Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
3
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
4
FréttirÓlígarkinn okkar
2
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Úkraínu, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
5
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
6
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Stundin hefur ákveðið að ljúka lögbanni á umfjöllun um viðskipti fjármálaráðherra og tengdra aðila tengd Glitni í aðdraganda bankahrunsins.
Lögbannið hefur nú varað í meira en ár, í 375 daga. Þegar lögbann var lagt á New York Times og Washington Post vegna Pentagon-skjalanna árið 1971, lá niðurstaða Hæstaréttar landsins fyrir tveimur vikum síðar, með þeim skilaboðum að prentfrelsinu hefði verið haldið í gíslingu fimmtán dögum of lengi. Á þeim 375 dögum sem liðnir eru frá því að lögbannið á Íslandi var lagt á hefur löggjafarvaldið ekki gripið til neinnar aðgerðar til að afstýra því að sýslumaður geti valsað aftur inn á ritstjórnarskrifstofur í fylgd hagsmunaaðila og lagt lögbann á umfjöllun fjölmiðla.
Í mars skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Samkvæmt skipunarbréfi forsætisráðherra var ekki forgangsmál að meta hvaða lagabreytingar eru æskilegar á fyrirfram tálmun á tjáningu eins og lögbann felur í sér, þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu héraðsdóms og síðar Landsréttar, heldur var það síðasti liðurinn sem nefndinni var ætlað að taka fyrir og í seinni hluta umræðunnar, eða fyrir 1. mars 2019.
Þess vegna er lögbanninu lokið
Þótt 21 dagur sé síðan Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu með afgerandi hætti að lögbannið væri ólöglegt og upplýsingarnar ættu erindi til almennings, hafa forsvarsmenn Glitnis HoldCo ákveðið að gefa ekki enn upp hvort sóst verði eftir áfrýjunarleyfi og þar með framlengt enn ólögmætt lögbann.
Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um – bæði fjárhagslega, lagalega og siðferðislega gjaldþrota bankastofnun, þar sem sem stundað var það sem verður ekki kallað annað en skipuleg brotastarfsemi markaðsmisnotkunar og umboðssvika, í þeim tilgangi að blekkja almenning. Ekki er réttlætanlegt með neinu móti að beita þöggun til að koma í veg fyrir umræðu um blekkingu og misnotkun á aðstöðu, jafnvel þótt embætti Sýslumannsins í Reykjavík fallist á það án þess að taka tillit til tjáningarfrelsis og upplýsingaréttar almennings.
Þetta eru siðferðislegu ástæðurnar fyrir því að ritstjórn Stundarinnar kýs að ljúka lögbanninu þegar í stað. Lögfræðilegur grundvöllur þess er að í dag eru liðnar þrjár vikur frá því að æðri dómur, Landsréttur, úrskurðaði lögbannið ólögmætt. Svo kann að vera að lögmenn Glitnir HoldCo líti svo á að lögbannið vari í lögbundinn fjögurra vikna áfrýjunarfrest Hæstaréttar. Samkvæmt lögbannslögum gildir lögbannið hins vegar í þrjár vikur frá dómi, á meðan gerðarbeiðandi íhugar áfrýjun til „æðri dóms“. Annað vandamál Glitnis HoldCo í því tilliti er að löggjafinn hefur ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Þar sem ákvæðið í lögunum kveður á um að lögbann gildi þar til „æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun staðfestingar gerðar“, er ljóst að skilyrðinu er fullnægt. Æðri dómur hefur nú þegar staðfest synjun. Stundin mun standa á þessari lagatúlkun og verjast enn frekari málarekstri þrotabús bankans fyrir dómstólum ef þörf krefur.
Um hvað er fjallað?
Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fjölskylda hans forðuðu sem nemur andvirði 6.300 íslenskra lágmarkslauna, með sölu hlutabréfa og verðbréfa sem rýrnuðu eða urðu verðlaus við bankahrunið, þegar Bjarni hafði sérstakt aðgengi að innherjaupplýsingum um slæma stöðu bankans og sjóðs 9, bæði sem trúnaðarmaður almennings og sem þátttakandi og gerandi í viðskiptalífinu. Bjarni byrjaði að selja hlutabréfin sín nokkrum dögum eftir að hann fundaði með forstjóra Glitnis um „lausn á vanda bankanna“ fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, sem þingmaður stjórnarflokksins, og hafði þá tekið þátt í Vafningsfléttunni svokölluðu, sem rataði fyrir dómstóla. Þar sagðist Bjarni lítið hafa vitað um viðskiptin.
