Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
7

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Þess vegna ljúkum við lögbanninu

Bæði lögfræðilegar og siðferðislegar ástæður eru til þess að halda áfram greinandi umfjöllun upp úr Glitnisgögnunum.

Bæði lögfræðilegar og siðferðislegar ástæður eru til þess að halda áfram greinandi umfjöllun upp úr Glitnisgögnunum.

Þess vegna ljúkum við lögbanninu

Stundin hefur ákveðið að ljúka lögbanni á umfjöllun um viðskipti fjármálaráðherra og tengdra aðila tengd Glitni í aðdraganda bankahrunsins.

Lögbannið hefur nú varað í meira en ár, í 375 daga. Þegar lögbann var lagt á New York Times og Washington Post vegna Pentagon-skjalanna árið 1971, lá niðurstaða Hæstaréttar landsins fyrir tveimur vikum síðar, með þeim skilaboðum að prentfrelsinu hefði verið haldið í gíslingu fimmtán dögum of lengi. Á þeim 375 dögum sem liðnir eru frá því að lögbannið á Íslandi var lagt á hefur löggjafarvaldið ekki gripið til neinnar aðgerðar til að afstýra því að sýslumaður geti valsað aftur inn á ritstjórnarskrifstofur í fylgd hagsmunaaðila og lagt lögbann á umfjöllun fjölmiðla.

Í mars skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Samkvæmt skipunarbréfi forsætisráðherra var ekki forgangsmál að meta hvaða lagabreytingar eru æskilegar á fyrirfram tálmun á tjáningu eins og lögbann felur í sér, þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu héraðsdóms og síðar Landsréttar, heldur var það síðasti liðurinn sem nefndinni var ætlað að taka fyrir og í seinni hluta umræðunnar, eða fyrir 1. mars 2019.

Þess vegna er lögbanninu lokið

Þótt 21 dagur sé síðan Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu með afgerandi hætti að lögbannið væri ólöglegt og upplýsingarnar ættu erindi til almennings, hafa forsvarsmenn Glitnis HoldCo ákveðið að gefa ekki enn upp hvort sóst verði eftir áfrýjunarleyfi og þar með framlengt enn ólögmætt lögbann.

Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um – bæði fjárhagslega, lagalega og siðferðislega gjaldþrota bankastofnun, þar sem sem stundað var það sem verður ekki kallað annað en skipuleg brotastarfsemi markaðsmisnotkunar og umboðssvika, í þeim tilgangi að blekkja almenning. Ekki er réttlætanlegt með neinu móti að beita þöggun til að koma í veg fyrir umræðu um blekkingu og misnotkun á aðstöðu, jafnvel þótt embætti Sýslumannsins í Reykjavík fallist á það án þess að taka tillit til tjáningarfrelsis og upplýsingaréttar almennings.

Þetta eru siðferðislegu ástæðurnar fyrir því að ritstjórn Stundarinnar kýs að ljúka lögbanninu þegar í stað. Lögfræðilegur grundvöllur þess er að í dag eru liðnar þrjár vikur frá því að æðri dómur, Landsréttur, úrskurðaði lögbannið ólögmætt. Svo kann að vera að lögmenn Glitnir HoldCo líti svo á að lögbannið vari í lögbundinn fjögurra vikna áfrýjunarfrest Hæstaréttar. Samkvæmt lögbannslögum gildir lögbannið hins vegar í þrjár vikur frá dómi, á meðan gerðarbeiðandi íhugar áfrýjun til „æðri dóms“. Annað vandamál Glitnis HoldCo í því tilliti er að löggjafinn hefur ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Þar sem ákvæðið í lögunum kveður á um að lögbann gildi þar til „æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun staðfestingar gerðar“, er ljóst að skilyrðinu er fullnægt. Æðri dómur hefur nú þegar staðfest synjun. Stundin mun standa á þessari lagatúlkun og verjast enn frekari málarekstri þrotabús bankans fyrir dómstólum ef þörf krefur.

Um hvað er fjallað?

Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fjölskylda hans forðuðu sem nemur andvirði 6.300 íslenskra lágmarkslauna, með sölu hlutabréfa og verðbréfa sem rýrnuðu eða urðu verðlaus við bankahrunið, þegar Bjarni hafði sérstakt aðgengi að innherjaupplýsingum um slæma stöðu bankans og sjóðs 9, bæði sem trúnaðarmaður almennings og sem þátttakandi og gerandi í viðskiptalífinu. Bjarni byrjaði að selja hlutabréfin sín nokkrum dögum eftir að hann fundaði með forstjóra Glitnis um „lausn á vanda bankanna“ fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, sem þingmaður stjórnarflokksins, og hafði þá tekið þátt í Vafningsfléttunni svokölluðu, sem rataði fyrir dómstóla. Þar sagðist Bjarni lítið hafa vitað um viðskiptin.

Umfjöllun Stundarinnar sem birtist nú rennir enn frekari stoðum undir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki leiksoppur í viðskiptum, heldur leiddi hann viðskipti Engeyjarættarinnar, þvert á það sem hann hefur áður sagt fyrir dómi. Þannig sést í nýrri grein sem byggir á skjölunum að hann er aðilinn sem svarar Glitni fyrir félög í eigu Engeyinga sem reyndu að kaupa Toyota-umboðið, á sama tíma og hann var í fullu starfi sem þingmaður. Þá sýna skjölin að Glitnir vék frá reglum til að koma til móts við viðskiptahóp Bjarna. Þau sýna líka að útlán til Engeyinga voru einn fimmti útlána Glitnis, en slík kerfisáhætta hefur verið greind sem einn helsti orsakaþáttur bankahrunsins. Útséð er að afskriftir vegna fyrirtækja Bjarna og fjölskyldu hans verða 130 milljarðar króna.

Umfjöllunin í dag er því framhald á greiningu sem varðar grundvallaratriði í heiðarleika stjórnmálamanna, misvægi á aðstöðu á markaði og orsakaþætti bankahrunsins. Og umræðan skiptir ennþá máli.

„Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um“

Umfjöllun Stundarinnar varpar einnig ljósi á undirliggjandi þætti í myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, árið 2016. Í skjölunum koma fram upplýsingar um náin viðskiptatengsl Bjarna og nánustu ættingja hans, við stofnanda og fyrrverandi formann Viðreisnar, sem gegndi lykilhlutverki í því að Bjarni varð forsætisráðherra.

Ólögmæt valdbeiting

Málarekstur Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media hófst með því að Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að halda dómþing á skrifstofu Stundarinnar og fara fram á að gögn ritstjórnarinnar yrðu afhend, án þess að gefa Stundinni eða samstarfsaðilanum, Reykjavik Media, færi á að undirbúa vörn. Ljóst er að málareksturinn hefur verið kostnaðarsamur og hrekkur 1,2 milljóna króna málskostnaður, á hvoru dómsstigi fyrir sig, ekki til að halda uppi vörnum.

Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. Bróðir Bjarna, frændfólk hans og fyrrverandi viðskiptafélagar gáfu frá sér yfirlýsingar sem lagðar voru fram í héraðsdómi af hálfu Glitnis HoldCo, sem allar voru samhljóðandi og á þá leið að upplýsingarnar hafi ekki átt erindi við almenning. Niðurstaða héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Landsrétti, var önnur.

Samkvæmt dómi héraðsdóms var lögbannið brot á rétti almennings til að fá frekari upplýsingar um viðskipti ákveðinna einstaklinga sem tengdust Glitni áður en bankinn var tekinn yfir. Þannig hafi lögbannið raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til þess að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Þar sem aðeins tólf dagar voru til alþingiskosninga var einnig vegið að réttinum til frjálsra kosninga og frelsinu til að tjá sig um stjórnmál, sem er ein undirstaða lýðræðislegs stjórnarfars, var niðurstaða héraðsdóms, en tjáningarfrelsið er nauðsynleg forsenda þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum.

Almenningur eigi tilkall til upplýsinga er varpa ljósi á það hvernig stjórnmálamenn hafi ræktað hlutverk sitt. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um umsvif þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum lutu að viðskiptasambandi þeirra við einn hinna föllnu banka, Glitni hf., á sama tíma og hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá sat í ríkisstjórn. Umfjöllunin tengdist þannig viðskiptaháttum í einum stóru viðskiptabankanna fyrir fall þeirra 2008, en eins og áður hefur komið fram í dómi Hæstaréttar Íslands hafði hrunið mikil og almenn áhrif á alla starfsemi í landinu og kjör almennings. Umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri, er þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór, segir í dómi héraðsdóms.

Þar voru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd málsins hjá sýslumanni. Verulegur vafi leikur á því hvort honum hafi verið heimilt að ganga fram með þessum hætti. 

Hæstiréttur hefur einnig vísað frá kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni og Reykjavík Media verði gert að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum, sem Glitnir telur að eigi uppruna sinn í bankanum. Fyrir dómi gerði Glitnir HoldCo varakröfu um að afhent yrðu 1.013 skjöl. Á meðal skráarheita á þessum skjölum var meðal annars „1engeyingar.pdf“.  Þeirri kröfu var einnig hafnað. 

Skuggastjórnandi Engeyinga

Í fréttunum sem sýslumaður lagði lögbann á kemur fram að Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bakvið tjöldin á árunum fyrir bankahrunið 2008, á sama tíma og hann starfaði sem alþingismaður og gegndi um tíma formennsku fyrir allsherjarnefnd. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra. Fram kemur að Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf sín í Glitni fyrir tæpan milljarð króna, að núvirði 1,4 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni kom að vanda bankans sem skuggastjórnandi Engeyinga og sem þingmaður. Einnig seldi  fjölskylda Bjarna peningamarkaðsbréf úr hinum alræmda Sjóði 9, sem var í mun verri stöðu en almenningur vissi vegna eitraðra eigna, fyrir 2.263 milljónir króna, að núvirði 3,2 milljarða króna. Þetta gerir samtals viðskipti upp á 4,6 milljarða króna að núvirði samhliða auðsýndu aðgengi Bjarna að innherjaupplýsingum. Nú kemur einnig fram að starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum, á sama tíma og upplýsingum um stöðuna var markvisst haldið frá almenningi.

Fjölmiðlum ætlað að þjóna almenningi

Fjölmiðlum er ætlað að þjóna almenningi, ekki stjórnvöldum. Stundin var stofnuð undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi, en hvergi á Norðurlöndunum er fjölmiðlafrelsi minna en hér á landi. Á undanförnum árum hefur frelsi íslenskra fjölmiðla minnkað, en ástæðuna má rekja til versnandi samskipta stjórnmálamanna við fjölmiðla.

Hér á landi hafa stjórnmálamenn komist upp með að grafa undan trúverðugleika fréttamanna og gera blaðamönnum upp annarlegan ásetning. Þegar Stundin, Reykjavík Media og The Guardian greindu frá því að Bjarni hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrun, sakaði hann fjölmiðlana um „dylgjur“ og hafði ranglega eftir breskum blaðamanni að ritstjórnirnar hefðu setið á upplýsingum til að koma á hann höggi í aðdraganda alþingiskosninga 2017. Umræddur blaðamaður fann sig síðar knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu til að leiðrétta orð Bjarna, sem lýsti fréttaflutningi, sem byggði á áður óframkomnum gögnum, sem atlögu að sér. „Ég er auðvitað orðinn nokkuð vanur því að menn sæki að mér í aðdraganda kosninga,“ sagði Bjarni: „Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetning merkileg og ég bara þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan.“  

Ári áður hafði hann notað svipaða taktík þegar hann afskrifaði fréttaflutning Kastljóss af trúnaðarbresti innan Seðlabankans í aðdraganda þess að neyðarlög voru sett. „Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því svona núna inn í miðja kosningabaráttuna,“ sagði Bjarni þá áður en hann bætti því við að hann vonaðist til þess að þetta væri „ein skítabomban sem síðan gufar upp og gleymist síðan sem allra fyrst“.

Áður framkomin gögn

Ekkert nýtt væri í þessum fréttum. „Halda menn að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvað átti sér stað dagana fyrir eða eftir hrunið til þess að gæta hagsmuna kröfuhafanna sem áttu þá eignir föllnu búanna? Halda menn að sérstakur saksóknari hafi ekki skoðað þetta í bak og fyrir? Rannsóknarnefnd Alþingis? Halda menn virkilega að Fjármálaeftirlitið hafi ekki einmitt verið að skoða þætti eins og þessa og fylgja þeim fast eftir? Menn láta eins og ekkert hafi gerst. Að vera hér átta árum síðar að dylgja um það í aðdraganda kosninga til þess að koma vinstri stjórn aftur á í landinu að það eigi nú margt eftir að skoða og það sé ýmist óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta er bara ógeðslegt.“  

Þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna er ljóst að enn hafa ekki allar upplýsingar um hvað átti sér stað innan bankanna og annarra lykilstofnana í aðdraganda hrunsins komið fram, líkt og Glitnisgögnin sýna.

Eins má hafa í huga að þegar Embætti sérstaks saksóknara hóf störf 1. febrúar 2009 voru starfsmennirnir fimm, en þeim var síðar fjölgað í tíu. Í viðtali við Stundina lýsti Ólafur Þór Hauksson, sem gegndi stöðu sérstaks saksóknara, ótímabærum niðurskurði sem samræmdist ekki verkefnum embættsins, sem hætti starfsemi í lok árs 2015. „Fjárveitingin ræður gríðarlega miklu um hvað stofnanir geta gert mikið. … Ef þú veitir ekki fé í ákveðnar rannsóknir þá eru þær ekki að fara fram. Þetta er spurning um forgangsröðun.“

Valdið yfir fjármálaeftirliti

Bjarni Benediktsson hefur mest völd allra Íslendinga yfir Fjármálaeftirliti landsins. Fjármálaráðherra, sem til umfjöllunar hefur verið vegna viðskipta sinna, tilnefnir og skipar meirihluta stjórnar Fjármálaeftirlits landsins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins, fulltrúar fjármálaráðherra, ákveður hvaða meiri háttar efnahagsbrotamál skuli kæra og hvaða mál skuli láta liggja á milli hluta. Í slíkum aðstæðum skapast hætta á bjögun, þar sem maðurinn sem velur þá sem ákveða hvað er lögbrot í viðskiptum og hvað ekki, hefur sjálfur stundað viðskipti í eigin þágu með ríkulegt aðgengi að innherjaupplýsingum, eins og varð opinbert með lögbannaðri umfjöllun Stundarinnar. Nú þegar hefur einn stjórnarmaður í Fjármálaeftirlitinu, sem Bjarni skipaði sem stjórnarformann yfir íslensku fjármálaeftirliti, reynst hafa réttarstöðu grunaðs í efnahagsbrotamáli.

Tengdar greinar

Leiðari

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Fyrst kynbundið ofbeldi þrífst í íslensku samfélagi má biðja um að þeim konum sem þurfa að búa við það og verða fyrir því sé sýnd sú lágmarksvirðing að veruleiki þeirra sé í það minnsta viðurkenndur?

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson
·

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við vitum ekki hvernig úrskurður siðanefndar verður, en við vitum hvað þeir gerðu og það gleymist ekki.

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
7

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Nýtt á Stundinni

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·