Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Mað­ur sem opn­aði sig um tálm­un „rugl­aðr­ar konu“ sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna meintra brota gegn henni. Sýslu­mað­ur sagði móð­ur­ina hafa „brot­ið skyld­ur sín­ar“ með „til­hæfu­laus­um ásök­un­um“.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
Veifaði umgengnissamkomulagi Faðirinn sýndi grunnskólakennara umgengnissamkomulag sem hann taldi réttlæta gjörðir sínar. Honum var hampað á samfélagsmiðlum fyrir skörulega framgöngu eftir að hann sótti son sinn í óþökk forsjárforeldris og skólastjórnenda. Mynd: Heiða Helgadóttir - Skjáskot af Youtube/DV

Maður á fertugsaldri, sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra sem fórnarlamb umgengnistálmunar og birti myndband af sér að nema son sinn á brott úr grunnskóla án vitundar móður og í óþökk skólastjórnenda sem fóru að óskum forsjárforeldris, sætir nú lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn móðurinni. Áður hafði lögreglan tilkynnt Barnaverndarnefnd Kópavogs um meint andlegt ofbeldi föður gegn syni sínum. 

Móðirin, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var einn af viðmælendum Stundarinnar í forsíðuumfjöllun blaðsins þann 11. maí síðastliðinn þar sem rakið var hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni og dagsektir. Var umgengnisúrskurður í máli Sigrúnar og barnsföður hennar tekinn sem dæmi um tilvik þar sem sýslumaður lét það bitna sérstaklega á móðurinni að hún hefði sagt frá meintu ofbeldi barnsföður síns án þess að það hefði leitt til ákæru eða dóms.

Lögmaður mannsins segir í samtali við Stundina að hún telji ekki við hæfi að setja lögreglurannsóknina í samhengi við umgengnisdeilur Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá gildi einu að maðurinn hafi fjallað um umgengnisdeilu sína við móðurina á opinberum vettvangi í fyrra. „Hún tengist því máli ekki neitt,“ segir lögmaðurinn og bætir því við að hún telji fyrri umfjöllun Stundarinnar um umgengnisdeiluna hafa verið einhliða. Þar hafi Stundin ekki greint frá mikilvægum atriðum er varða forsögu ásakana móðurinnar, t.d. að skömmu áður hafi hún beðið manninn um að hafa drenginn hjá sér meðan hún færi í langt ferðalag til Indlands.

Um lögreglurannsóknina segir lögmaðurinn að henni verði að öllum líkindum vísað frá. Maðurinn sé vændur um kynferðisofbeldi en komi algerlega af fjöllum. „Barnið á auðvitað rétt á að umgangast föður sinn. Það að hún [móðirin] hafi á einhverjum tímapunkti átt í einhverju erfiðu sambandi við þennan mann, það kemur þessu máli ekkert við, þessu umgengnismáli. Mér finnst alveg rosalegt að blanda þessu svona saman.“ 

Við meðferð umgengnisdeilunnar hjá sýslumanni í fyrra lagði Sigrún fram gögn úr dagbók lögreglu, meðal annars vegna tilkynningar um heimilisofbeldi frá 2007 og kæru sinnar á hendur manninum frá 2017. Í lögregluskýrslu eru hafðar eftir Sigrúnu ítarlegar lýsingar á átta atvikum nokkur ár aftur í tímann, meðal annars á kynferðisofbeldi, barsmíðum, eignaspjöllum, húsbroti og hótunum.

Snupruð af sýslumanniSigrún Sif var látin gjalda fyrir það í umgengnisúrskurði að hafa sagt frá meintum brotum barnsföður síns sem nú eru til lögreglurannsóknar.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu komst að þeirri niðurstöðu þann 7. desember 2017 að með ásökunum gegn barnsföður sínum hefði Sigrún brotið gegn skyldum sínum og réttindum barnsins. Tók embættið mjög eindregna afstöðu á þá leið að enginn fótur væri fyrir áhyggjum móðurinnar af meintu heimilisofbeldi og áhrifum þess á barnið. Þannig segir orðrétt í úrskurði sýslumanns: „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46. barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Nú, mörgum mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafa ásakanir móðurinnar leitt til lögreglurannsóknar á háttsemi mannsins.

Athygli vakti þegar maðurinn kom fram í viðtali á DV.is þann 28. mars 2017 og sagði frá því sem DV kallaði „tálmun í grunnskóla“. Fréttinni fylgdi myndband sem kærasta hans tók af atburðarás sem átti sér stað nokkrum dögum áður, þann 24. mars. Þar má sjá manninn rífast við starfsfólk Hjallastefnunnar fyrir aftan bíl þar sem sonur hans, sem er nafngreindur í myndbandinu, situr óttasleginn í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og hrósuðu margir föðurnum fyrir skörulega framgöngu. Í myndbandinu fer maðurinn hörðum orðum um barnsmóður sína, kallar hana „deranged woman“ og segist vilja varpa ljósi á „hið tvöfalda siðgæði í þjóðfélaginu“ að því er varðar umgengnismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár