Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“

Sjálf­stæð­is­kon­an Sirrý Hall­gríms­dótt­ir sak­ar Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, um að mis­beita valdi sínu til þess að Gunn­ar Smári Eg­ils­son kom­ist í 12 millj­arða króna sjóði Efl­ing­ar.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“
Sólveig Anna Jónsdóttir Var óvænt kjörin formaður Eflingar með miklum yfirburðum í fyrra, en hefur kvartað undan skoðanaskrifum í Fréttablaðinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, um pistlahöfundinn Sirrý Hallgrímsdóttur, sem færir fram ásakanir á hendur verkalýðsforystunni og kenningu um áhrif Gunnars Smára Egilssonar í bakpistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 

Í pistlinum sakar Sirrý stjórnendur Eflingar um að hafa „sent gjaldkerann í veikindaleyfi“ til að Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefanda Fréttablaðsins og Fréttatímans og einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands, gæti komist í 12 milljarða króna sjóði Eflingar. 

„Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar,“ skrifar Sirrý. 

Sólveig Anna svarar af hörku og kvartar undan „ógeði“ og „þvaðri“. „Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar,“ segir Sólveig Anna.

Forsaga ásökunar Sirrýjar eru átök á skrifstofu Eflingar í tengslum við reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttir, ljósmyndara og eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, vegna verkefnisins Fólkið í Eflingu, sem birtist á vef Eflingar. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins neitaði fjármálastjóri að staðfesta reikning hennar, og fór í kjölfarið í veikindaleyfi. Eftir það færði Gunnar Smári Egilsson fram ásakanir á hendur fjármálastjóranum, þess efnis að hún hefði beint viðskiptum til eiginmanns síns fyrir hönd Eflingar. Í yfirlýsingu frá Sólveigu Önnu kom fram að fréttaflutningur Morgunblaðsins af málinu væri rangur, að stjórn hefði samþykkt reikninga Öldu Lóu og fjármálastjórinn hefði ekki hafnað að greiða þá.

Pistill SirrýjarHöfundur bankþanka Fréttablaðsins ásakar forystu Eflingar.

Sirrý Hallgrímsdóttir hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, og meðal annars gegnt formennsku í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verið formaður Upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, setið í miðstjórn og var um skeið varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þá var hún ráðin aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2013.

Sólveig Anna sagði nýverið að Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, væri einn af „óvinum vinnandi stétta“ og að hann væri handbendi húsbónda síns, vegna leiðaraskrifa Harðar í Fréttablaðinu, þar sem hann sagði kröfur Starfsgreinasambandsins vegna kjarasamninga vera „sturlaðar“. Hörður hefur nú skrifað þrjá leiðara í röð þar sem hann gagnrýnir kröfur launþega um töluverðar kjarabætur.

Hér er færsla Sólveigar Önnu í heild sinni:

„Enn og aftur er viðbjóðslegur áróður um mig og Eflingu borinn inn á heimili fólks með Fréttablaðinu. Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. 

Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar. 

Allt um hið sanna eðli þess sem skrifar opinberast í soranum: 

Viljinn til að ljúga, viljinn til að hræða, viljinn til að leita allra leiða til að sabótera baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Og viljinn til að notast við þetta ógeðslega og ódýra bragð fólks sem einskis svífst: 

Að reyna að etja saman stétt verka og láglaunafólks og þeim háskólamenntuðu í samfélaginu með því að draga ljósmæður inn í aumkunarvert skítkastið, með því að ganga út frá því að ljósmæður muni ekki standa með fólki sem ekki hefur háskólamenntun þegar það krefst þess að hér verði byggt upp gott og öruggt húsnæðiskerfi, að hér verði skattbyrgðinni létt af lágtekjuhópunum, að hér fái fólk laun sem duga til að lifa mannsæmandi tilveru. 

Ég fullyrði: Ljósmæður, eins og annað eðlilegt fólk með eðlilega siðferðiskennd í íslensku samfélagi, munu standa með okkur í baráttunni. Af því að þær, eins og allt eðlilega innréttað fólk, gera sér grein fyrir því að gott og mannvænt samfélag byggist upp á því að fólk hafi það gott, að fólk lifi við öryggi, að fólk sleppi við vinnu-þrælkun (sem er staðan eins og hún er fyrir það fólk sem getur ekki lifað af dagvinnulaunum sínum og þarf því að vera í aukavinnu og yfirvinnu og þriðju vinnu) og að fólk þurfi ekki að sætta sig það að hér sé heilbrigðiskerfið niðurskorið og velferðarkerfið svelt svo að auðstéttin, vinir Sirrýar, geti áfram komið sér undan því að taka þátt í því að reka samfélag, geti haldið áfram að senda peninga í skattaskjól, geti haldið áfram að skipta krónueignum í erlendan gjaldeyri og með því að fella gengi krónunnar og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Í alvöru talað: hvernig dirfist þessi kona að reyna að ata mig aur? Hvernig dirfist hún að reyna að hræða fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði til hlýðni? Hvernig dirfist hún að reyna að láta eins og ég hafi gerst sek um einhvern glæp? 

Ég ætla sjálf að svara. Sennilegasta útskýringin er sú í þeirri veröld sem hún byggir, þeirri veröld sem félagar hennar byggja þykir ekkert sjálfsagðara en að ásælast sjóði og gera hvað sem er til að komast að þeim. Í þeirri veröld þykir ekkert sjálfsagðara en að láta fégræðgina stýra öllum sínum gjörðum. Í þeirri veröld þykir ekkert tiltökumál að stunda fyrirtækjagripdeildir, skattsvik, fjárplógstarfsemi og síðast en ekki síst þykir í þeirri veröld ekkert sjálfsagðar en að kokka upp eitt stórfenglegasta bankahrun mannkynssögunnar með einbeittum brotavilja og einbeittu skeytingarleysi fyrir hagsmunum almennings.

Sirrý mun eflaust aldrei skilja að fólk geri hluti vegna einhvers annars en gróðamöguleikanna og fégræðginnar. Hún mun eflaust aldrei skilja að réttlætiskennd og löngum í að fá að vera eitthvað annað og meira en vinnuafl á útsöluverði geti stýrt gjörðum fólks. Hún mun eflaust aldrei skilja að nýfrjálshyggjan, hugmyndafræðin sem hún aðhyllist, veki andstyggð hjá fólki sem hefur verið neytt til að lifa við hennar grimmu og mannfjandsamlegu lögmál. Hún mun aldrei skilja þá tilfinningu sem fylgir því að lifa og starfa í áratug á íslenskum vinnumarkaði þar sem þú veist að hin smánarlegu laun sem þú færð lögð inn á heimabankann þinn munu aldrei nokkurn tímann duga til þess að sjá fyrir þér og börnum þínum. Hún mun aldrei skilja þessa tilfinningu af því hún er ófær um að setja sig í spor annara, er aðeins fær um að klína sínum sjúku hugmyndum um mannlegt eðli yfir á fólk sem gerðist sekt um þann hræðilega glæp, greinilega einn af þeim stærstu í íslensku samfélagi, að sigra með yfirburðum í lýðræðislegum kosningum um hverjir ættu að leiða baráttu verkalýðsfélags. 

Sumt fólk er einfaldlega þannig innréttað að meira að segja leikreglur lýðræðisins eru þeim óskiljanlegar. Það er leiðinlegt fyrir okkur hin en við getum þá í það minnsta glatt okkur við að vera sjálf með sæmilega gagnlegan siðferðisáttavita. Það eru greinilega ekki allir svo heppnir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár