Mest lesið

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
1

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
2

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
3

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
4

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi
5

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Ráðherra hefur ekki heimild
6

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“

Þingheimur hló þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist eingöngu hafa samþykkt stofnun vinnuhóps með Bretum um lagningu sæstrengs árið 2015 til þess að ekkert yrði af verkefninu. Hann mælir með að Bretland gangi í EES, þrátt fyrir að utan þess yrði sæstrengur illmögulegur eftir Brexit.

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og David Cameron Forsætisráðherrarnir þáverandi funduðu árið 2015 um lagningu sæstrengs. 
steindor@stundin.is

Umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir á Alþingi frá því klukkan 10:30 í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og framsögumaður málsins, sagði í ræðustól að þingmenn Miðflokksins, sem barist hafa hart gegn samþykkt orkupakkans með málþófi, hafi stutt framvindu þess þegar þeir voru í ríkisstjórn. Þessu mótmælti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Benti Guðlaugur Þór á að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og þá utanríkisráðherra, hafi lagt fram minnisblað á Alþingi þess efnis að bindandi ákvarðanir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, eigi ekki við hér á landi ef sæstrengur er ekki til staðar, þvert á málflutning hans nú.

„Liðlega hálfu ári eftir að Alþingi fékk þessi skilaboð frá þáverandi hæstvirtum utanríkisráðherra vildi þannig til að flokksfélagi hans, þáverandi hæstvirtur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, átti fund með þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hér í þessu húsi hinn 28. október 2015 þar sem þeir sammæltust um að setja á laggirnar vinnuhóp sem var falið að skoða möguleika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands,“ sagði Guðlaugur Þór.

Sagði hann augljóst að Sigmundur Davíð hefði viljað leggja sæstreng milli landanna árið 2015. „Við skulum hafa það í huga að þegar David Cameron kom hingað til lands til fundar við íslenska forsætisráðherrann hafði forsætisráðherra Bretlands ekki komið til Íslands síðan Winston Churchill heilsaði upp á breska hernámsliðið hér árið 1941 og heimsótti þá meðal annars þetta hús hér,“ sagði Guðlaugur Þór. „Það eina markverða sem þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ákvað með breska kollega sínum í þessari mjög svo sögulegu heimsókn var einmitt að kanna möguleikann á því að leggja raforkusæstreng milli landanna tveggja.“

„Því er viðsnúningur hæstvirtra þingmanna Miðflokksins í málinu óútskýrður og ég hygg að stjórnmálafræðin dugi ekki til þess að skýra hann“

Sagðist Guðlaugur Þór ekki taka undir gagnrýni Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga á þeirra fyrri verk. „Ég tel að málið hafi verið vel undirbúið af hálfu utanríkisráðuneytisins og annarra fagráðuneyta allar götur frá 2010 og að umfjöllun Alþingis hafi verið til fyrirmyndar, álitaefnin greind og þau metin áður en Alþingi veitti málinu brautargengi sitt,“ sagði hann. „Því er viðsnúningur hæstvirtra þingmanna Miðflokksins í málinu óútskýrður og ég hygg að stjórnmálafræðin dugi ekki til þess að skýra hann. Viðsnúningurinn er í raun af því tagi að leita þarf í lögmál eðlisfræðinnar til að finna þar einhverjar skýringar.“

Sigmundur Davíð veitti andsvar og sagði Guðlaug Þór ekkert nýtt hafa fram að færa og kenndi öllum öðrum um innleiðingu orkupakkans. „Svo þessi dæmalausa ræða um fund með David Cameron, að þar hafi verið samþykkt að leggja sæstreng. Það var í rauninni þvert á móti, samþykkt að skoða lagningu til að sýna fram á að það hentaði ekki.“ Hló þá þingheimur hátt.

Hart Brexit mundi gera sæstreng ólíklegri

Sigmundur Davíð var í viðtali um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hjá Sky News í morgun. Ráðlagði hann Bretum að ganga tímabundið í Evrópska efnahagssvæðið ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein, til þess að forðast skammtímavanda sem fylgi því sem kallað er hart eða „no-deal“ Brexit. Slíkt mundi leysa vandann án þess að skapa ný vandamál sem fylgi tvíhliða samningi.

„Það var í rauninni þvert á móti, samþykkt að skoða lagningu til að sýna fram á að það hentaði ekki“

Ummæli Sigmundar Davíðs vöktu athygli Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. „Afhverju vill SDG halda Bretum inn í EES?“ spurði hann á Twitter. „Andstaðan gegn O3 byggir á því að hingað komi sæstrengur. Einungis virðist raunhæft að hann liggi frá Bretlandi. Til að það sé sandkorn af viti í andstöðunni gegn O3 á þessum forsendum, þarf Bretland því augljóslega að vera í EES.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
1

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
2

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
3

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
4

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi
5

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Ráðherra hefur ekki heimild
6

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
3

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
3

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik