Veittu vildarviðskiptavinum 60 milljarða lán með tölvupóstum
Glitnir veitti vildarviðskiptavinum sínum mikið magn hárra peningamarkaðslána án þess að skrifað væri undir samning um þau. Bankinn skoðaði riftanir á uppgreiðslu fjölmargra slíkra lána í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Sá einstaklingur sem greiddi mest upp af slíkum lánum var Einar Sveinsson.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
FréttirGlitnisgögnin
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
Lögbannið er fallið úr gildi en mál Glitnis HoldCo gegn Stundinni heldur áfram fyrir Hæstarétti, samkvæmt ákvörðun réttarins. Hæstiréttur ætlar að fjalla um kröfur Glitnis HoldCo þess efnis að viðurkennt verði að Stundinni sé óheimilt að byggja á Glitnisskjölunum og beri að afhenda gögnin.
Fréttir
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.
Greining
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.
Fréttir
Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur
Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.
FréttirGlitnisgögnin
Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til að viðhalda lögbanni
Lögmenn Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eignir þrotabús Glitnis banka, hafa sótt um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar í máli sem varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr Glitnisskjölunum. Ritstjórn Stundarinnar ákvað að ljúka lögbanninu.
Fréttir
Kærur vegna meiri háttar efnahagsbrota háðar samþykki stjórnar sem Bjarni skipar
Stjórn FME tekur ákvarðanir um eftirlit og aðgerðir gagnvart fjármálafyrirtækjum. Bjarni Benediktsson skipar í stjórnina, en stjórnarformaðurinn sem hann skipaði árið 2013 er nú með stöðu sakbornings vegna meintra efnahagsbrota.
Fréttir
Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð
Starfsmaður sænsku stofnunarinnar Institutet mot mutor, sem vinnur gegn spillingu, svarar spurningum um regluverkið í Svíþjóð sem snýr að aðkomu þingmanna að viðskiptalífinu. Sænskur þingmaður gæti ekki stundað viðskipti eins og Bjarni Benediktsson gerði á Íslandi án þess að þverbrjóta þessar reglur.
Fréttir
Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.
Fréttir
Innherjar seldu en almenningur var blekktur
Starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum. Félag Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, átti hins vegar langstærstu söluna fyrir hrun og innleysti meira en milljarð króna.
FréttirGlitnisgögnin
Fréttin sem ekki var sögð: Benedikt Jóhannesson kemur fyrir í Glitnisskjölunum
Nafn Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur fyrir á lánaskjali frá Glitni vegna lána til fjárfestingar í BNT ehf., móðurfélagi N1. Þar segir að til hafi staðið að lána honum 40 milljónir til hlutabréfakaupa í móðurfélagi N1. Benedikt segist ekki hafa fengið lánið en að hann hafi fjárfest í BNT ehf.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.