Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

Ger­ard Pokruszynski, sendi­herra Ís­lands á Póllandi, fer fram á að Stund­in biðji Pól­verja af­sök­un­ar á frétta­flutn­ingi af sjálf­stæð­is­göngu.

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
Fánar á lofti Pólski þjóðfáninn var mest áberandi í göngunni en um 200 þúsund manns tóku þátt.

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, hefur sent bréf á skrifstofu  forseta Íslands, skrifstofu forsætisráðherra og ritstjórn Stundarinnar, þar sem hann kvartar undan frétt Stundarinnar vegna sjálfstæðisgöngunnar sem fram fór í Varsjá síðastliðinn sunnudag.

Óánægður með umfjöllun Sendiherra Póllands er óánægður með umfjöllun Stundarinnar um þátttöku öfgahægrimanna í sjálfstæðisgöngunni í Varsjá. Hann vil að fjölmiðillinn biðji samlanda hans afsökunar.

Segir sendiherrann að greinarhöfundur hafi þar sakað alla Pólverja „sem elska föðurlandið“ um að vera fasista og/eða nasista með skrifum sínum. Þá segist hann vonast til þess þetta muni ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ skrifar Pokruszynski sem segir frétt Stundarinnar um gönguna hafa verið „falsfrétt“ og fer fram á að blaðið biðji pólsku þjóðina hans afsökunar. 

Stundin fjallaði um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands. Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Sjálfstæðisgangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews„Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn,“ segir í fyrirsögnum Al jazeera, U.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times leggja áherslu á að pólskir ráðamenn hafi tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ segir í frétt Guardian.

Gangan áður verið haldin af öfgahópum

Pokruszynski gagnrýnir frétt Stundarinnar fyrir að leggja áherslu á þátttöku þessara öfgahópa í atburðinum þegar meirhluti þátttakenda hafi verið venjulegir borgarar. „Þess vegna er ég hissa að höfundur greinar notar orðin „nasistar“ og „fasistar“ yfir alla þá sem elska föðurlandið,“ skrifar Pokruszynski í kvörtunarbréfinu sem hann sendi á ritstjórn Stundarinnar. Þá sendi hanna afrit af bréfinu á skrifstofu forseta Íslands og sem og á skrifstofu forsætisráðuneytisins. 

 „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar“

Í athugasemd sem ritstjórar Stundarinnar birta við bréf sendiherrans, kemur fram að umfjöllun Stundarinnar hafi byggt á fréttum helstu fjölmiðla heims um samneyti æðstu stjórnvalda í Póllandi við öfgaþjóðernishreyfingar í tengslum við sjálfstæðisgönguna. Hvergi hafi verið nefnt að skilgreiningin „nýnasisti“ eða „fasisti“ ætti við um „alla þá sem elska föðurlandið“. Þá sé umfjöllunin ekki afstaða íslensku þjóðarinnar, heldur sé um að ræða eina frétt frá einum fjölmiðli „í margradda lýðræðissamfélagi“.

Leiðtogar marséra með öfgahægrinuNew York Times lagði á það áherslu í sinni umfjöllun að leiðtogar Póllands hefðu marsérað um götur Varsjár með öfgahægrimönnum

„Sérstök ákvörðun forseta Póllands um að stofna til fjöldagöngu samhliða og samferða göngu öfgaþjóðernissinna hefur þær afleiðingar að í skilningi margra sé verið að samþykkja útlendingahatur og öfgasinnaða hugmyndafræði. Á hinn bóginn má það skilja sem svo, eins og forseti Póllands hefur boðað, að stærri ganga hafi verið tilraun til að sameina þjóðina,“ skrifar ritstjóri Stundarinnar. Óháð skilningnum sé staðreyndin sú að forseti og forsætisráðherra Póllands hafi kosið að stofna til fjöldagöngu um Varsjá á sömu leið og sama tíma og árlega hefur verið haldin ganga á vegum öfgahópa, þar sem slagorð gegn útlendingum og boðskapur nýfasisma hefur fram að þessu verið áberandi og til umfjöllunar um allan heim.“

Myndbönd og myndir af táknum fasista

Sendiherra Póllands segir að svo virðist sem lýsingar af atburðum séu hafðar eftir fólki „sem hafði það markmið að lýsa viðburðinum sem birtingarmynd þjóðernisstefnu“. Í þessu samhengi bendir hann á mynd sem Stundin birti með fréttinni af meðlimum ítölsku fasistasamtakanna Forza Nuova sem héldu uppi fánum samtakanna í göngunni, og heldur því fram að hún hafi verið tekin á mótmælum í Róm á síðasta ári. Þau orð hans stangast á við upplýsingar af myndaveitunni Shutterstock, en þar má finna fjölda mynda af meðlimum hreyfingarinnar með slíka fána á lofti á sjálfri sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember, auk þess greint er frá því í alþjóðlegum fjölmiðlum að meðlimir samtakanna hafi verið á meðal göngumanna og birtar myndir af þeim.

Ítalskir öfgamennMeðlimir ítölsku nýfasistasamtakanna Forza Nuova létu til sýn taka á göngunni, en leiðtogi þeirra samtaka skilgreinir sig sem fasista.

Sjálfstæðisgangan hefur aldrei verið stærri en um það bil 200 þúsund manns tóku þátt að þessu sinni, þar á meðal fjölskyldufólk. Það eru mun fleiri en fyrir ári síðan þegar 60 þúsund manns tóku þátt, en þá var Vice á meðal þeirra fjölmiðla sem fjölluðum um gönguna sem einhverja stærstu samkomu þjóðernissinna og öfgahægrimanna í gjörvöllum heiminum á okkar tímum. Á meðal þeirra öfgahópa sem tóku þátt í göngunni í ár auk Forza Nuova voru meðlimir Róttæku þjóðernishreyfingarinnar, ONR, sem hefur ítrekað verið tengd við fasisma og nýnasisma. Daily Mail greinir frá því að göngumenn hafi meðal annars hrópað slagorð á borð við „Bandaríkin, heimsveldi hins illa“ og „Pólland, hvítt og kaþólskt.“ Þá heyrast göngumenn kyrja, í myndbandi sem birt er með frétt Daily Mail: „Dauða fyrir óvini ríkisins“. 

Kenndir við nýnasismaMeðlimir róttæku þjóðernishreyfingarinnar, ONR, veifuðu grænum fánum með merkjum sínum, en samtökin hafa verið kennd við nýnasisma.

„Vandamál í samskiptum þjóða eru ekki einstakir blaðamenn, eins og sendiherra Póllands vísar hér til, heldur fremur hugmyndafræði útlendingaandúðar, valdasamþjöppunar og öfgaþjóðernishyggju sem hvetur til jaðarsetningar fólks eftir þjóðerni, kynhneigð, trú eða kynþætti, og lamar gagnrýna þjóðfélagsumræðu í nafni þjóðarstolts,“ segir í svari ritstjóra Stundarinnar. Frétt Stundarinnar hefur verið uppfærð með þeim hætti að hugtakinu „ný-nasistar“ hefur verið skipt út fyrir hugtakið „ný-fasistar“, þótt fjölmörg dæmi séu um að fyrrnefnt hugtak sé notað yfir tiltekna öfgaþjóðernissinna í Póllandi, sem meðal annars afneita því að helförin hafi átt sér stað.

Sendiherrar stíga fram

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttlæti komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins og útvarpi og sjónvarpi stefnu hans í einu og öllu. Þá eru fréttir alþjóðlegra fjölmiðla um stöðuna í Póllandi jafnvel teknar sérstaklega fyrir í ríkissjónvarpinu og þær sagðar dæmi um „falsfréttir“. Blaðamaður Al Jazeera hefur meðal annars fengið að kenna á þessu, en honum barst fjöldinn allur af óþægilegum skilaboðum eftir að umfjöllun hans hafði verið tekin fyrir með þessum hætti í ríkissjónvarpi Póllands. 