Umfjöllun Stundarinnar sem birtist nú rennir enn frekari stoðum undir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki leiksoppur í viðskiptum, heldur leiddi hann viðskipti Engeyjarættarinnar, þvert á það sem hann hefur áður sagt fyrir dómi. Þannig sést í nýrri grein sem byggir á skjölunum að hann er aðilinn sem svarar Glitni fyrir félög í eigu Engeyinga sem reyndu að kaupa Toyota-umboðið, á sama tíma og hann var í fullu starfi sem þingmaður. Þá sýna skjölin að Glitnir vék frá reglum til að koma til móts við viðskiptahóp Bjarna. Þau sýna líka að útlán til Engeyinga voru einn fimmti útlána Glitnis, en slík kerfisáhætta hefur verið greind sem einn helsti orsakaþáttur bankahrunsins. Útséð er að afskriftir vegna fyrirtækja Bjarna og fjölskyldu hans verða 130 milljarðar króna.
Umfjöllunin í dag er því framhald á greiningu sem varðar grundvallaratriði í heiðarleika stjórnmálamanna, misvægi á aðstöðu á markaði og orsakaþætti bankahrunsins. Og umræðan skiptir ennþá máli.
„Ritstjórn Stundarinnar hefur ákveðið að láta ekki gjaldþrota banka lengur ákveða hvað fjalla megi um“
Umfjöllun Stundarinnar varpar einnig ljósi á undirliggjandi þætti í myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, árið 2016. Í skjölunum koma fram upplýsingar um náin viðskiptatengsl Bjarna og nánustu ættingja hans, við stofnanda og fyrrverandi formann Viðreisnar, sem gegndi lykilhlutverki í því að Bjarni varð forsætisráðherra.
Ólögmæt valdbeiting
Málarekstur Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media hófst með því að Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að halda dómþing á skrifstofu Stundarinnar og fara fram á að gögn ritstjórnarinnar yrðu afhend, án þess að gefa Stundinni eða samstarfsaðilanum, Reykjavik Media, færi á að undirbúa vörn. Ljóst er að málareksturinn hefur verið kostnaðarsamur og hrekkur 1,2 milljóna króna málskostnaður, á hvoru dómsstigi fyrir sig, ekki til að halda uppi vörnum.
Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. Bróðir Bjarna, frændfólk hans og fyrrverandi viðskiptafélagar gáfu frá sér yfirlýsingar sem lagðar voru fram í héraðsdómi af hálfu Glitnis HoldCo, sem allar voru samhljóðandi og á þá leið að upplýsingarnar hafi ekki átt erindi við almenning. Niðurstaða héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Landsrétti, var önnur.
Samkvæmt dómi héraðsdóms var lögbannið brot á rétti almennings til að fá frekari upplýsingar um viðskipti ákveðinna einstaklinga sem tengdust Glitni áður en bankinn var tekinn yfir. Þannig hafi lögbannið raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til þess að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Þar sem aðeins tólf dagar voru til alþingiskosninga var einnig vegið að réttinum til frjálsra kosninga og frelsinu til að tjá sig um stjórnmál, sem er ein undirstaða lýðræðislegs stjórnarfars, var niðurstaða héraðsdóms, en tjáningarfrelsið er nauðsynleg forsenda þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum.
Mynd: Stundin
Almenningur eigi tilkall til upplýsinga er varpa ljósi á það hvernig stjórnmálamenn hafi ræktað hlutverk sitt. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um umsvif þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum lutu að viðskiptasambandi þeirra við einn hinna föllnu banka, Glitni hf., á sama tíma og hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá sat í ríkisstjórn. Umfjöllunin tengdist þannig viðskiptaháttum í einum stóru viðskiptabankanna fyrir fall þeirra 2008, en eins og áður hefur komið fram í dómi Hæstaréttar Íslands hafði hrunið mikil og almenn áhrif á alla starfsemi í landinu og kjör almennings. Umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri, er þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór, segir í dómi héraðsdóms.
Þar voru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd málsins hjá sýslumanni. Verulegur vafi leikur á því hvort honum hafi verið heimilt að ganga fram með þessum hætti.
Hæstiréttur hefur einnig vísað frá kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni og Reykjavík Media verði gert að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum, sem Glitnir telur að eigi uppruna sinn í bankanum. Fyrir dómi gerði Glitnir HoldCo varakröfu um að afhent yrðu 1.013 skjöl. Á meðal skráarheita á þessum skjölum var meðal annars „1engeyingar.pdf“. Þeirri kröfu var einnig hafnað.
Skuggastjórnandi Engeyinga
Í fréttunum sem sýslumaður lagði lögbann á kemur fram að Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bakvið tjöldin á árunum fyrir bankahrunið 2008, á sama tíma og hann starfaði sem alþingismaður og gegndi um tíma formennsku fyrir allsherjarnefnd. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra. Fram kemur að Bjarni og faðir hans seldu hlutabréf sín í Glitni fyrir tæpan milljarð króna, að núvirði 1,4 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni kom að vanda bankans sem skuggastjórnandi Engeyinga og sem þingmaður. Einnig seldi fjölskylda Bjarna peningamarkaðsbréf úr hinum alræmda Sjóði 9, sem var í mun verri stöðu en almenningur vissi vegna eitraðra eigna, fyrir 2.263 milljónir króna, að núvirði 3,2 milljarða króna. Þetta gerir samtals viðskipti upp á 4,6 milljarða króna að núvirði samhliða auðsýndu aðgengi Bjarna að innherjaupplýsingum. Nú kemur einnig fram að starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum, á sama tíma og upplýsingum um stöðuna var markvisst haldið frá almenningi.
Fjölmiðlum ætlað að þjóna almenningi
Fjölmiðlum er ætlað að þjóna almenningi, ekki stjórnvöldum. Stundin var stofnuð undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi, en hvergi á Norðurlöndunum er fjölmiðlafrelsi minna en hér á landi. Á undanförnum árum hefur frelsi íslenskra fjölmiðla minnkað, en ástæðuna má rekja til versnandi samskipta stjórnmálamanna við fjölmiðla.
Mynd: Stundin
Hér á landi hafa stjórnmálamenn komist upp með að grafa undan trúverðugleika fréttamanna og gera blaðamönnum upp annarlegan ásetning. Þegar Stundin, Reykjavík Media og The Guardian greindu frá því að Bjarni hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrun, sakaði hann fjölmiðlana um „dylgjur“ og hafði ranglega eftir breskum blaðamanni að ritstjórnirnar hefðu setið á upplýsingum til að koma á hann höggi í aðdraganda alþingiskosninga 2017. Umræddur blaðamaður fann sig síðar knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu til að leiðrétta orð Bjarna, sem lýsti fréttaflutningi, sem byggði á áður óframkomnum gögnum, sem atlögu að sér. „Ég er auðvitað orðinn nokkuð vanur því að menn sæki að mér í aðdraganda kosninga,“ sagði Bjarni: „Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetning merkileg og ég bara þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan.“
Ári áður hafði hann notað svipaða taktík þegar hann afskrifaði fréttaflutning Kastljóss af trúnaðarbresti innan Seðlabankans í aðdraganda þess að neyðarlög voru sett. „Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því svona núna inn í miðja kosningabaráttuna,“ sagði Bjarni þá áður en hann bætti því við að hann vonaðist til þess að þetta væri „ein skítabomban sem síðan gufar upp og gleymist síðan sem allra fyrst“.
Áður framkomin gögn
Ekkert nýtt væri í þessum fréttum. „Halda menn að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvað átti sér stað dagana fyrir eða eftir hrunið til þess að gæta hagsmuna kröfuhafanna sem áttu þá eignir föllnu búanna? Halda menn að sérstakur saksóknari hafi ekki skoðað þetta í bak og fyrir? Rannsóknarnefnd Alþingis? Halda menn virkilega að Fjármálaeftirlitið hafi ekki einmitt verið að skoða þætti eins og þessa og fylgja þeim fast eftir? Menn láta eins og ekkert hafi gerst. Að vera hér átta árum síðar að dylgja um það í aðdraganda kosninga til þess að koma vinstri stjórn aftur á í landinu að það eigi nú margt eftir að skoða og það sé ýmist óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta er bara ógeðslegt.“
Þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna er ljóst að enn hafa ekki allar upplýsingar um hvað átti sér stað innan bankanna og annarra lykilstofnana í aðdraganda hrunsins komið fram, líkt og Glitnisgögnin sýna.
Eins má hafa í huga að þegar Embætti sérstaks saksóknara hóf störf 1. febrúar 2009 voru starfsmennirnir fimm, en þeim var síðar fjölgað í tíu. Í viðtali við Stundina lýsti Ólafur Þór Hauksson, sem gegndi stöðu sérstaks saksóknara, ótímabærum niðurskurði sem samræmdist ekki verkefnum embættsins, sem hætti starfsemi í lok árs 2015. „Fjárveitingin ræður gríðarlega miklu um hvað stofnanir geta gert mikið. … Ef þú veitir ekki fé í ákveðnar rannsóknir þá eru þær ekki að fara fram. Þetta er spurning um forgangsröðun.“
Valdið yfir fjármálaeftirliti
Bjarni Benediktsson hefur mest völd allra Íslendinga yfir Fjármálaeftirliti landsins. Fjármálaráðherra, sem til umfjöllunar hefur verið vegna viðskipta sinna, tilnefnir og skipar meirihluta stjórnar Fjármálaeftirlits landsins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins, fulltrúar fjármálaráðherra, ákveður hvaða meiri háttar efnahagsbrotamál skuli kæra og hvaða mál skuli láta liggja á milli hluta. Í slíkum aðstæðum skapast hætta á bjögun, þar sem maðurinn sem velur þá sem ákveða hvað er lögbrot í viðskiptum og hvað ekki, hefur sjálfur stundað viðskipti í eigin þágu með ríkulegt aðgengi að innherjaupplýsingum, eins og varð opinbert með lögbannaðri umfjöllun Stundarinnar. Nú þegar hefur einn stjórnarmaður í Fjármálaeftirlitinu, sem Bjarni skipaði sem stjórnarformann yfir íslensku fjármálaeftirliti, reynst hafa réttarstöðu grunaðs í efnahagsbrotamáli.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
3
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
4
FréttirÓlígarkinn okkar
2
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Úkraínu, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
5
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
6
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
4
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
5
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
6
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
7
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
6
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
7
GreiningLaxeldi
Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
Stærsta tjón vegna sjúkdóma sem hefur komið upp í íslensku sjókvíaeldi leiddi til þess að slátra þurfti tæplega tveimur milljónum laxa hjá Löxum fiskeldi. ISA-veira lagði laxeldi í Færeyjum og Síle í rúst en það var svo byggt upp aftur. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að fyrirtækið muni læra af reynslunni og auka smitvarnir.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
5
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
Eigin Konur#91
Gerandi ofbeldis
„Ég var að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi gagnvart konunni minni og börnum. Ég beitti konuna mína líka kynferðislegu ofbeldi,“ segir gerandi sem kýs að koma ekki fram undir nafni.
Í þættinum förum við yfir reynslu hans af því að beita ofbeldi og af hverju hann ákvað að leita sér hjálpar. „Ég hefði ekki farið ótilneyddur, óumbeðinn á sínum tíma […] þá hefði ég ekki verið að fara að niðurlægja sjálfan mig með því að segja að ég væri eitthvað vandamál. […] ég þurfti smá úrslitakost,“ segir hann í viðtalinu. Það eru 12 ár síðan hann ákvað að leita sér hjálpar hjá „karlar til ábyrgðar“ eða það sem heitir Heimilisfriður í dag.
„Það hefði ekki verið nóg fyrir mig að fara bara í meðferð,“ segir hann í viðtalinu og bætir því við að menn geti alveg hætt að drekka áfengi og samt haldið áfram að beita ofbeldi.
Edda Falak er ritstjóri og ábyrgðarmaður Eigin kvenna.
Nýtt á Stundinni
ÞrautirSpurningaþrautin
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
Fyrri aukaspurning: Af hverjum er — eða öllu heldur var — þessi stytta? * Aðalspurningar: 1. Hvað er stærst Norðurlandanna? 2. En þá næst stærst? 3. Um það er hins vegar engum blöðum að fletta að Danmörk er minnst Norðurlandanna (ef Grænland er ekki talið með, vitanlega). En hvað telst Danmörk vera — svona nokkurn veginn — mörg prósent af...
FréttirÓlígarkinn okkar
2
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Úkraínu, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
ÞrautirSpurningaþrautin
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
Fyrri aukaspurning: Ég ætla ekkert að fara í felur með hvað það góða fólk heitir sem sjá má á samsettu myndinni hér að ofan. Þau heita: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Spurningin er hins vegar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkastið? — og hér þarf svarið að vera þokkalega nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. ...
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
ÞrautirSpurningaþrautin
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
Fyrri aukaspurning: Hver er á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness má lesa um persónuna Ástu Sóllilju? 2. Hvað heitir ameríska teiknimyndaserían Peanuts á íslensku? 3. Í hve mikilli hæð yfir yfirborði Jarðar byrjar heiðhvolfið (á ensku stratosphere)? 4. Hvað hét eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar hinnar seinni? 5. Hver gaf út hljómplötuna Vespertine fyrir 21 ári?...
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
ÞrautirSpurningaþrautin
1
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir