Svæði

Palestína

Greinar

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Íslenskir rithöfundar klofnir vegna Palestínu
MenningÁrásir á Gaza

Ís­lensk­ir rit­höf­und­ar klofn­ir vegna Palestínu

Nokkr­ir rit­höf­und­ar hafa gagn­rýnt Rit­höf­unda­sam­band Ís­lands fyr­ir að taka ekki af­stöðu gegn árás­um Ísra­els á Palestínu. Formað­ur RSÍ seg­ir að í lög­um sam­bands­ins standi að það taki ekki póli­tíska af­stöðu og ein­hug­ur sé með­al stjórn­ar­inn­ar að senda ekki út yf­ir­lýs­ing­ar um mál­ið. Þeir fé­lags­menn sem hún hafi heyrt í séu klofn­ir í tvennt í af­stöðu sinni.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið undanfarið ár