Gerðu samkomulagSendiherra Póllands segir gönguna að það hafi mestmegnis verið „venjulegir borgarar“ sem tóku þátt í göngunni. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Þá virðast fleiri sendiherrar landsins á erlendri grundu hafi tekið upp þá stefnu að gagnrýna umfjallanir um Pólland í fjölmiðlum utan landsteinanna. Hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifaði grein í New York Times í ágúst síðastliðnum þar sem hann gagnrýndi þróunina í Póllandi harðlega og tengdi það sem væri að gerast við fasisma. Sendiherra Póllands í Bandaríkjunum tók sig til og svaraði Krugman með þeim orðum að umfjöllun hans væri algjör fjarstæða. Þar sagðist hann ekki geta tekið þeirri söguskoðun Krugmans að Pólland hefði verið eða væri á fasískri vegferð, „ekki einu sinni sem lélegum brandara“. Í þessu samhengi rifjaði hann upp að Pólland hefði verið fyrsta landið sem hefði þurft að verjast innrásum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Stundin hefur fengið ábendingar um að sendiherrar í löndum Evrópu hafi verið að bregðast við neikvæðum fréttaflutningi með svipuðum hætti undanfarin misseri.

Féll niður um 29 sæti

Í greiningu Freedom House á stöðu fjölmiðlafrelsis í Póllandi kemur fram að landið hafi á árinu 2016 farið frá því að vera ríki þar sem fjölmiðlafrelsi ríki að fullu, yfir í að vera ríki þar sem slíkt frelsi fyrirfinnist einungis að hluta til. Óþol stjórnvalda gagnvart sjálfstæðri og gagnrýninni blaðamennsku, gróf afskipti af málefnum opinberra fjölmiðla, takmarkanir á tjáningarfrelsi þegar kemur að sögu Pólland og sjálfsmynd, eru sérstaklega nefndar sem ástæður fyrir þeirri sjálfsritskoðun og pólaríseringu sem átt hefur sér stað.

Paul KrugmanPaul Krugman skrifaði nýlega grein um ískyggilega þróun í Póllandi en sendiherra Póllands í Bandaríkjunum svaraði með grein þar sem hann sagðist ekki einu sinni geta tekið skrifunum sem lélegum brandara.

Freedom House bendir á að ný fjölmiðlalög hafi tekið gildi í janúar 2016 en þau gerðu fjármálaráðherra landsins kleift að skipa stjórnendur pólska ríkissjónvarpsins. Mannréttindasmatökin Amnesty International benda á það í greiningu sinni  að fjármálaráðherrann hefði beitt vald sínu til þess að reka fjölmarga yfirmenn opinberra fjölmiðla. Þá kemur fram að í október 2016 hefði verið búið að segja upp 234 blaðamönnum sem störfuðu á ríkisfjölmiðlum.

Pólland féll um heil 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra  um fjölmiðlafrelsi árið sem ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis tók við völdum í landinu árið 2015. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 en landið er nú í 58 sæti á listanum. Í umfjöllun samtakanna um stöðu fjölmiðla í Póllandi í dag, kemur fram að ríkisstjórnarflokkurinn sæki að fjölmiðlafrelsi landsins úr öllum áttum. Þannig hafi ríkissjónvarpinu verið breytt í „áróðursvélar stjórnvalda.“

Sakaður um að móðga pólsku þjóðina

Samkvæmt greiningu Blaðamanna án landamæri reka nýjir stjórnendur ríkisfjölmiðlanna hiklaust þá blaðamenn sem neita að fylgja flokkslínunni. Samtökin nefna sérstaklega mál rannsóknarblaðamannsins Tomasz Piatek sem sat í marga mánuði undir hótunum um að vera leiddur fyrir herdómstól fyrir að gagnrýna tengsl varnarmálaráðherra landsins við rússnesku leyniþjónustuna. Þá reyndi útvarpsráð landsins, sem samtökin segja vera undir hæl stjórnvalda, að sekta einkareknu stöðina TVN fyrir að flytja fréttir af gagnrýni á stjórnvöld í tengslum við umfjöllun þeirra um mótmæli árið 2016. Sektin var dregin til baka í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu.

Í desember reyndu ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis að takmarka aðgengi blaðamanna að þinghúsinu en hættu við eftir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og almennings. Þá hafa skrifstofur opinberra stofnanna sagt upp áskriftum af fjölmiðlum sem stjórnvöld telja andsnúin sér auk þess sem ríkisfyrirtæki auglýsa í fjölmiðlum hliðhollum stjórninni.

Freedom House bendir einnig á að ríkisstjórnin hafi unnið að því að grafa undan þeim sem haldi því fram að Pólverjar hafi með einhverjum hætti komið að voðaverkum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig sætti sagnfræðingurinn Jan Gross undir ávirðingum um að hann hefði móðgað pólsku þjóðina á opinberum vettvangi með því að skrifa blaðagrein þar sem fram kom að Pólverjar hefðu drepið fleiri gyðinga en nasista. Saksóknarar spurðu Gross spjörunum úr í fimm klukkustunda maraþon yfirheyrslu vegna þessa auk þess sem forsetinn Andrzej Duda íhugaði að draga heiðursorðu sem hann var sæmdur árið 1996 til baka.

„Algjörlega fordæmalaust“

Aðgerðir pólskra ráðamanna gegn frjálsum og gagnrýnum fjölmiðlum birtist með ýmsum hætti. Í nýlegri umfjöllun Nefndar til verndar blaðamönnum, CPJ,  kemur fram að ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis hafi tekið yfir opinbera fjölmiðla, hótað blaðamönnum málsóknum, minnkað aðgengi þeirra að opinberum starfsmönnum og þrengt að gagnrýnum einkareknum miðlum með því að stýra auglýsingum og áskriftum í aðrar áttir. „Blaðamenn á opinberum fjölmiðlum eru undir stanslausum pólitískum þrýstingi, þeir þurfa að fara varlega varðandi hvað þeir segja, hverjum þeir bjóða í viðtöl. Það sem er að eiga sér stað er algjörlega fordæmalaust,“ sagði Krzysztof Bobinski, stjórnarmaður í pólskum blaðamannasamtökum, á fyreirlestri í Gdansk síðastliðinn febrúar.

„Það sem er að eiga sér stað er algjörlega fordæmalaust“

Þá kemur fram að margir blaðamenn landsins óttist að ríkisstjórnin muni þrengja ennþá frekar að einkareknum miðlum fyrir þingkosningarnar sem munu fara fram á næsta ári. Það sé til að mynda gert með fjölda málsókna á hendur þeim, en margir óttast að breytingar stjórnvalda á dómstólum landsins, muni hafa áhrif á slíka dóma. Dæmi eru um mál sem nú eru rekin fyrir pólskum dómstólum þar sem blaðamenn geta átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisdóma fyrir skrif sín.

Argentínskum fjölmiðli stefnt 

Í byrjun árs samþykkti pólska þingið nýtt lagafrumvarp sem gerir það refsivert að saka pólsku þjóðina, eða pólska ríkið, um að hafa borið ábyrgð á helförinni, en allt að þriggja ára fangelsisvist liggur við brotinu. Stuttu síðar tóku pólsk félagasamtök sig saman og stefndu argentíska fjölmiðlinum Pagina 12 daily fyrir að hafa með umfjöllun sinni um helförina brotið gegn lögunum, að því er Reuters greindi frá. Þar sögðu talsmenn fjölmiðilsins þetta vera tilraun til ritskoðunar sem ógnaði fjölmiðlafrelsi um allan heim. 

Gerard Pokruszynski tók við sem sendiherra Íslands á Póllandi, í byrjun árs, en hann hefur varið þessa nýju löggjöf í fjölmiðlum. Þannig sagði hann í samtali við Fréttablaðið í febrúar síðastliðnum að það særði Pólverja þegar því væri haldið fram að Pólverjar hefðu með einhverjum hætti komið að helförinni. „Nú var það bara að duga eða drepast. Þetta er okkar Rúbíkon. Það er ekki hægt að leyfa fólki að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“ lengur. Það er ekki rétt.“

Það er í því andrúmslofti sem rakið hefur verið hér að framan sem sjálfstæðisgöngur síðustu ára hafa stigmagnast, en eins og sjá má á eftirfarandi áróðursmyndbandi öfgahægrimanna, sem byggir á myndefni frá göngunni árið 2015, má heyra hvernig ræðumaður heldur ræðu yfir fundargestum þar sem hann sendir meðal annars þau skilaboð til múslima að þeir eigi að koma sér í burtu þar sem Jesús sé konungur þeirra sem þarna standi. Þá talar hann um að vinstri menn séu að reyna að eyðileggja hina pólsku þjóð með áróðri sínum, en að þeim muni ekki takast það. Þá heldur annar ræðumaður því fram að sharía lög verði innleidd í Póllandi ef ekkert verði að gert. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
1
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
2
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
3
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Þorvaldur Gylfason
4
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Flögrar á milli Reykjavíkur og Aþenu
5
ViðtalHús & Hillbilly

Flögr­ar á milli Reykja­vík­ur og Aþenu

Rakel McMa­hon rann­sak­ar til­finn­ing­una um öf­ugugga í al­menn­ings­rým­um ásamt Evu Ís­leifs.
Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni
6
Fréttir

Land­spít­al­inn svar­aði ekki álykt­un um kyn­ferð­is­lega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.
„Það er ekkert kúl að vera rithöfundur“
7
Viðtal

„Það er ekk­ert kúl að vera rit­höf­und­ur“

Rit­höf­und­arn­ir Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Ein­ar Kára­son eru sam­mála þeg­ar kem­ur að stóru mál­un­um, treysta hvert öðru full­kom­lega og segja sög­ur við öll til­efni. Þau eru öll með nýja skáld­sögu um jól­in.

Mest deilt

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
2
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
3
Fréttir

Bjarni taldi eðli­legt að vafi um fram­kvæmd kosn­inga ylli ógild­ingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Bestu ár lífs míns

Hvenær er­um við ham­ingju­söm og hvenær ekki? Er hægt að leita ham­ingj­unn­ar eða kem­ur hún til okk­ar? Hversu mik­ið vald höf­um við yf­ir eig­in ör­lög­um? Eig­um við yf­ir höf­uð eitt­hvert til­kall til lífs­gleði?
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
6
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
7
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið í vikunni

Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
1
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
2
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
3
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
Bakgrunnur nýs dómsmálaráðherra: Valdefla lögregluna og þrengja rétt til þungunarrofs
4
Greining

Bak­grunn­ur nýs dóms­mála­ráð­herra: Vald­efla lög­regl­una og þrengja rétt til þung­un­ar­rofs

Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son hef­ur ver­ið skip­að­ur inn­an­rík­is­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Inn­an þings sem ut­an hef­ur Jón lát­ið sig lög­reglu­mál, sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna og tálm­un varða, með­al ann­ars.
Þrír í haldi lögreglu eftir aðgerð sérsveitarinnar í Reykjavík í dag
5
Fréttir

Þrír í haldi lög­reglu eft­ir að­gerð sér­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík í dag

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð að Mána­túni í nótt og að Hverf­is­götu skömmu fyr­ir há­degi. Lög­regla sendi frá sér til­kynn­ingu rétt í þessu þar sem seg­ir að þrír séu í haldi vegna grun­sam­legs hlut­ar sem fannst í ruslagámi í Mána­túni í morg­un.
Lögreglan skoðar hvort það þurfi fleiri skýrslutökur í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs
6
Fréttir

Lög­regl­an skoð­ar hvort það þurfi fleiri skýrslu­tök­ur í máli Arons Ein­ars og Eggerts Gunn­þórs

Rann­sókn á máli Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar og Eggerts Gunn­þórs Jóns­son­ar, sem voru kærð­ir um að hafa brot­ið á konu í Kaup­manna­höfn fyr­ir 11 ár­um, mið­ar vel að sögn yf­ir­manns kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Aron Ein­ar og Eggert Gunn­þór reikna með að mál­ið verði fellt nið­ur.
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
7
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.

Mest lesið í mánuðinum

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Lýsir alvarlegum afleiðingum þess að hafa verið áreitt af lækni á Landspítalanum
2
Fréttir

Lýs­ir al­var­leg­um af­leið­ing­um þess að hafa ver­ið áreitt af lækni á Land­spít­al­an­um

Kona sem til­kynnti Björn Loga Þór­ar­ins­son, sér­fræðilækni á Land­spít­al­an­um, form­lega í fe­brú­ar vegna áreitni sem stað­ið hef­ur yf­ir frá því hún var lækna­nemi, seg­ir spít­al­annn hafa brugð­ist sér. Björn var ekki send­ur í leyfi á með­an mál­ið var til með­ferð­ar inn­an spít­al­ans og hon­um var ekki veitt áminn­ing né vik­ið úr starfi eft­ir að spít­al­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði kyn­ferð­is­lega áreitt hana. „Það kom fyr­ir að það leið yf­ir mig í vinn­unni og ég grét mik­ið á kvöld­in yf­ir því að þurfa fara í vinn­una dag­inn eft­ir,“ seg­ir hún.
Lífið breyttist á einum degi
3
Fólkið í borginni

Líf­ið breytt­ist á ein­um degi

Una Mar­grét Jóns­dótt­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur seg­ir líf sitt hafa breyst á ein­um degi ár­ið 1978.
Forstjóri Festar: „Hiti“ á fyrirtækinu vegna máls sem stjórnarformaðurinn er sagður tengjast
4
Fréttir

For­stjóri Fest­ar: „Hiti“ á fyr­ir­tæk­inu vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur­inn er sagð­ur tengj­ast

For­stjóri Fest­ar, Eggert Þór Kristó­fers­son, seg­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­inu hafi borist óform­leg er­indi vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, hef­ur ver­ið sagð­ur tengj­ast. Eggert vill ekki gefa upp hvort og þá með hvaða hætti um­rætt mál hef­ur ver­ið rætt í stjórn Fest­ar eða milli ein­stakra stjórn­ar­manna.
Jón Karl Stefánsson
5
Aðsent

Jón Karl Stefánsson

Hrun ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins í töl­um

Það er langt síð­an ís­lenska heil­brigðis­kerf­ið var orð­ið svo veik­burða að það var ekki í stakk bú­ið til að tak­ast á við óvænta við­burði á borð við nátt­úru­ham­far­ir, sjúk­dóms­far­aldra eða al­mennt auk­inn fjölda á veik­ind­um og slys­um, skrif­ar Jón Karl Stef­áns­son.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
6
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Annað mál tengt Helga var til umfjöllunar innan Ferðafélags Íslands
7
Fréttir

Ann­að mál tengt Helga var til um­fjöll­un­ar inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands

For­svars­menn Ferða­fé­lags Ís­lands fengu upp­lýs­ing­ar um mál tengt Helga Jó­hann­es­syni og konu sem í dag er þrí­tug. Fund­að var með kon­unni. Mál­ið snýst með­al ann­ars um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni og fór það í ferli inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands. Þetta gerð­ist áð­ur en Helgi hætti hjá Lands­virkj­un. For­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, Anna Dóra Sæ­þórs­dótt­ir, seg­ir að hún geti ekki tjáð sig um ein­staka mál en að slík mál fari í ferli inn­an fé­lags­ins.

Nýtt á Stundinni

„Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér“
Fréttir

„Þess­ir strák­ar höfðu allt vald­ið í hönd­um sér“

Í skýrslu vegna kyn­ferð­isof­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönn­um í karla­lands­lið­um Ís­lands er birt bréf frá fyrr­ver­andi vin­konu tveggja lands­liðs­manna í fót­bolta, þar sem hún bið­ur konu af­sök­un­ar á að hafa ekki stað­ið með henni á sín­um tíma en þeg­ar frétt­ist að hún ætl­aði að kæra hafi vina­hóp­ur lands­liðs­mann­anna far­ið á fullt að reyna að koma í veg fyr­ir það til að verja mann­orð þeirra. Tengda­móð­ir brota­þola vinn­ur hjá KSÍ og sendi stjórn og starfs­fólki bréf­ið ásamt lýs­ingu tengda­dótt­ur sinn­ar á at­burð­in­um fyr­ir ell­efu ár­um.
Vitneskja um fjögur kynferðisbrotamál var til staðar innan KSÍ
Fréttir

Vitn­eskja um fjög­ur kyn­ferð­is­brota­mál var til stað­ar inn­an KSÍ

Guðni Berg­son, fyrr­ver­andi formað­ur KSÍ, veitti vill­andi upp­lýs­ing­ar um vitn­eskju sam­bands­ins um kyn­ferð­is­brot að mati út­tekt­ar­nefnd­ar. Geir Þor­steins­son, fyrr­ver­andi formað­ur, er einnig gagn­rýnd­ur.
Aldrei fleiri verið einmana
Fréttir

Aldrei fleiri ver­ið einmana

Yf­ir fjórð­ung­ur ungs fólks lýsti því að það fyndi oft eða mjög oft til ein­mana­leika í síð­asta mán­uði. Kon­ur eru mun oft­ar einmana en karl­ar. Ein­mana­leiki jókst ekki hjá öldr­uð­um í heims­far­aldr­in­um, þvert á það sem marg­ir ótt­uð­ust. Sviðs­stjóri hjá land­læknisembætt­inu seg­ir um nýtt heilsu­far­svanda­mál að ræða.
590. spurningaþraut: Nú leikum við bókarheiti
Þrautir10 af öllu tagi

590. spurn­inga­þraut: Nú leik­um við bók­ar­heiti

Hér er spurt um nöfn á ís­lensk­um skáld­sög­um. Alltaf vant­ar eitt­hvað í bók­ar­heit­ið og þið eig­ið að finna út hvað það er. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast hins veg­ar um er­lend­ar skáld­sög­ur.  Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er úr kvik­mynda­gerð skáld­sögu sem heit­ir ... hvað? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ein af Ís­lend­inga­sög­un­um heit­ir Gunn­laugs saga ...? 2.  Ár­ið 2004 kom út skáld­saga Auð­ar...
Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni
Fréttir

Land­spít­al­inn svar­aði ekki álykt­un um kyn­ferð­is­lega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.
589. spurningaþraut: Hér er spurt um söngvara, peysuföt, Hoyvik og fagran pilt
Þrautir10 af öllu tagi

589. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um söngv­ara, peysu­föt, Hoy­vik og fagran pilt

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er karl­inn hér að of­an að syngja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Til­tek­in þjóð eða þjóð­ern­is­hóp­ur er sá fjöl­menn­asti í heimi og tel­ur 1,4 millj­arða manna. 92 pró­sent Kín­verja til­heyra þess­ari þjóð. Hvað nefn­ist hún? 2.  Delaware, Ida­ho, Jef­fer­son, Minnesota, Nebraska, Wyom­ing. Fimm af þess­um land­fræði­heit­um merkja ríki í Banda­ríkj­un­um, en eitt ekki. Hvað af þess­um sex er ekki...
Hverjir eru Hvít-Rússar og hvað er Bélarus?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hverj­ir eru Hvít-Rúss­ar og hvað er Bél­ar­us?

Venju­lega ber lít­ið á Bél­ar­us eða Hvíta-Rússlandi. En það hef­ur breyst eft­ir að Al­ex­and­er Lúka­sénka tók að neyta allra bragða til að halda völd­um. Hér seg­ir af sögu þessa lands.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis
Menning

Epli á Ís­landi eru tákn­mynd heimsend­is

Karl Ág­úst Þor­bergs­son lista­mað­ur fjall­ar um tengsl epla og heimsend­is í hug­vekju sinni fyr­ir við­burðaröð­ina Sjálf­bær samruni – sam­tal lista og vís­inda um sjálf­bærni. Hann seg­ir epla­rækt á Ís­landi vera tákn­mynd heimsend­is því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna ham­fara­hlýn­un­ar.
Utan Metaversins
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an Meta­vers­ins

Hvers vegna verð­ur rauð­ur lauk­ur sæt­ari en hvít­ur þeg­ar hann er steikt­ur og hvernig leit­ar mað­ur svara án þess að styðj­ast við in­ter­net­ið?
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.
588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde
Þrautir10 af öllu tagi

588. spurn­inga­þraut: Hér eru leidd sam­an Sig­mund­ur Brest­is­son og Chrissie Hynde

Fyrri auka­spurn­ing: Hvar eru þess­ir knáu hesta­menn stadd­ir — ef að lík­um læt­ur? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað heit­ir höf­uð­borg Bél­ar­us? 2.  Hvað nefn­ist stærsti fót­bolta­völl­ur Kaup­manna­hafn­ar, þjóð­ar­leik­vang­ur þeirra Dana? 3.  Augu­sto Pin­ochet var einu sinni æðsti yf­ir­mað­ur hers­ins í hvaða landi? 4.  Ár­ið 1947 var form­lega stofn­að­ur nýr þétt­býl­is­stað­ur á Ís­landi en þá hafði ver­ið að vaxa á til­tekn­um stað...