráðamenn Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, sendi bréf á æðstu ráðamenn á Íslandi, og kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar um fasíska hópa.

Kristinn bendir á að líklegast þurfi að fara alla leið aftur til fjórða áratugar 20. aldarinnar til þess að finna sambærileg dæmi, sem birtust í aðferðum þýska ræðismannsins Werners Gerlack þegar hann krafðist þess ítrekað að íslensk stjórnvöld hefðu hemil á gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla um þriðja ríki Hitlers, og varð töluvert ágengt.

Alþjóðlegir fjölmiðlar sakaðir um falsfréttir

Í umfjöllun Stundarinnar um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands, Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Gangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews. „Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn, sagði í fyrirsögnum Al jazeeraU.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times lögðu áherslu á að pólskir ráðamenn hefðu tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ sagði í frétt Guardian. 

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði Laga og Réttlætisflokkurinn komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins. Fréttir virtra alþjóðlegra miðla, þar sem fjallað er með krítískum hætti um ástandið í Póllandi, eru jafnan teknar fyrir í pólska ríkissjónvarpinu og þær afskrifaðar sem „falsfréttir“. Pólland féll um 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi á milli áranna 2015 og 2016 eða eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 og er nú í 58 sæti á listanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár