Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Erfiðast að halda þessu leyndu
2

Erfiðast að halda þessu leyndu

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
3

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
4

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
5

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja
6

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra

Gerard Pokruszynski, sendiherra Íslands á Póllandi, fer fram á að Stundin biðji Pólverja afsökunar á fréttaflutningi af sjálfstæðisgöngu.

Sendiherra Póllands kvartar undan „falsfrétt“ í bréfi til forseta Íslands og forsætisráðherra
Fánar á lofti Pólski þjóðfáninn var mest áberandi í göngunni en um 200 þúsund manns tóku þátt. 
freyr@stundin.is
jonbjarki@stundin.is

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, hefur sent bréf á skrifstofu  forseta Íslands, skrifstofu forsætisráðherra og ritstjórn Stundarinnar, þar sem hann kvartar undan frétt Stundarinnar vegna sjálfstæðisgöngunnar sem fram fór í Varsjá síðastliðinn sunnudag.

Óánægður með umfjöllun Sendiherra Póllands er óánægður með umfjöllun Stundarinnar um þátttöku öfgahægrimanna í sjálfstæðisgöngunni í Varsjá. Hann vil að fjölmiðillinn biðji samlanda hans afsökunar.

Segir sendiherrann að greinarhöfundur hafi þar sakað alla Pólverja „sem elska föðurlandið“ um að vera fasista og/eða nasista með skrifum sínum. Þá segist hann vonast til þess þetta muni ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ skrifar Pokruszynski sem segir frétt Stundarinnar um gönguna hafa verið „falsfrétt“ og fer fram á að blaðið biðji pólsku þjóðina hans afsökunar. 

Stundin fjallaði um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands. Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Sjálfstæðisgangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews„Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn,“ segir í fyrirsögnum Al jazeera, U.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times leggja áherslu á að pólskir ráðamenn hafi tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ segir í frétt Guardian.

Gangan áður verið haldin af öfgahópum

Pokruszynski gagnrýnir frétt Stundarinnar fyrir að leggja áherslu á þátttöku þessara öfgahópa í atburðinum þegar meirhluti þátttakenda hafi verið venjulegir borgarar. „Þess vegna er ég hissa að höfundur greinar notar orðin „nasistar“ og „fasistar“ yfir alla þá sem elska föðurlandið,“ skrifar Pokruszynski í kvörtunarbréfinu sem hann sendi á ritstjórn Stundarinnar. Þá sendi hanna afrit af bréfinu á skrifstofu forseta Íslands og sem og á skrifstofu forsætisráðuneytisins. 

 „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar“

Í athugasemd sem ritstjórar Stundarinnar birta við bréf sendiherrans, kemur fram að umfjöllun Stundarinnar hafi byggt á fréttum helstu fjölmiðla heims um samneyti æðstu stjórnvalda í Póllandi við öfgaþjóðernishreyfingar í tengslum við sjálfstæðisgönguna. Hvergi hafi verið nefnt að skilgreiningin „nýnasisti“ eða „fasisti“ ætti við um „alla þá sem elska föðurlandið“. Þá sé umfjöllunin ekki afstaða íslensku þjóðarinnar, heldur sé um að ræða eina frétt frá einum fjölmiðli „í margradda lýðræðissamfélagi“.

Leiðtogar marséra með öfgahægrinuNew York Times lagði á það áherslu í sinni umfjöllun að leiðtogar Póllands hefðu marsérað um götur Varsjár með öfgahægrimönnum

„Sérstök ákvörðun forseta Póllands um að stofna til fjöldagöngu samhliða og samferða göngu öfgaþjóðernissinna hefur þær afleiðingar að í skilningi margra sé verið að samþykkja útlendingahatur og öfgasinnaða hugmyndafræði. Á hinn bóginn má það skilja sem svo, eins og forseti Póllands hefur boðað, að stærri ganga hafi verið tilraun til að sameina þjóðina,“ skrifar ritstjóri Stundarinnar. Óháð skilningnum sé staðreyndin sú að forseti og forsætisráðherra Póllands hafi kosið að stofna til fjöldagöngu um Varsjá á sömu leið og sama tíma og árlega hefur verið haldin ganga á vegum öfgahópa, þar sem slagorð gegn útlendingum og boðskapur nýfasisma hefur fram að þessu verið áberandi og til umfjöllunar um allan heim.“

Myndbönd og myndir af táknum fasista

Sendiherra Póllands segir að svo virðist sem lýsingar af atburðum séu hafðar eftir fólki „sem hafði það markmið að lýsa viðburðinum sem birtingarmynd þjóðernisstefnu“. Í þessu samhengi bendir hann á mynd sem Stundin birti með fréttinni af meðlimum ítölsku fasistasamtakanna Forza Nuova sem héldu uppi fánum samtakanna í göngunni, og heldur því fram að hún hafi verið tekin á mótmælum í Róm á síðasta ári. Þau orð hans stangast á við upplýsingar af myndaveitunni Shutterstock, en þar má finna fjölda mynda af meðlimum hreyfingarinnar með slíka fána á lofti á sjálfri sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember, auk þess greint er frá því í alþjóðlegum fjölmiðlum að meðlimir samtakanna hafi verið á meðal göngumanna og birtar myndir af þeim.

Ítalskir öfgamennMeðlimir ítölsku nýfasistasamtakanna Forza Nuova létu til sýn taka á göngunni, en leiðtogi þeirra samtaka skilgreinir sig sem fasista.

Sjálfstæðisgangan hefur aldrei verið stærri en um það bil 200 þúsund manns tóku þátt að þessu sinni, þar á meðal fjölskyldufólk. Það eru mun fleiri en fyrir ári síðan þegar 60 þúsund manns tóku þátt, en þá var Vice á meðal þeirra fjölmiðla sem fjölluðum um gönguna sem einhverja stærstu samkomu þjóðernissinna og öfgahægrimanna í gjörvöllum heiminum á okkar tímum. Á meðal þeirra öfgahópa sem tóku þátt í göngunni í ár auk Forza Nuova voru meðlimir Róttæku þjóðernishreyfingarinnar, ONR, sem hefur ítrekað verið tengd við fasisma og nýnasisma. Daily Mail greinir frá því að göngumenn hafi meðal annars hrópað slagorð á borð við „Bandaríkin, heimsveldi hins illa“ og „Pólland, hvítt og kaþólskt.“ Þá heyrast göngumenn kyrja, í myndbandi sem birt er með frétt Daily Mail: „Dauða fyrir óvini ríkisins“. 

Kenndir við nýnasismaMeðlimir róttæku þjóðernishreyfingarinnar, ONR, veifuðu grænum fánum með merkjum sínum, en samtökin hafa verið kennd við nýnasisma.

„Vandamál í samskiptum þjóða eru ekki einstakir blaðamenn, eins og sendiherra Póllands vísar hér til, heldur fremur hugmyndafræði útlendingaandúðar, valdasamþjöppunar og öfgaþjóðernishyggju sem hvetur til jaðarsetningar fólks eftir þjóðerni, kynhneigð, trú eða kynþætti, og lamar gagnrýna þjóðfélagsumræðu í nafni þjóðarstolts,“ segir í svari ritstjóra Stundarinnar. Frétt Stundarinnar hefur verið uppfærð með þeim hætti að hugtakinu „ný-nasistar“ hefur verið skipt út fyrir hugtakið „ný-fasistar“, þótt fjölmörg dæmi séu um að fyrrnefnt hugtak sé notað yfir tiltekna öfgaþjóðernissinna í Póllandi, sem meðal annars afneita því að helförin hafi átt sér stað.

Sendiherrar stíga fram

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttlæti komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins og útvarpi og sjónvarpi stefnu hans í einu og öllu. Þá eru fréttir alþjóðlegra fjölmiðla um stöðuna í Póllandi jafnvel teknar sérstaklega fyrir í ríkissjónvarpinu og þær sagðar dæmi um „falsfréttir“. Blaðamaður Al Jazeera hefur meðal annars fengið að kenna á þessu, en honum barst fjöldinn allur af óþægilegum skilaboðum eftir að umfjöllun hans hafði verið tekin fyrir með þessum hætti í ríkissjónvarpi Póllands. 

Gerðu samkomulagSendiherra Póllands segir gönguna að það hafi mestmegnis verið „venjulegir borgarar“ sem tóku þátt í göngunni. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Þá virðast fleiri sendiherrar landsins á erlendri grundu hafi tekið upp þá stefnu að gagnrýna umfjallanir um Pólland í fjölmiðlum utan landsteinanna. Hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifaði grein í New York Times í ágúst síðastliðnum þar sem hann gagnrýndi þróunina í Póllandi harðlega og tengdi það sem væri að gerast við fasisma. Sendiherra Póllands í Bandaríkjunum tók sig til og svaraði Krugman með þeim orðum að umfjöllun hans væri algjör fjarstæða. Þar sagðist hann ekki geta tekið þeirri söguskoðun Krugmans að Pólland hefði verið eða væri á fasískri vegferð, „ekki einu sinni sem lélegum brandara“. Í þessu samhengi rifjaði hann upp að Pólland hefði verið fyrsta landið sem hefði þurft að verjast innrásum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Stundin hefur fengið ábendingar um að sendiherrar í löndum Evrópu hafi verið að bregðast við neikvæðum fréttaflutningi með svipuðum hætti undanfarin misseri.

Féll niður um 29 sæti

Í greiningu Freedom House á stöðu fjölmiðlafrelsis í Póllandi kemur fram að landið hafi á árinu 2016 farið frá því að vera ríki þar sem fjölmiðlafrelsi ríki að fullu, yfir í að vera ríki þar sem slíkt frelsi fyrirfinnist einungis að hluta til. Óþol stjórnvalda gagnvart sjálfstæðri og gagnrýninni blaðamennsku, gróf afskipti af málefnum opinberra fjölmiðla, takmarkanir á tjáningarfrelsi þegar kemur að sögu Pólland og sjálfsmynd, eru sérstaklega nefndar sem ástæður fyrir þeirri sjálfsritskoðun og pólaríseringu sem átt hefur sér stað.

Paul KrugmanPaul Krugman skrifaði nýlega grein um ískyggilega þróun í Póllandi en sendiherra Póllands í Bandaríkjunum svaraði með grein þar sem hann sagðist ekki einu sinni geta tekið skrifunum sem lélegum brandara.

Freedom House bendir á að ný fjölmiðlalög hafi tekið gildi í janúar 2016 en þau gerðu fjármálaráðherra landsins kleift að skipa stjórnendur pólska ríkissjónvarpsins. Mannréttindasmatökin Amnesty International benda á það í greiningu sinni  að fjármálaráðherrann hefði beitt vald sínu til þess að reka fjölmarga yfirmenn opinberra fjölmiðla. Þá kemur fram að í október 2016 hefði verið búið að segja upp 234 blaðamönnum sem störfuðu á ríkisfjölmiðlum.

Pólland féll um heil 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra  um fjölmiðlafrelsi árið sem ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis tók við völdum í landinu árið 2015. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 en landið er nú í 58 sæti á listanum. Í umfjöllun samtakanna um stöðu fjölmiðla í Póllandi í dag, kemur fram að ríkisstjórnarflokkurinn sæki að fjölmiðlafrelsi landsins úr öllum áttum. Þannig hafi ríkissjónvarpinu verið breytt í „áróðursvélar stjórnvalda.“

Sakaður um að móðga pólsku þjóðina

Samkvæmt greiningu Blaðamanna án landamæri reka nýjir stjórnendur ríkisfjölmiðlanna hiklaust þá blaðamenn sem neita að fylgja flokkslínunni. Samtökin nefna sérstaklega mál rannsóknarblaðamannsins Tomasz Piatek sem sat í marga mánuði undir hótunum um að vera leiddur fyrir herdómstól fyrir að gagnrýna tengsl varnarmálaráðherra landsins við rússnesku leyniþjónustuna. Þá reyndi útvarpsráð landsins, sem samtökin segja vera undir hæl stjórnvalda, að sekta einkareknu stöðina TVN fyrir að flytja fréttir af gagnrýni á stjórnvöld í tengslum við umfjöllun þeirra um mótmæli árið 2016. Sektin var dregin til baka í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu.

Í desember reyndu ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis að takmarka aðgengi blaðamanna að þinghúsinu en hættu við eftir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og almennings. Þá hafa skrifstofur opinberra stofnanna sagt upp áskriftum af fjölmiðlum sem stjórnvöld telja andsnúin sér auk þess sem ríkisfyrirtæki auglýsa í fjölmiðlum hliðhollum stjórninni.

Freedom House bendir einnig á að ríkisstjórnin hafi unnið að því að grafa undan þeim sem haldi því fram að Pólverjar hafi með einhverjum hætti komið að voðaverkum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig sætti sagnfræðingurinn Jan Gross undir ávirðingum um að hann hefði móðgað pólsku þjóðina á opinberum vettvangi með því að skrifa blaðagrein þar sem fram kom að Pólverjar hefðu drepið fleiri gyðinga en nasista. Saksóknarar spurðu Gross spjörunum úr í fimm klukkustunda maraþon yfirheyrslu vegna þessa auk þess sem forsetinn Andrzej Duda íhugaði að draga heiðursorðu sem hann var sæmdur árið 1996 til baka.

„Algjörlega fordæmalaust“

Aðgerðir pólskra ráðamanna gegn frjálsum og gagnrýnum fjölmiðlum birtist með ýmsum hætti. Í nýlegri umfjöllun Nefndar til verndar blaðamönnum, CPJ,  kemur fram að ríkisstjórnarflokkur Laga og réttlætis hafi tekið yfir opinbera fjölmiðla, hótað blaðamönnum málsóknum, minnkað aðgengi þeirra að opinberum starfsmönnum og þrengt að gagnrýnum einkareknum miðlum með því að stýra auglýsingum og áskriftum í aðrar áttir. „Blaðamenn á opinberum fjölmiðlum eru undir stanslausum pólitískum þrýstingi, þeir þurfa að fara varlega varðandi hvað þeir segja, hverjum þeir bjóða í viðtöl. Það sem er að eiga sér stað er algjörlega fordæmalaust,“ sagði Krzysztof Bobinski, stjórnarmaður í pólskum blaðamannasamtökum, á fyreirlestri í Gdansk síðastliðinn febrúar.

„Það sem er að eiga sér stað er algjörlega fordæmalaust“

Þá kemur fram að margir blaðamenn landsins óttist að ríkisstjórnin muni þrengja ennþá frekar að einkareknum miðlum fyrir þingkosningarnar sem munu fara fram á næsta ári. Það sé til að mynda gert með fjölda málsókna á hendur þeim, en margir óttast að breytingar stjórnvalda á dómstólum landsins, muni hafa áhrif á slíka dóma. Dæmi eru um mál sem nú eru rekin fyrir pólskum dómstólum þar sem blaðamenn geta átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisdóma fyrir skrif sín.

Argentínskum fjölmiðli stefnt 

Í byrjun árs samþykkti pólska þingið nýtt lagafrumvarp sem gerir það refsivert að saka pólsku þjóðina, eða pólska ríkið, um að hafa borið ábyrgð á helförinni, en allt að þriggja ára fangelsisvist liggur við brotinu. Stuttu síðar tóku pólsk félagasamtök sig saman og stefndu argentíska fjölmiðlinum Pagina 12 daily fyrir að hafa með umfjöllun sinni um helförina brotið gegn lögunum, að því er Reuters greindi frá. Þar sögðu talsmenn fjölmiðilsins þetta vera tilraun til ritskoðunar sem ógnaði fjölmiðlafrelsi um allan heim. 

Gerard Pokruszynski tók við sem sendiherra Íslands á Póllandi, í byrjun árs, en hann hefur varið þessa nýju löggjöf í fjölmiðlum. Þannig sagði hann í samtali við Fréttablaðið í febrúar síðastliðnum að það særði Pólverja þegar því væri haldið fram að Pólverjar hefðu með einhverjum hætti komið að helförinni. „Nú var það bara að duga eða drepast. Þetta er okkar Rúbíkon. Það er ekki hægt að leyfa fólki að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“ lengur. Það er ekki rétt.“

Það er í því andrúmslofti sem rakið hefur verið hér að framan sem sjálfstæðisgöngur síðustu ára hafa stigmagnast, en eins og sjá má á eftirfarandi áróðursmyndbandi öfgahægrimanna, sem byggir á myndefni frá göngunni árið 2015, má heyra hvernig ræðumaður heldur ræðu yfir fundargestum þar sem hann sendir meðal annars þau skilaboð til múslima að þeir eigi að koma sér í burtu þar sem Jesús sé konungur þeirra sem þarna standi. Þá talar hann um að vinstri menn séu að reyna að eyðileggja hina pólsku þjóð með áróðri sínum, en að þeim muni ekki takast það. Þá heldur annar ræðumaður því fram að sharía lög verði innleidd í Póllandi ef ekkert verði að gert. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Erfiðast að halda þessu leyndu
2

Erfiðast að halda þessu leyndu

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
3

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
4

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
5

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja
6

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Mest lesið í vikunni

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
1

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
2

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
1

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
2

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Hvernig líður þér Maní?

Lífsgildin

Hvernig líður þér Maní?

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Leggja til að breyta samræmdu prófunum

Leggja til að breyta samræmdu prófunum

Reykjavík suðursins

Reykjavík suðursins

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Erfiðast að halda þessu leyndu

Erfiðast að halda þessu leyndu