Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
Fréttir ·
4
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
Fréttir ·
5
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Fréttir ·
6
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
Fréttir ·
7
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
Vettvangur ·
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið
Lífverðir Yair og Avner Netanyahu komu vopnaðir í gegnum eftirlit á Keflavíkurflugvelli. Heimsókn bræðranna er ekki opinber. Sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló, hefur boðað til blaðamannafundar í Reykjavík á morgun um Gaza og Eurovision.
RíkislögreglustjóriÖryggisverðir sona Netanyahu verða vopnaðir á meðan dvöl þeirra á Íslandi stendur, með heimild Ríkislögreglustjóra. Mynd: Pressphotos
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að koma með skotvopn inn í landið í gegnum Keflavíkurflugvöll samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Yair og Avner Netanyahu lentu í Keflavík í dag, en koma þeirra er ekki opinber heimsókn að sögn ræðismanns Ísrael á landinu. Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að ferðum bræðranna, enda þeir ekki í opinberum erindagjörðum, að sögn Sveins H. Guðmarssonar upplýsingafulltrúa.
Bræðurnir eru fyrstu synir ísraelsks forsætisráðherra sem fá lífverði í boði hins opinbera. Fyrirkomulagið var umdeilt þegar það var kynnt og tryggir það þeim einnig bíl og bílstjóra, auk öryggisaðstoðar erlendis. Ekki er vitað hvernig dagskrá þeirra er háttað á meðan dvöl þeirra á Íslandi stendur.
Teljast VIP samkvæmt reglum Ríkislögreglustjóra
Samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna þarf heimild Ríkislögreglustjóra fyrir vopnaburði slíkra erlendra aðila, samkvæmt 45. gr. „Ríkislögreglustjórinn getur heimilað erlendum lögreglumönnum og ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Athugasemdir